Fimmtudagur, 9. október, 2025 @ 8:10
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Stórkostleg saga Eddu Björgvins af leigubílstjóra

Malín Brand Höf: Malín Brand
21/02/2022
Flokkar: Bílasagan
Lestími: 5 mín.
279 6
0
136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Á síðasta ári skrifaði undirrituð heilmikinn „bálk“ um starf leigubílstjórans. Fór ég yfir hundruð greina og notaði ekki allt sem ég fann og hef geymt eitt og annað til birtingar síðar. Þar á meðal er frásögn leikkonunnar Eddu Björgvinsdóttur af því þegar leigubílstjóri „bjargaði hjónabandinu“ eins og Edda komst að orði.

Þetta er í raun pistill Eddu sem birtist í „Bakþönkum“ Morgunblaðsins í mars 1990. Hún var búin að skrifa annan en… Já, notumst heldur við frásögn Eddu sjálfrar:

„Ég henti greininni sem ég var búin að skrifa fyrir Morgunblaðið mitt. Hún var með ólikindum leiðinleg og stórversnaði við hvern yfirlestur, sem raunar er sameiginlegt einkenni allra blaðagreina. Ekki það að ég hafi nokkurntíma ætlað mér að gera bakþanka Morgunblaðsins að skrýtludálki,“ skrifar Edda Björgvinsdóttir og heldur áfram:  

„Viðfangsefnið átti að vera umferðin og ég þurfti að seilast alllangt aftur i fortíðina þangað til mér tókst að kalla fram lítilsháttar atvik sem ég ímyndaði mér að gæti hugsanlega laðað fram bros hjá einhverjum — a.m.k. hjá sjálfri mér.“

Undirbúningur fyrir bíóferð

„Til sögunnar skal nefndur leigubílstjóri nokkur sem tilkvaddur tók að sér að aka okkur hjónunum í bíó fyrir margt löngu. Það var á margan hátt snöfurmannlega að þessari bíóferð staðið af hálfu okkar hjóna.

Við höfðum t.a.m. látið taka frá fyrir okkur miða eins og þá var siður, ráðið til okkar trausta og vandaða barnfóstru til að gæta barnanna og gengið úr skugga um að við hefðum meðferðis öll nauðsynleg hjálpargögn á borð við gleraugu, húslykla, heyrnartæki og skóhlífar og fleira þ.h. sem maður hefur vanalega með sér í bió.

Ennfremur höfðum við lesið barnfóstrunni pistilinn en hann hljóðar einhvernveginn svona [uppsetning og leturbreyting blaðamanns]:

Muna að skilja aldrei við opinn eld á hlóðum.

Ekki geyma eiturefni og sterk lyf á glámbekk.

Sjá til þess að sonur okkar skríði ekki út um eldhúsgluggann.

Fylgjast með því að hann gleypi ekki stóra hluti sem gætu staðið í honum t.d. símatæki eða inniskó föður síns.  

Gæta þess grannt að hann stingi sjálfum sér ekki í samband við uppþvottavélina eða sjónvarpið.

Alls ekki að hleypa neinum inn jafnvel þó viðkomandi segist vera amma barnanna okkar o.s.frv.“

Bílskrjóðurinn vildi ekki í bíó

„Semsé allt klappað og klárt, börn og fullorðnir tiltölulega sáttir og allir á okkar bandi nema bílskrjóðurinn okkar sem hafði þegar til átti að taka engan áhuga á að fara með okkur i bíó þetta kvöld, sat sem fastast í rennusteininum utan við húsið okkar og glotti sínu tékkneska þrákelknisglotti.

Klukkan að verða níu, málgefinn eiginmaður minn orðinn ískyggilega þögull og alvörugefinn og fátt annað skynsamlegra en að hringja i „prívatbíl“ eins og faðir minn er vanur að kalla leigubifreiðir. Og meðan við biðum náðum við að kveðja börnin upp á nýtt, fara aftur í gegnum hjálpargögnin og endurflytja barnfóstrunni almannavarnapistilinn. Það var þá sem þessi ágæti leigubilstjóri kom til sögunnar og á slaginu níu sátum við í „prívatbílnum“ hans fyrir utan Laugarásbíó.“

Aðalmyndin í Laugarásbíói á þessum tíma var Aftur til framtíðar. Ætli hjónin hafi séð hana?

