Jájájájá! Það voru risastórar felgur, en ekki risastór jeppadekk sem þetta snérist um allan tímann. Við höfum misskilið hvað það er að vera töff ef eitthvað má lesa út úr því sem ber fyrir augu í Ameríkunni stóru, einkum í Flórída. Þetta þótti og þykir MJÖG töff!

Um helgina fór fram í Flórída Magic Boys Eustis bílasýningin sem ég þekki ekki en get sagt með vissu að þar var mikið um „bling“ en „bling“ mun eiga við um alls kona dót sem glitrar og glampar á; dót sem krákur og hrafnar myndu krækja í ef ekki væri um níðþunga bíla og bílhluti að ræða.

Þetta er alls konar prjál, glys og tildur; dót sem snýst (sem alla jafna á ekki að snúast) og dót sem blikkar, spinnerar (felgur sko) og svo framvegis út í hið óendanlega.
Það er best ef hægt er að nota fíneríið sem spegil meðan maður stangar úr tönnunum. Þá er það nægilega glansandi. Annars tæplega.
Gull, gutl og gersemar.
Er hann ekki bara mættur? Karlinn er kominn. Mustang-baninn sjálfur, svellkaldur á ísbláum bílnum.
Þetta minnir á eitthvað úr ólukkumyndböndum þar sem börn aka á leikfangabílum yfir systkini sín meðan foreldrarnir taka allt upp á símann, hlæja eins og hross og deila svo á YouTube. Svo fara þau og tékka á krakkanum sem „kramdist“.
Ef þið skiljið ekki hvað ég á við þá er hér frekar vont dæmi:
Allt er vænt sem vel er…fjólublátt. Þarna kom sér nú aldeilis vel að hafa hvorki hent LA Lakers netabolnum né LA Lakers derhúfunni árið 1994. Allt í stíl og agalega smart.
Svo er það þessi. Sami bíll og á myndinni efst og ennþá ljótur...
Þessi gaur er nú bara á einhverju. Jú, bíðum nú við, hann er á gulum bíl!
Þessi minnir einhvern veginn á hvekktan kött sem á vantar eyru. Eins maður sér nú stundum, eða ekki…
SEMA hvað? Þessir gaurar halda bara sína eigin sýningu, „Sjáið-hvað-ég-get“ sýninguna og allir eru kátir.
Jæja, vonandi varð engum meint af „veitingunum“ en eigum við ekki bara að halda okkur við stór dekk og breytta jeppa og svoleiðis? Jú, er það ekki bara best. Held það.

Fleira andstyggilegt á hjólum:

Sjónmengun á hjólum

PT Cruiser: Getur vont versnað mikið?

Óhuggulegir spoilerar

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Sett inn
28/2/2022
í flokknum:
Bílaheimurinn

Fleiri fréttir úr flokknum:

Bílaheimurinn

skoða allt

Skráðu þig á póstlistann okkar
Fáðu nýjustu greinarnar í pósthólfið þitt

Thank you! Your submission has been received!
Oops! Something went wrong while submitting the form.