Tæknilegasti húsbíll í heimi?

Tesla ætlar ekki að hefja framleiðslu á pallbílnum fyrr en á næsta ári en samt sem áður er komin húsbílaútfærsla af kagganum sem heitir Cyberlandr.

Cyberlandr státar af næstu kynslóðar þægindum tuttugustu og fyrstu aldarinnar og hönnunin er vægast sagt nútímaleg.

Sprettigluggahönnun

Hönnun Cyberlandr myndi líklega kallast pop-up window (sprettigluggi) ef hann væri vefur. Dags daglega er húsbíllinn með lögun venjulegs pallbíls en þú getur togað pallhýsið upp þannig að í heild verður það fjórum sinnum hærra en sjálfur bíllinn. Húsið togast út og upp fyrir pallinn. Þannig er bíllinn orðinn að litlu tveggja herbergja rými: stofu, eldhúsi, svefnplássi og agnarsmáu baðherbergi.

Það fyrsta sem kemur upp í hugann er að líklega myndi maður ekki toga húsið upp fyrr en eftir að maður er kominn upp fyrir Kjalarnesið allavega.

Íbúð með sem skilur þig

Aðalrýmið er stofa/eldhús með ísskáp, vaski og eldavél sem innfeld er í borðplötuna. Blöndunartækið er snertilaust með raddstýringu.

Öll tæki eru (náttúrulega) rafdrifin og flísalagt gólfið er auðvitað upphitað með rafmagni. Tveir kapteinstólar nýtast sem slíkir og þá er líka hægt að leggja flata og setja upp og yfir borðsvæðið og græja þannig með þeim hjónarúm.

Þeir eru líka hugsaðir til að þú getir tekið þá út úr bílnum og notið útiverunnar í þeim. Í stað bútasaumaðra gluggatjalda erum við að tala um rafdimmanlegt tvöfalt gler.

Aldrei að láta sér leiðast

Ef þér á til að leiðast úti í náttúrunni þarftu ekki að örvænta því í bílnum er 32 tommu skjár sem vel að merkja getur bæði þjónað sem sjónvarp og tölvuskjár fyrir alla vinnualkana sem aldrei geta verið netlausir, tölvulausir og verða hreinlega að vinna, hvar sem þeir eru.

StarLink gervihnattadiskur græjar svo þráðlausa nettengingu og 500 watta sólarfhlöður sjá þér svo fyrir nægum straumi.

Draumasalernið

Þú talar síðan við baðherbergið með appi í gegnum símann. Þar er „sjálfhreinsandi“ þurrskolunarsalerni sem útilokar þörfina á svörtum skítatanki og ferðum á losunarstöðvar með tilheyrandi ullabjakki. Fjögurra þrepa vatnssíunarkerfi gerir þér kleift að fara í sturtu sem notar alltaf sama vatnið aftur og aftur.

Þeir hjá Cyberlandr segja hins vegar að ofangreint geti breyst og framleiðslan sé háð breytingum (þótt ótrúlegt sé innsk. blmanns.).

Helsta ástæðan þar er að Tesla hefur ekki enn gefið út endanlega útgáfu pallbílsins. Engu að síður er tekið við pöntunum og innáborgunum.

Með því að greiða litla 5000 dollara inná núna getur þú lækkað verðið um 20% og verið að ná þér í nýtísku húsbíl á um 40 þúsund dollara – en þú þarft að flýta þér á netið og panta því það eru aðeins 20 kvikindi boðin á því verði.

Minni innáborgun hækkar verð og boðið verður upp á meira magn slíkra bíla. Minnsta innáborgunin er reyndar 100 dollarar en þá ertu að fá bílinn á 44.995 dollara en það er kynningarverð reyndar. Verðlistaverð er 50 þús. dollarar.

Byggt á frétt Autoblog - myndir Autoblog.

Sett inn
6/4/2021
í flokknum:
Bílaheimurinn

Fleiri fréttir úr flokknum:

Bílaheimurinn

skoð allt

Skráðu þig á póstlistann okkar
Fáðu nýjustu greinarnar í pósthólfið þitt

Thank you! Your submission has been received!
Oops! Something went wrong while submitting the form.