Laugardagur, 10. maí, 2025 @ 6:32
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Ók til Akureyrar fyrsta daginn með bílprófið

Pétur R. Pétursson Höf: Pétur R. Pétursson
22/10/2022
Flokkar: Bílasagan
Lestími: 5 mín.
284 3
0
137
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Ók til Akureyrar fyrsta daginn með bílprófið

Það var miðsumars árið 1983 að ég fékk hið langþráða bílpróf. Það gekk hins vegar ekki andskotalaust að mínu mati. Á þeim tíma lá við að ungir ökumenn biðu yfir nóttinna við dyr sýslumanns, til að vera fyrstir inn á skrifstofuna að ná í skírteinið, enda bílprófið ein mesta útvíkkun frelsis hjá sautján ára einstaklingi á þeim tíma.

Ég lærði hjá Guðmundi G. Péturssyni. Bróðir minn og pabbi könnuðust við hann og svo kenndi hann á svo fjandi skemmtilegan bíl en það var Mazda 929 hardtop árgerð 1982.

Sá var blár og stjarnfræðilega flottur á þeim tíma – allt öðruvísi en flestir aðrir bílar þess tíma.

Ég var að vinna í prentsmiðju á Höfðanum og Guðmundur sótti mig í vinnuna einn eftirmiðdag í fyrsta ökutímann. Þá hafði maður ekki ekið neitt í umferð enda enginn æfinga akstur á þeim tíma.

Mazda 929 hardtop árgerð 1982. Nákvæmlega sami litur og bíllinn sem Guðmundur ökukennari átti.

Talsvert sveittur í lófunum

Nokkuð fann ég fyrir stressi enda búinn að hlakka til þessa ökutíma í margar vikur. Guðmundur tók á móti mér og sagði mér að setjast undir stýri.

Það voru svosem ekkert mörg orðin sem sögð voru en kennarinn spurði mig reyndar hvort ég hefði keyrt eitthvað áður. Ég sagði svo ekki vera en það var nú ekki alveg satt.

Við fórum svo yfir þetta helsta – stefnuljós, hraðamælir, tengsli (kúpling), bremsa og stýri. Allt voru þetta nú atriði sem ég vissi og hélt að væri nú ekki mikið mál að nota við aksturinn.

„Jæja, þá leggjum við bara í hann sagði Guðmundur. Þá störtum við bílnum, stígðu á tengslin og snúðu lyklinum í svissinum,” minnir mig að hann hafi sagt.

Fyrsti bíllinn sem ég fékk að aka. Í minningunni er þetta einn af skemmtilegustu bílum sem ég hef keyrt (án bílprófs).

Hvað er fetill?

Svo lyftirðu fætinum hægt og rólega upp af tengslunum (kúplings pedalanum) og stígur örlítið á bensín fetilinn í leiðinni.

Ég vildi náttla ekki upplýsa ökukennarann um fávísi mína enda vissi ég ekki hvur andskotinn „fetill” væir. Auðvitað drapst á bílnum um leið.

Þetta var ekki svo auðvelt á þessum bíl eins og það var á bílnum hans pabba. Í þriðju tilraun rann svo kagginn af stað og við ókum út af bílaplaninu og að fjölförnum gatnamótum Höfðabakka og Dvergshöfða. Þá flæktust nú aðeins málin. Hvernig ætti ég að stilla saman kúplingu og inngjöf í svona mikilli umferð?

Seinna átti ég eftir að aka þarna mörgum sinnum á dag á misstórum bílum, fullhlaðna vörum.

Við ókum sem leið liggur út á Vesturlandsveg þar sem taugarnar róuðust aðeins. Hins vegar hafði ég sennilega aldrei notað öll mín skilningarvit svona ríkulega á sama tíma fyrr en í þessum fyrsta ökutíma.

Árið 1981 keyptu foreldrar mínir svona Honda Accord, beinskiptan. Sá var fyrsti beinskipti bíllinn sem ég ók. Bara nokkuð lipur í samanburði við aðra sem komu á eftir.

Stuttur prófrúntur

Leið svo tíminn og ég hafði tekið mína lögbundnu tíma. Ég hafði heyrt að þegar bræður mínir hófu sitt ökunám einhverjum árum fyrr að sumir hefðu bara tekið einn tíma til málamynda og farið svo í prófið.

Þá var umferð reyndar aðeins öðruvísi í borginni en árið 1983.

Alvarleg umferðarslys innan borgarmarkanna voru þó algeng en slysatíðni hefur lækkað mjög með betra vegakerfi og aukinni kennslu og þjálfun ökumanna.

