Fimmtudagur, 8. maí, 2025 @ 1:02
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Skellinöðrufaraldurinn og Hannes á horninu

Malín Brand Höf: Malín Brand
03/01/2022
Flokkar: Bílasagan
Lestími: 4 mín.
273 14
0
137
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Það var sumum íbúum Reykjavíkur nokkurt áhyggjuefni árið 1954 hversu margir unglingar virtust bókstaflega „helteknir“ af skellinöðrufaraldri sem geisaði. Það var í það minnsta mat Hannesar á horninu sem skrifaði töluvert í Aþýðublaðið um „faraldurinn“.

Hver var Hannes á horninu?

Byrjum þó á því að kynna Hannes á horninu, því ekki er víst að allir hafi heyrt hans getið. Vilhjálmur S. Vilhjálmsson (1903 – 1966) var blaðamaður og rithöfundur (skrifaði m.a. endurminningar langafa og langömmu undirritaðrar enda hafði hann gaman af spes fólki!). Hann skrifaði pistla sem birtust daglega í Alþýðublaðinu og skrifaði hann þá undir dulnefninu Hannes á horninu.

Pistlarnir voru vinsælir og skrifaði Vilhjálmur þá frá árinu 1937 til ársins 1966, eða allt til dauðadags. Hannes á horninu hafði sterkar skoðanir og fengu lesendur innsýn inn í skoðanaheim hans gegnum daglega pistlana.

Í minningarorðum um Vilhjálm á vef Blaðamannafélags Íslands segir um dálkinn sem Hannes á horninu (Vilhjálmur) hafði umsjón með:  „Hann var í senn vettvangur fyrir almenning til að koma á framfæri skoðunum sínum, umkvarti, lofi og lasti og jafnframt leið fyrir Vilhjálm sjálfan til að koma á framfæri áhugamálum sínum.“

Bílar, umferð og akstur

Oftar en ekki hafði Hannes á horninu eitthvað um akstur og aksturstengd mál að segja. Af nægu er að taka því pistlarnir urðu mörg þúsund talsins. Sagði í Alþýðublaðinu í október 1959 (þegar pistlarnir höfðu birst í blaðinu um 22ja ára skeið) að pistlarnir væru orðnir sex þúsund og sex hundruð talsins!

Og enn átti hann eftir að skrifa í sjö ár til viðbótar.

Það var þann 30. apríl 1954 sem pistillinn um skellinöðrufaraldurinn í Reykjavík birtist í Alþýðublaðinu.

Hófst hann svona: „SKELLINÖÐRUFARALDUR geisar í Reykjavík. Á þessu vori hefur hann í fyrsta skipti gert verulega vart við sig. Ef til vill áttið þið ykkur ekki á því hvað það er, sem ég kalla skellinöðrufaraldur.

Ég á við vélhjólafaraldurinn, sem nú hefur heltekið unglingana.“

Óværa frá Danmörku og próflausir krakkar

Blaðamanninum var síður en svo skemmt og taldi hann „faraldurinn“  grábölvaðan og líklegast að hann hefði borist til landsins frá Danmörku.

Úr vörulista Kreidler frá 1954

Þótti honum ótrúlegt að íslenska lögreglan úthlutaði númerum sem strákbjálfarnir settu á skellinöðrurnar: „Ekki virðist þó að nein réttindi eða próf þurfi til að fá að skellast á þessu um göturnar,

því að krakkar, sem varla kunna enn að snýta sér, spóka sig á þessu, reka allt úr vegi og spana í umferðinni.“

Algjör plága

Hannes á horninu átti eftir að skrifa marga pistla um skellinöðrurnar á næstu mánuðum og árum en í greininni sem hér er vitnað í segir hann að þetta farartæki hafi fengið unga drengi til að ofmetnast.

„Því að plága er þessi skellinöðrufaraldur, ekki kannski eingöngu vegna þess, að þetta er mikil viðbót við umferðaröngþveitið, sem sízt mátti á bæta, heldur vegna óprúttni og glannaskapar stráklinganna, sem þykjast heldur en ekki orðnir menn með mönnum þegar þeir eru búnir að fá þetta í klofið.“

Og í desember 1954 þegar „nýja hættan“ var loks viðurkennd og frumvarp um skellinöðrur lá fyrir Alþingi var samt allt vont.

Ógeðsleg reiðhjól með hjálparmótor

En þetta var ekki í fyrsta skipti sem Hannes á horninu fjallaði um þessi farartæki sem unglingarnir virtust óðir í árið 1954.

Einu og hálfu ári fyrr, eða í desember 1952 skrifaði hann um „villidýr“ nokkur sem hann sagði að væru „ógeðslegar skellinöðrur“ eins og sjá má hér:

Blessaður karlinn, hann Vilhjálmur heitinn, talaði (skrifaði) fyrir daufum eyrum, að því er virðist, en áfram hélt hann að skrifa um pláguna og faraldurinn.

Illa var honum við skarkalann og skellina í nöðrunum en maður vill varla hugsa sér hvert hann hefði farið, hefði hann upplifað nútímann: Hljóðlausar skellinöðrur sem koma aftan að fólki á gangstígum o.s. frv.

Nei, þá hefði hann nú eflaust frekar kosið hávaðann.

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Fyrri grein

Svona er Porsche málaður!

Næsta grein

Græðir þú á því að kaupa gráan bíl?

Malín Brand

Malín Brand

Akstursíþrótta- og blaðamaður

Svipaðar greinar

Ford Pinto, elskaður og hataður

Ford Pinto, elskaður og hataður

Höf: Pétur R. Pétursson
08/04/2025
0

Ford Pinto var svar Ford Motor Company við vaxandi samkeppni frá japönskum og evrópskum smábílum á sjöunda áratugnum. Pinto var...

1969 BMW 2000CS – klassískur kúpubakur!

Höf: Pétur R. Pétursson
09/03/2025
0

BMW 2000CS er hluti af „Neue Klasse“ línunni frá BMW og var framleiddur frá árinu 1965 til 1969. Þetta var...

Hvað er „sportjeppi“? Við höfum svarið … eða þannig

Hvað er „sportjeppi“? Við höfum svarið … eða þannig

Höf: Jóhannes Reykdal
16/02/2025
0

En umræðurnar halda áfram..... Ein umdeildasta umræða í bílaheiminum er um skilgreininguna á SUV („Sport Utility Vehicle”) sem við hér...

1987 Ford Sierra RS500 Cosworth

1987 Ford Sierra RS500 Cosworth

Höf: Pétur R. Pétursson
01/02/2025
0

150.0000 pund er verðið sem eigandinn vill fá fyrir gripinn 27.000 mílur - aðeins þrír eigendur frá upphafi Númer 39...

Næsta grein
Græðir þú á því að kaupa gráan bíl?

Græðir þú á því að kaupa gráan bíl?

Umræður um þessa grein

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Bílaframleiðsla

Nýr Jeep Compass stækkar og bætir við valkostum í drifrásum

07/05/2025
Álit

Peugeot E-5008 GT – sjö sæta bíll með nægu plássi!

07/05/2025
Bílaframleiðsla

Volkswagen vakti mikla athygli í Kína

02/05/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.