Frönsk rallkeppni GT-bíla umhverfis Ísland
Þessa dagana stendur yfir rallkeppni umhverfis Ísland á vegum fransks fyrirtækis sem nefnist Rallystory sem er með aðsetur í París, og byggist á akstri GT-bíla af ýmsum gerðum umhverfis landið. Eknar eru sex skipulagðar vegalendir, 1.780 kílómetra.

Keppendur komu til landsins á laugardaginn 21. September og keppnisbílarnir biðu þeirra fyrir utan Hótel Hilton í Reykjavík.
Keppnin hófst á sunnudaginn 22. September og fyrsti leggurinn var Reykjavík-Siglufjörður með hádegisstoppi á Laugabakka í Miðfirði.
Næsti leggur var síðan á mánudaginn 23.september frá Siglufirði til Mývatns, með stoppi á Samgöngusafninu að Ystafelli og við Goðafoss og Dettifoss. Hópurinn gistir á Fosshóteli við Mývatn.
Þriðji kaflinn er Mývatn-Fáskrúðsfjörður, þar sem ekið er yfir Möðrudalsöræfin og gist á Franska spítalanum á Fáskrúðsfirði.
Fjórði leggurinn er miðvikudaginn 25. september frá Fáskrúðsfirði til Hnappavalla með stoppi í humarveislu á Hornafirði og siglingu á Jökulsárlóninu.
Fimmti leggurinn og sá næstsíðasti er frá Hnappavöllum að Geysi, með viðkomu við Skógafoss og Seljalandsfoss, Gullfoss og gist á einu nýjasta hóteli landsins við Geysi.
Lokaspretturinn er síðan frá Geysi til Reykjavíkur með viðkomu í Bláa lóninu, en lokakvöldverður og verðlaunaafhending fer fram um kvöldið á Hótel Hilton.




Samkvæmt heimasíðu fyrirtækisins eru eftirtaldir bíla skráðir til leiks:
BENTLEY 4.5 L LE MANS 1932 /
JAGUAR TYPE E 1965 /
ASTON MARTIN DB5 COUPE 1966 /
ASTON MARTIN DB6 1967 /
MERCEDES 280 SL 1967 /
ALFA ROMEO 1750 GT 1968 /
CITROEN SM 1970 /
PORSCHE 914/6 1971 /
SAAB 900 MONTE-CARLO 1992 /
VOLKSWAGEN COCCINELLE 1971 /
PORSCHE 924 1981 /
AUDI QUATTRO 1983 /
ALFA ROMEO SPRINT Z 1962 /
CORVETTE C4 1990 /
MERCEDES GTR AMG 2017 /
PORSCHE 964 1994 /
PORSCHE 993 CARRERA 4S 1996 /
PORSCHE 993 CARRERA 4S 1997 /
FERRARI F355 1998 /
PORSCHE 996 1999 /
PORSCHE 996 TURBO 2003 /
BMW Z4M 2007 /
PORSCHE 964 1992 /
PORSCHE 718 SPYDER 2016 /
PORSCHE CAYMAN R 2011 /
NISSAN GTR 2012 /
PORSCHE 991 2012 /
FERRARI F12 2013 /
FERRARI FF 2013 /
LANCIA AURELIA B20 /
FERRARI F12 2014 /
LAMBORGHINI HURACAN 2015 /
BENTLEY CONTINENTAL GT 2016 /
PORSCHE 991 TURBO S 2016 /
ASTON MARTIN VANQUISH S 2017 /
CORVETTE C7 2018 /
CORVETTE C7 Z 2018 /
LOTUS EXIGE 2018 /
PORSCHE 991 GT3 2018 /
PORSCHE 991 2018 /
BENTLEY CONTINENTAL GT 2019 /
PORSCHE 991 GTS 2014 /
?