Þriðjudagur, 19. ágúst, 2025 @ 23:51
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Með semingi kemur Tesla Semi

Malín Brand Höf: Malín Brand
25/10/2021
Flokkar: Bílaframleiðsla
Lestími: 3 mín.
270 14
0
136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Flutningabíllinn Tesla Semi hefur verið á „leiðinni“ á markað í mörg ár. Og enn tefst hann um rúmt ár eða tvö til viðbótar.

Fyrst stóð til að þessi ofurkassabíll kæmi á markað 2019. Það var tilkynnt árið 2017 og var eftirvæntingin að vonum mikil eftir raftrukki sem kæmist 1000 kílómetra á hleðslunni.

Æji já, hleðslunni… Það þurfti að finna út úr nokkrum risavöxnum atriðum hvað hleðslumál varðaði.

Þess vegna var gefið út að örlitlar tafir yrðu og framleiðsla hæfist ári síðar. 2020. Það var frekar erfitt ár fyrir allt og alla, munið þið? Jæja, 2021 skyldi allt gerast. En það ár er senn á enda og hefur verið tilkynnt að Tesla Semi fari í framleiðslu árið 2023.

Seinagangur en betri bíll

Ef rétt er að „góðir hlutir gerast hægt“ þá ætti Tesla Semi að verða voðalega fínn því hægt hefur þetta gengið. En þrátt fyrir hægaganginn mun Semi komast hratt þegar hann loks kemur.

Hann á að komast úr kyrrstöðu upp í 100 km/klst á 20 sekúndum með 36 tonna farm í belgnum! Það er sko alveg grjótmagnað! Hann ætti að komast 800 kílómetra á hleðslunni, sem er styttri vegalengd en talað var um í upphafi. Verðið er áætlað 180.000 dollarar eða 23.2 milljónir króna.

Öruggasti flutningabíll „ever“

Autopilot-inn (sjálfstýringin) verður gasalega fullkominn, segja þeir (Tesla) á síðunni sinni og fullyrt er að þetta verði öruggasti flutningabíll „ever“.

Bílstjórasætið er í miðjunni, eins og sést á meðfylgjandi mynd, og ætti bílstjóri að sjá ljómandi vel úr hásætinu sínu. Bíllinn hefur lágan þyngdarpunkt og ætti bíllinn ekki að velta svo glatt.

Ekki ætlar undirrituð að hætta sér út í hleðsluútskýringar í þessu samhengi. Fyrst sérfræðingunum hjá Tesla hefur reynst erfitt að finna út úr þessu þá er best að snerta ekki á þessu rafmagnaða dóti.

Ljótt rusl eða krúttlegt kvikindi?

Fyrsta sem mér datt í hug þegar ég sá myndir af Semi voru einhverjar engisprettur sem mig minnir að ég hafi séð í teiknimyndinni Pöddulíf.

Í dag hafa tístendur (notendur Twitter) tjáð sig um útlit Semi og margir eru auk þess fúlir vegna endurtekinna tafa á framleiðslu bílsins. Þeir sem eru mikið fúlir segja oft eitthvað fúlt um útlitshönnunina í leiðinni:

„Þetta hús á bílnum er gjörsamlega úrelt. Hönnun  sem framleiðendur utan Bandaríkjanna gáfu endanlega upp á bátinn fyrir fjörutíu árum síðan,“ segir einn.

„Það er rosalega leitt að enn einu sinni hafi framleiðslunni verið frestað. En rafhlöðurnar verða vonandi enn betri og það er gott mál,“ sagði annar.

„Þvílík vanvirðing við kaupendur að svíkja loforð svona!“

Svona er þetta nú samt en gangi allt upp í Tesluhreppi þá er von á hellingi þaðan árið 2023. Cybertruck, Semi og Roadster. Bíðum aðeins lengur sjáum svo hvað gerist!

Fyrri grein

Nýr Renault Megane eVision kynntur

Næsta grein

Rafbílar tæplega fimmtungur sölu í ESB

Malín Brand

Malín Brand

Akstursíþrótta- og blaðamaður

Svipaðar greinar

Nýr rafknúinn Nissan Micra

Nýr rafknúinn Nissan Micra

Höf: Jóhannes Reykdal
18/08/2025
0

Nissan mun miða „glæsilegri“ rafknúinn Micra að kvenkyns kaupendum PARÍS — Nissan gaf teyminu sem var að hanna nýja rafknúna...

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

Höf: Jóhannes Reykdal
05/08/2025
0

Skuggmynd minnir okkur á að Skoda stefnir að því að sigra markaðinn fyrir rafknúna stationbíla Skoda hefur verið að framleiða...

Honda Civic hefur fengið nýtt útlit

Honda Civic hefur fengið nýtt útlit

Höf: Jóhannes Reykdal
04/08/2025
0

Með nýrri uppfærslu á Honda Civic er kynnt nýtt útlit fyrir 11. kynslóð gerðarinnar Nýi Prelude fra Honda kemur fram...

Honda N-ONE e – Lítill rafbíll með mikinn persónuleika

Honda N-ONE e – Lítill rafbíll með mikinn persónuleika

Höf: Jóhannes Reykdal
02/08/2025
0

Það er stundum gaman að fylgjast með hvernig „smábílamarkaðurinn“ í Japan þróast.   Peter Johnson hjá electrek-vefnum var að fjalla um...

Næsta grein
Rafbílar tæplega fimmtungur sölu í ESB

Rafbílar tæplega fimmtungur sölu í ESB

Umræður um þessa grein

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Álit

Volkswagen ID.Buzz GTX – fortíðin mætir nútímanum

18/08/2025
Bílaframleiðsla

Nýr rafknúinn Nissan Micra

18/08/2025
Bílaframleiðsla

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

05/08/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.