Föstudagur, 10. október, 2025 @ 7:29
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Sanntrúaða bílafólkið

Jón Helgi Þórisson Höf: Jón Helgi Þórisson
25/10/2021
Flokkar: Bílaheimurinn
Lestími: 2 mín.
267 17
0
136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Frá því að ég man eftir mér þá hefur alltaf verið til fólk sem ég vissi um, kannaðist við eða þekkti, og frændfólk sem hefur tekið þvílíku ástfóstri við eitthvað tengt bílum. Svo er enn.

Við erum ekki að tala um almenna bíladellu hér, alls ekki. Við erum að tala um eitthvað sem nálgast trúarbrögð.

Í sumum tilfellum gæti maður ímyndað sér að fólkið sem er verst haldið af þessum kvilla sé að ræða baráttu hins góða við hið illa þegar það predikar yfir þér um átrúnaðinn sinn.

Stundum myndast einskonar trúarsöfnuðir þegar „trúbræðurnir“ koma saman. „Fagnaðarerindinu“ er dreift út um allt og alltaf og hæðst að og gert lítið úr öllum þeim sem hafa ekki sömu trú.

Beturvitarnir

Þetta getur orðið annað hvort grátbroslegt eða pirrandi eftir því hvernig maður er stemmdur eða hvaða „trú“ maður hefur sjálfur.

Þetta fyrirbæri snýst gjarnan um hvaða bílategundir eru bestar og verstar, hvaða land framleiðir bestu bílana og þá fylgir gjarnan óverðskuldað hatur á einhverju öðru bílaframleiðslulandi. Þetta getur líka snúist um hver sé besti orkugjafinn. Sá sanntrúaði sér aldrei neitt athugavert við það sem hann trúir á en getur fundið öllu öðru allt til foráttu. Þessi karakter er mjög oft beturviti.

Þó það sé auðveldlega hægt að sjá spaugilegar hliðar á þessu þá fylgja trúnni líka alvarlegar hliðar. Rök víkja gjarnan fyrir réttlætingu og tilfinningum, skynsemi fyrir óskhyggju og oftrú á óskeikanleika þess sem trúað er á, o.s.frv.

Trúarerjur og illdeilur

Stundum hefjast rökræður eða rifrildi á milli mismunandi trúarhópa. Sá sem vinnur rökræðurnar er gjarnan álitinn hafa rétt fyrir sér af trúbræðrunum. En af því að söfnuðurinn hefur blinda trú og glápir of mikið á blindandi ljósið fer það alveg fram hjá þeim að þeirra fulltrúi vann bara rökræður en það er hægt þó bulli sé  haldið fram.

Svona trú er ekki bundin við bíla þetta getur átt við allt mögulegt. En niðurstaðan er alltaf sú sama, þetta leiðir til þröngsýni.

Ég er ekki barnanna bestur í þessu, hef oft verið þessi sanntrúaði og trúað einhverju sem sagt er um einhverja bílategund, hlustað t.d. á lofræður um bíltegundir og níð um aðrar og trúað því sem ég heyrði. Svo sannreyndi ég síðar að hvorugt var alveg rétt. Reyndust að mestu vera tröllasögur þegar á reyndi. En bílar og allt annað hefur sína kosti og galla. En þegar maður „sér“ (villu-)ljósið og gengur í söfnuðinn þá hættir maður að sjá það.

Ég er stöðugt að minna mig á það að detta ekki í þetta far aftur svo ég geti séð hlutina eins og þeir eru en ekki í einhverjum hillingum.

Hvað með þig lesandi góður ert þú svona eða þekkir þú þessa týpu?

Fyrri grein

Nýr Renault Megane eVision kynntur

Næsta grein

Rafbílar tæplega fimmtungur sölu í ESB

Jón Helgi Þórisson

Jón Helgi Þórisson

Bifvélavirki og blaðamaður

Svipaðar greinar

Nýr Kia PV5 mun keppa við VW ID Buzz

Nýr Kia PV5 mun keppa við VW ID Buzz

Höf: Jóhannes Reykdal
09/10/2025
0

Kia keppir við VW um forystu í markaðssetningu rafknúinna fólksflutningabíla SEÚL — Volkswagen ID Buzz, söluhæsti meðalstóri fólksflutningabíll Evrópu, mun...

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

Höf: Jóhannes Reykdal
08/10/2025
0

Eftir meira en áratug á markaðnum er Kia Soul að hverfa á braut. Kia hefur staðfest að framleiðslu Soul lýkur...

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

Höf: Pétur R. Pétursson
08/10/2025
0

FSD stenur fyrir „full self driving” Útgáfa 14.1 er stærsta FSD uppfærsla í eitt ár FSD 14.1 hefur einnig nokkrar...

Hugmyndabíllinn Dacia Hipster

Hugmyndabíllinn Dacia Hipster

Höf: Jóhannes Reykdal
07/10/2025
0

Sagður endurskapa smárafbílinn þar sem ESB íhugar nýjar reglur um smábíla MEUDON, Frakkland — Dacia segir að Hipster hugmyndabíllinn þeirra,...

Næsta grein
Rafbílar tæplega fimmtungur sölu í ESB

Rafbílar tæplega fimmtungur sölu í ESB

Segðu okkur hvað þér finnst! Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Bílaframleiðsla

Nýr Kia PV5 mun keppa við VW ID Buzz

09/10/2025
Bílasýningar

Nýr og alrafmagnaður Kia EV4 frumsýndur um land allt

09/10/2025
Bílaframleiðsla

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

08/10/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.