Núna er vetrartímabilið senn að renna sitt skeið og eftir nokkra daga stöndum við sem höfum verið að nota sérstök vetrardekk frammi fyrir því að skipta um og setja sumardekkin undir.

Í tilfelli þess sem þetta skrifar þarf að setja ný sumardekk undir, og þá stend ég frammi fyrir þeirri spurningu – hvaða dekkjastærð vil ég fá undir minn Jeep Compass?

Hann er í dag á 235/55 R18 negldum vetradekkjum, en á öllum mínum jeppum í gegnum árin hef ég reynt að vera með eins stór dekk og bíllinn leyfir hverju sinni, til að fá meiri mýkt í akstrinum.

Núna stend ég frammi fyrir því að setja örlítið „stærri“ sumardekk undir bílinn, 235/60 R18, og fór að velta fyrir mér hver munurinn væri í raun.

Stærðarmunur á 235/60 R18 og 235/55 R18 dekkjum

Við fyrstu sýn er munurinn nánast enginn, eiginlega bara 3% en útkoman er aðeins meiri veghæð og „meira gúmmí“ sem bíllinn stendur á á götunni í akstrinum.

Hér er að ofan er samanburðartafla á milli eldra og nýja dekksins

Hér að ofan er samanburður á milli dekkjanna tveggja

Í dekkjasamanburðartöflunni hér að ofan má sjá ítarlegan útreikning á stærðarmun á 235/60 R18 og 235/55 R18 dekkjum.

Útreikningsniðurstöðurnar eru sýndar í formi sjónrænna upplýsingamynda, þar sem dekk með stærð 235/60 R18 er efst og dekk með stærð 235/55 R18 að neðan. Bæði í töflunni og á línuritinu eru dekkin borin saman samkvæmt eftirfarandi vísbendingum: Heildarþvermál, hlutabreidd, ummál, hliðarhæð og bil út í hjólskál.

Einnig reiknar netforritið út muninn á raunhraða- og hraðamælalesningum ef munurinn á dekki 235/60 R18 og dekki 235/55 R18 er marktækur.

Mikilvægt að huga að breytingu í álestri hraðamælis

Eitt af því sem breytist við það að setja stærri eða minni dekk undir bílinn, er sú staðreynd að hraðamælirinn sýnir ekki alveg rétta tölu varðandi hraða. Myndin hér að neðan sýnir breytinguna:

(byggt á grein á tire-calc.com og fleiri vefsíðum)

Sett inn
25/3/2022
í flokknum:
Tækni

Fleiri fréttir úr flokknum:

Tækni

skoða allt

Skráðu þig á póstlistann okkar
Fáðu nýjustu greinarnar í pósthólfið þitt

Thank you! Your submission has been received!
Oops! Something went wrong while submitting the form.