Hvor á réttinn?

Eftir ökutíma var síðan tekið munnlegt og verklegt próf. Verklega prófið tók ég á gamlan og lúinn Mitsubishi Galant sem ég var að aka í fyrsta skipti í prófinu – enda Guðmundur ökukennari kominn í langþráð sumarfrí. Þá sat í bílnum svokallaður prófdómari, góðlegur kall frá gamla Bifreiðaeftirlitinu.

Hann bað mig að aka hring um Strandgötu og Fjarðargötu og leggja í stæði. Þar með var því prófi lokið.

Munnlega prófinu kveið ég mjög enda vinirnir sagt að þar væri spyrjandinn örugglega náungi úr hinni Austur-Þýsku öryggislögreglu Stazi.

Maður mætti inn í lítið herbergi og kallinn byrjaði bara strax að spyrja. Hann rétti upp hönd með umferðarmerki og sagði „Hvaða merki er þetta?”

Hann sýndi mér síðan mynd af bílum á gatnamótum og spurði „hvor á réttinn hér?” Svo sagði hann, „ertu viss?”

Eftir nokkrar spurningar í viðbót sagði hann svo fruntalega eins og hann nennti þessu alls ekki, „þetta er komið, þú náðir”.

Ók næstum yfir mig

Svo þurfti að bíða eftir afmælisdeginum sem var sá herrans dagur, 25 júlí 1983. Það var löng bið. Ég mætti á skrifstofu sýslumanns og fékk afhent gullfallegt bleikt ökuskírteini, skínandi nýtt og glansandi.

Að sjálfsögðu fékk ég að aka heim frá sýslumannsskrifstofunni á Strandgötu og heim.

Svona Honda Accord árgerð 1982, sami litur meira að segja, ók ég til Akureyrar fyrsta daginn með bílprófið.

Um hádegið þennan dag var síðan haldið í sumarleyfi en stráksi fékk að aka, allavega fyrsta spölinn áleiðis til Akureyrar. Mér fannst það svo hrikalega spennandi að vera treyst fyrir því að aka nánast splunkunýjum Honda Accord EXE að mér var leyft að aka lengra og lengra.

Að lokum hafði ég ekið alla leið til Akureyrar, fyrsta daginn með bílprófið. Um kvöldið er við gengum um götur Akureyrarbæjar fannst mér göturnar flæða á móti mér – enda útkeyrður eftir akstur dagsins.

Ég svaf í 18 tíma eftir þessa eldskírn.

Fyrri grein

Verður áfram smíðaður á grind

Næsta grein

Fallegasti bíllinn og af hverju?

Pétur R. Pétursson

Pétur R. Pétursson

Vefstjóri og blaðamaður

Svipaðar greinar

Ford Pinto, elskaður og hataður

Ford Pinto, elskaður og hataður

Höf: Pétur R. Pétursson
08/04/2025
0

Ford Pinto var svar Ford Motor Company við vaxandi samkeppni frá japönskum og evrópskum smábílum á sjöunda áratugnum. Pinto var...

1969 BMW 2000CS – klassískur kúpubakur!

Höf: Pétur R. Pétursson
09/03/2025
0

BMW 2000CS er hluti af „Neue Klasse“ línunni frá BMW og var framleiddur frá árinu 1965 til 1969. Þetta var...

Hvað er „sportjeppi“? Við höfum svarið … eða þannig

Hvað er „sportjeppi“? Við höfum svarið … eða þannig

Höf: Jóhannes Reykdal
16/02/2025
0

En umræðurnar halda áfram..... Ein umdeildasta umræða í bílaheiminum er um skilgreininguna á SUV („Sport Utility Vehicle”) sem við hér...

1987 Ford Sierra RS500 Cosworth

1987 Ford Sierra RS500 Cosworth

Höf: Pétur R. Pétursson
01/02/2025
0

150.0000 pund er verðið sem eigandinn vill fá fyrir gripinn 27.000 mílur - aðeins þrír eigendur frá upphafi Númer 39...

Næsta grein
Hvað er spólvörn/gripstýring?

Hvað er spólvörn/gripstýring?

Umræður um þessa grein

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Bílaframleiðsla

Nýr Jeep Compass stækkar og bætir við valkostum í drifrásum

07/05/2025
Álit

Peugeot E-5008 GT – sjö sæta bíll með nægu plássi!

07/05/2025
Bílaframleiðsla

Volkswagen vakti mikla athygli í Kína

02/05/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.