„Ég ætla ekki að fara út í það hér að lýsa mjög náið stemmningunni i aftursætinu þegar ég var búin að leita i heilar tíu mínútur að peningum! Leigubílstjórinn þagði mjög kurteislega. Maðurinn minn þagði Iíka þunnu hljóði en virtist þó hafa ráðið með sér að taka þessu með stillingu. Samt fannst mér ekki örgrannt um að það djarfaði fyrir óvildarglampa i augnaráði hans þegar klukkan var farin að nálgast hálftíu en það var einmitt þá sem ég afréð að gefast upp enda var andrúmsloftið orðið svo þykkt þarna aftan til í leigubílnum að það hefði mátt skera það í sneiðar.

Gjaldmælirinn gamli. Myndir úr safni blaðamanns.

Þá sneri leigubílsstjórinn sér við í sætinu, brosti til ókkar og sagði vingjarnlega: „Gleymdirðu veskinu? Ekkert mál, ég lána ykkur bara fyrir bílnum.“ Ég þakkaði manninum hjartanlega fyrir og var í þann veginn að rjúka upp um hálsinn á honum þegar maðurinn minn tók fram fyrir hendurnar á mér og hvíslaði hranalega að mér að við hefðum enga tryggingu fyrir því að stúlkurnar í miðasölunni hefðu jafn göfugt hjartalag og leigubílstjórinn og okkur væri því hollast að koma okkur heim.

Þá sagði þessi hugþekki leigubílstjóri: „Ykkur vantar vitaskuld líka fyrir biómiðunum. Það er ekkert mál heldur.“ Síðan dró hann upp veskið sitt, rétti okkur nokkrar spírur og sagðl: „Góða skemmtun“ og áður en við gátum áttað okkur ók þessi engill á brott og veifaði okkur i kveðjuskyni.

Siðan þetta gerðist hef ég ævinlega haft sterkar taugar til allra leigubilstjóra. Enda svo sem engin furða; einn þeirra bjargaði jú hjónabandi mínu.“

Fleiri greinar um magnaða leigubílstjóra:

Starf leigubílstjórans fyrr og nú: Fyrsti hluti

Starf leigubílstjórans: Annar hluti

Starf leigubílstjórans: Þriðji og síðasti hluti

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Fyrri grein

10 mest seldu bílar sögunnar

Næsta grein

Einn af 2.606 – kominn á Ystafell

Malín Brand

Malín Brand

Akstursíþrótta- og blaðamaður

Svipaðar greinar

Flaggskipið Ranger Rover SV klætt í svart í tilefni afmælisins

Flaggskipið Ranger Rover SV klætt í svart í tilefni afmælisins

Höf: Pétur R. Pétursson
13/09/2025
0

Land Rover á Íslandi fær innan fárra vikna í sýningarsalinn við Hestháls glæsilega nýja útgáfu af flaggskipi merkisins, sem ber...

Bíll byggður á Hyundai Concept Three kemur á markað árið 2026

Bíll byggður á Hyundai Concept Three kemur á markað árið 2026

Höf: Jóhannes Reykdal
11/09/2025
0

Hyundai stefnir að markaði lítilla rafbíla í Evrópu með rafknúnum hlaðbak með Ioniq-merkinu MÜNCHEN — Hyundai stefnir að því að...

Algjör veisla fyrir rúntara

Höf: Pétur R. Pétursson
12/07/2025
0

Við tókum Guðfinn Eiríksson, stjórnarmann í Bílaklúbbnum Krúser, tali eftir þáttöku hans á Västerås Summermeet sem fram fór fyrir skömmu...

Af hverju er merkið á Audi fjórir hringir?

Af hverju er merkið á Audi fjórir hringir?

Höf: Jóhannes Reykdal
23/06/2025
0

Audi var stofnað árið 1909 en fékk ekki fjóra hringi fyrr en árið 1932. Við skoðum söguna… Ef einhver segði...

Næsta grein
Hættulegasta malbikið á landinu?

Hættulegasta malbikið á landinu?

Segðu okkur hvað þér finnst! Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Bílaframleiðsla

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

08/10/2025
Bílaheimurinn

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

08/10/2025
Bílaframleiðsla

Hugmyndabíllinn Dacia Hipster

07/10/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.