Polestar vekur athygli á grænni hleðslu með sólarhönnuðinum Marjan van Aubel

Polestar hefur tekið höndum saman við hollenska sólarhönnuðinn Marjan van Aubel til að taka þátt og fræða um kraft endurnýjanlegrar orku í gegnum margvíslegt efni á samfélagsmiðlum.

Flestar hversdagsvörur, allt frá húsgögnum til tannbursta, innifela kolefnisspor frá framleiðsluferlum þeirra. Þegar vörurnar eru komnar í hendur neytenda og notaðar í tilætluðum tilgangi eru þær hlutir sem gefa ekki frá sér losun og eru að lokum endurunnar eða þeim fargað.

Hið sama gæti átt við um rafknúin farartæki þar sem þau hafa möguleika á loftslagshlutlausum notkunarfasa, en aðeins ef þau eru hlaðin endurnýjanlegri orku. Auðvitað fylgja rafknúnum faratækjum, eins og öllum öðrum vörum, kolefnisspor frá framleiðslu.

Polestar vinnur stöðugt að því að draga úr kolefnisspori vara sinna.

Þessi minnkun er lykilatriði, en einnig þarf að huga að notkuninni - ef hlaðið er með endurnýjanlegri orku ætti ekki að vera nein frekari kolefnislosun við notkun bílsins.

Til að leggja áherslu á mikilvægi þess að landsnetin bjóði græna orku og til að sýna hvernig hönnun getur flýtt fyrir orkuskiptum og aukið gagnsæi frá hleðsluveitendum hefur Polestar leitað til hollenska sólarhönnuðarins, Marjan van Aubel. Marjan van Aubel hannar fyrir loftslagshlutlausa framtíð með því að sameina svið sjálfbærni, hönnunar og tækni – með það lokamarkmið að flýta fyrir alþjóðlegum orkuskiptum.

Framtakið kemur í kjölfar sýningar í Stedelijk safninu í Amsterdam fyrr á árinu 2021, þar sem Polestar fól umhverfislistamanninum Thijs Biersteker að breyta lífsferilsmati sínu í listaverk.

Niðurstaðan var gagnvirk uppsetning sem nefnist „We Harvest Wind“, sem hvatti fólk til að hugsa um stærstu áskoranir samtímans – loftslagskreppu, mengun og umskipti yfir í endurnýjanlega orku – í gegnum list.

„Það þarf enn umtalsverða innleiðingu. Sólarorka er aðeins lítill hluti raforkunnar í evrópska netinu og aðeins 34% af orkunni sem við notum kemur frá endurnýjanlegum auðlindum,“ segir Marjan van Aubel.

„En saman erum við að auka möguleikana á að framleiða orku úr vindi, vatni og sólarorku.

Hönnuðir eru líka að koma með alveg nýjar hugmyndir. Þær eru sönnun þess að við erum á góðri leið með að skapa fullkomlega endurnýjanlegt orkukerfi og sannarlega sjálfbæran rafhreyfanleika.“

Lífsferilsmat Polestar sýnir greinilega að ökumenn rafbíla geta minnkað kolefnisspor bíla sinna yfir allan líftíma þeirra um helming með því að hlaða með endurnýjanlegri orku, samanborið við bensínbíl sem heldur áfram að menga meðan á notkun stendur.

Þetta gerir rafbíla að skalanlegri loftlagslausn.

„Rafbílamarkaðurinn er í örum vexti og þörf hans fyrir orku líka. Niðurstöður COP26 duga ekki; við þurfum að flýta breytingunni og sveigja ferilinn nú þegar á þessum áratug. Rafbílar eru skalanlegasta loftlagslausnin í dag.

Til að nýta möguleika sína til fulls verða stjórnvöld að hjálpa til við að veita græna orku til netsins,“ segir Thomas Ingenlath, forstjóri Polestar.

Sett inn
16/12/2021
í flokknum:
Fréttatilkynning

Fleiri fréttir úr flokknum:

Fréttatilkynning

skoða allt

Skráðu þig á póstlistann okkar
Fáðu nýjustu greinarnar í pósthólfið þitt

Thank you! Your submission has been received!
Oops! Something went wrong while submitting the form.