Solla orðin að alvöru ökutæki

Solla, eða Sally, úr teiknimyndinni Cars er tilbúin. Porsche 911 Sally Carrera Edition er alveg spes útgáfa sem verður boðin upp eftir viku. Nú kann einhver að segja að þetta sé nú frekar fyrir krakka en fullorðna. Það er einmitt málið og til þess er leikurinn gerður.

Sally verður boðin upp þann 20. ágúst hjá RM Sotheby´s og fá börn fá að njóta góðs af því að Solla, eða Sally eins og hún heitir í raun og veru, seljist fyrir fúlgur fjár.

Af hverju? Jú, því allur ágóði rennur til Flóttamannastofnunar SÞ og  Girls Inc. og verður aurinn notaður til að mennta börn sem ekki eiga greiðan aðgang að menntun.

911 Sally Carrera Edition er afrakstur 10 mánaða samstarfs Pixar og Porsche. Hér eru þær, Sollurnar tvær: 

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Sett inn
12/8/2022
í flokknum:
Bílaframleiðsla

Fleiri fréttir úr flokknum:

Bílaframleiðsla

skoða allt

Skráðu þig á póstlistann okkar
Fáðu nýjustu greinarnar í pósthólfið þitt

Thank you! Your submission has been received!
Oops! Something went wrong while submitting the form.