Þriðjudagur, 19. ágúst, 2025 @ 16:57
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Rallýbíllinn er fundinn!

Malín Brand Höf: Malín Brand
14/11/2021
Flokkar: Bílaheimurinn
Lestími: 5 mín.
271 14
0
136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Jæja, það kom þá að því. Hann er fundinn, og ég vissi ekki að ég væri að leita að honum. Nóg um það! Citroën 2CV rallýbíll: Fórhjóladrifinn, sögufrægur og alls konar fleira. Hann er til sölu.

Hvað sem manni kann að finnast um bílinn þá vekur hann óneitanlega athygli hvar sem hann „er“ eða fer um. Ég skrifaði „er“ því við eigum rallýbíl sem stendur, og hefur gert í nokkurn tíma, úti í garði og þar vekur hann eflaust athygli, en ekki þá athygli sem æskileg er.

Hvaða vitleysa er þetta eiginlega?

Já, hvaða ekkisens bull og þvæla er þetta? Ætlar manneskjan að fá sér annan bíl í garðinn? Nei, það er nú ekki á dagskrá og ekki heldur að fá sér annan rallýbíl og setja hann í skúrinn. Ekki núna. En maður má nú láta sig dreyma smávegis.

Fyrir utan að ég er ekki viss um að þessi tiltekni Citroën 2CV verði eins fagur á að líta t.d. eftir eitt meðal rall um Djúpavatn.
?

Jú, og ekki má horfa framhjá því að bíllinn er með tvo mótora og því ekki löglegur í keppni hér en engu að síður fallegt eintak í rallýbílasafnið hjá einhverjum!

Frá Morokkó til Kanada og þaðan inn í hlöðu…

Þessi forni franski foringi á sér sögu, rétt eins og allir rallýbílar sem keppt hefur verið á. En byrjum á byrjuninni:

Bíllinn (boddíið) er frá árinu 1974 en rallýbíllinn var smíðaður í París árið 1979 af verkfræðingnum og rallaranum Jack Hanon.

Segir m.a á þessari vefsíðu hér að vinnustundirnar við smíði bílsins hafi alls verið 3000 og útkoman var m.a. fimmfalt afl miðað við upphaflega bílinn, en áður var bíllinn bara „venjulegur“ 26 hestafla 2CV. 130 hestöfl er hann og sem fyrr segir eru vélarnar tvær.

Að smíði lokinni, segir á vefnum sem vísað var í, á Hanon að hafa farið að Eiffelturninum og hringsólað þar í leit að styrktaraðilum. Það virðist ekkert hafa verið auðveldara þá en í dag, þ.e. að fá styrktaraðila, en að lokum birtist einn styrktaraðili og það var nærfataframleiðandi, segir sagan sú.

Hvað sem því líður þá keppti Hanon á bílnum sínum í hinum ýmsu röllum, þar á meðal í óbyggðum og eyðmörkinni í Norður-Afríku og Moroccan Atlas rallinu.

Eftir að hafa keppt á þessum slóðum rúman áratug hefur Hanon greinilega ákveðið að þetta væri bara orðið gott því hann seldi bílinn og dó. Hið síðarnefnda var vonandi ekki fyrirfram ákveðið en þannig var þetta nú bara, eins fúlt og það kann að vera.

Bíllinn sást ekki í rúm tuttugu ár. Ekki fyrr en árið 2014 þegar einhver „fann“ hann í gamalli hlöðu. „Lendið“ þið oft í þessu? Að hreinlega „finna“ gamla bíla? Jæja, ég skil þetta kannski þegar ég verð enn stærri.

Á þvælingi um álfuna

Bandarískur arkitekt og bílaáhugamaður keypti hlöðubílinn og lét senda hann til Citroën Andre í Hollandi. Þar var heysátunum blásið burt og bíllinn gerður klár fyrir sölu í Evrópu.

Fær maður ekki betur séð en að bíllinn hafi flakkað (örugglega á fleygiferð)  á milli uppboða síðustu árin. Dálítil leit á veraldarvefnum leiðir það í ljós.

Selst hann í kvöld?

Það verður gaman að sjá hvort einhver kaupi bílinn í kvöld en fyrirtækið Collecting Cars annast uppboðið. Því lýkur klukkan 19:50 og þegar þetta er skrifað er hæsta boð í þann franska 8.000 pund eða um 1.400.000 íslenskar krónur.

Allar upplýsingar og myndir af öllu heila gillinu er að finna hér.
?

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af því nýjasta úr bílaheiminum.

Hann er svo ólmur að fara af stað að það þýðir ekki annað en að setja múrstein við dekkið því annars væri hann eflaust þotinn af stað.
Fyrri grein

Einn af tólf Dodge Challenger, árgerð 1971

Næsta grein

Ný sérútgáfa Porsche Panamera frumsýnd í Los Angeles

Malín Brand

Malín Brand

Akstursíþrótta- og blaðamaður

Svipaðar greinar

Nýr rafknúinn Nissan Micra

Nýr rafknúinn Nissan Micra

Höf: Jóhannes Reykdal
18/08/2025
0

Nissan mun miða „glæsilegri“ rafknúinn Micra að kvenkyns kaupendum PARÍS — Nissan gaf teyminu sem var að hanna nýja rafknúna...

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

Höf: Jóhannes Reykdal
05/08/2025
0

Skuggmynd minnir okkur á að Skoda stefnir að því að sigra markaðinn fyrir rafknúna stationbíla Skoda hefur verið að framleiða...

Honda Civic hefur fengið nýtt útlit

Honda Civic hefur fengið nýtt útlit

Höf: Jóhannes Reykdal
04/08/2025
0

Með nýrri uppfærslu á Honda Civic er kynnt nýtt útlit fyrir 11. kynslóð gerðarinnar Nýi Prelude fra Honda kemur fram...

Honda N-ONE e – Lítill rafbíll með mikinn persónuleika

Honda N-ONE e – Lítill rafbíll með mikinn persónuleika

Höf: Jóhannes Reykdal
02/08/2025
0

Það er stundum gaman að fylgjast með hvernig „smábílamarkaðurinn“ í Japan þróast.   Peter Johnson hjá electrek-vefnum var að fjalla um...

Næsta grein
Smá fróðleikur um hemlavökva

Smá fróðleikur um hemlavökva

Umræður um þessa grein

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Álit

Volkswagen ID.Buzz GTX – fortíðin mætir nútímanum

18/08/2025
Bílaframleiðsla

Nýr rafknúinn Nissan Micra

18/08/2025
Bílaframleiðsla

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

05/08/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.