Þriðjudagur, 19. ágúst, 2025 @ 17:01
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Tvinn-rallbíll prófaður í steikjandi hita í Marokkó

Jóhannes Reykdal Höf: Jóhannes Reykdal
28/09/2021
Flokkar: Bílaheimurinn
Lestími: 3 mín.
281 3
0
136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Audi hefur verið að undirbúa starfsfólk sitt, ökumenn og rallbíla þeirra fyrir Dakar rallið 2022 með því að framkvæma röð prófana í eyðimörkinni í Marokkó. RSQ e-tron, sem er tvinnbíll (bensín-rafmagn) tók spretti, hemlaði harkalega, „driftaði“ og eyddi miklum tíma í loftinu.

Frægir ökumenn í reynsluakstrinum

Dakar goðsagnirnar Stéphane Peterhansel, Carlos Sainz og ökumaðurinn Mattias Ekström skiptust á að keyra RSQ e-tron frumgerðina í Marokkó. Sandstormar og snarkandi hiti gerðu sitt til að reyna á drifrásina; það er jú eyðimörk þarna. Ekki gekk allt snurðulaust fyrir sig, sem er óhjákvæmilegt, en það er vissulega betra að koma auga á vankanta bílsins meðan á prófunum stendur heldur en í miðri keppni.

Audi RSQ e-tron: nýi „tvinn“-rallbíllinn frá Audi

„Sum vandamál komu upp við háan hita, sem ollu ítrekað truflunum á prófunum og þurfti að leysa þau fyrir næstu prófun,“ útskýrði Sven Quandt, liðsstjóri Q Motorsport. Prófanir stóðu yfir í tvær vikur suður af Miðjarðarhafi.

Það hljómar eins og flestar prófanirnar hafi beinst sérstaklega að aflrásinni, sem samanstendur af TFSI-vél sem er fengin frá DTM teymi Audi sem nú var útbúin til að hlaða 50 kílóvattstundar rafhlöðupakka á ferðinni. Þetta vinnur á bilinu 4.500 til 6.000 snúningum á mínútu.

Rafmagnið er notað á fjórum hjólum með pari af rafmótorum sem fengnir eru að láni frá Audi formúlu E bílum en þriðji mótorinn hjálpar til við að hlaða rafhlöðuna. Það er tiltölulega flókið kerfi; sumir hlutarnir eru íhlutir sem þegar voru til staðar en rafhlaðan var þróuð sérstaklega fyrir RSQ e-tron.

Annað atriði sem var fínstillt meðan á prófunum stóð er vinnuvistfræði bílsins. Kappakstursbílar eru hannaðir með tilliti til frammistöðu, ekki þæginda, en atriði eins og skrýtin sæti, léleg yfirsýn og þröngt innanrými geta valdið því að ökumaður og aðstoðarökumaður tapi dýrmætum sekúndum í akstrinum. Audi gerði þar af leiðandi litlar en mjög svo mikilvægar breytingar á stjórnklefanum til að skapa meira pláss fyrir áhöfnina og auðvelda samskiptin þar inni.

„Sú innsýn sem við fengum í Marokkó er ómetanleg, en hún sýnir okkur líka að við eigum enn mikið eftir fyrir Dakar rallið og tíminn er naumur,“ sagði Andreas Roos, yfirmaður mótorsportverkefna hjá Audi Sport. Hann hefur rétt fyrir sér: keppnin hefst í janúar 2022.

Audi Sport mun halda áfram að prófa RSQ e-tron við margvíslegar aðstæður og ólíkum  stöðum á næstu mánuðum. Í millitíðinni hafa starfsmenn Audi Sport í Þýskalandi byrjað að smíða annan af tveimur bílum sem munu keppa í rallinu. Hann er með undirvagn númer 104. Áhugasamir munu sjá bílana tvo í „aksjón“ í Dakar rallinu 2022 sem hefst 2. janúar í Ha’il í Sádi -Arabíu og lýkur í Jeddah 12 dögum síðar.

Í sandöldunum mun RSQ e-tron etja kappi við verðuga „andstæðinga“ en má þar til dæmis nefna BRX Hunter.

Sá lærdómur og reynsla sem hlýst af Dakar kappakstrinum í Marokkó og víðar kemur til með að skila sér í bílaframleiðslu Audi næstu árin. Ber þar helst að nefna hitastjórnun háspennurafhlöðu við krefjandi aðstæður.

(Byggt á frétt Autoblog)

Myndband um Audi RS E-Tron GT fær að fylgja með:

Fyrri grein

Er Rivian nýjasta þjóðarstoltið?

Næsta grein

Volvo breytir merkinu sínu í takt við tímann

Jóhannes Reykdal

Jóhannes Reykdal

Ritstjóri og blaðamaður

Svipaðar greinar

Nýr rafknúinn Nissan Micra

Nýr rafknúinn Nissan Micra

Höf: Jóhannes Reykdal
18/08/2025
0

Nissan mun miða „glæsilegri“ rafknúinn Micra að kvenkyns kaupendum PARÍS — Nissan gaf teyminu sem var að hanna nýja rafknúna...

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

Höf: Jóhannes Reykdal
05/08/2025
0

Skuggmynd minnir okkur á að Skoda stefnir að því að sigra markaðinn fyrir rafknúna stationbíla Skoda hefur verið að framleiða...

Honda Civic hefur fengið nýtt útlit

Honda Civic hefur fengið nýtt útlit

Höf: Jóhannes Reykdal
04/08/2025
0

Með nýrri uppfærslu á Honda Civic er kynnt nýtt útlit fyrir 11. kynslóð gerðarinnar Nýi Prelude fra Honda kemur fram...

Honda N-ONE e – Lítill rafbíll með mikinn persónuleika

Honda N-ONE e – Lítill rafbíll með mikinn persónuleika

Höf: Jóhannes Reykdal
02/08/2025
0

Það er stundum gaman að fylgjast með hvernig „smábílamarkaðurinn“ í Japan þróast.   Peter Johnson hjá electrek-vefnum var að fjalla um...

Næsta grein
Volvo breytir merkinu sínu í takt við tímann

Volvo breytir merkinu sínu í takt við tímann

Umræður um þessa grein

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Álit

Volkswagen ID.Buzz GTX – fortíðin mætir nútímanum

18/08/2025
Bílaframleiðsla

Nýr rafknúinn Nissan Micra

18/08/2025
Bílaframleiðsla

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

05/08/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.