Kínversk útgáfa byggð á útliti gömlu bjöllunnar frumsýnd í Shanghai

Kínverski bílaframleiðandinn Ora, sem er undirmerki hjá GWM (Great Wall Motors) ætlar að afhjúpa Volkswagen Beetle-innblásinn rafbíl á bílasýningunni í Sjanghæ þessa dagana.

Bíllinn virðist vera aðeins lengri og breiðari en bíllinn sem hann byggir á, en það státar einnig af fjórum hurðum og stærri hjólbogum.

Miðað við að bíllinn byggi á sömu undirstöðu og önnur ökutæki í Ora línunni - nefnilega iQ, R1, R2 og Haomao - verði það líklega knúið af 35kW rafmótor sem fær orku frá 33kWh rafhlöðu.

Inni í bílnum lítur stýrið út eins og það í upphaflegu bjöllunni. Hins vegar virðist nútímalegt stafrænt viðmót og upplýsingakerfi vera samþætt í mælaborðið, ásamt loftræstingarstútum.

Fékk nafnið „Punk Cat“

Kínverska vörumerkið var með opinbera könnun til að finna nafn á bílinn. Samkvæmt (hinu alræmda og ófullkomna) Google Translate eru tiltækir möguleikar ‘Elf Cat’, ‘Punk Cat’, ‘Noble Cat’, ‘Persian Cat’, ‘Royal Cat’ og ‘Large Orange Cat’.

Niðurstaðan liggur fyrir: Nafnið valið með þessari almennu skoðanakönnun - er nú staðfest sem „Pönk köttur“.

Formlega frumsýningin í Shanghai er í vikunni, en nýjar myndir af þessum Ora rafbíl sem byggður er á Bjöllunni eru komnar á netið.

Framleiðandinn staðfestir fjögurra sæta skipulag ökutækisins, afhjúpar blómamótaða innréttingu og sýnir í fyrsta skipti tvílita græna og hvíta litasamsetningu.

Við eigum þó enn eftir að sjá framhliðarmyndir af komandi fjögurra dyra.

Útlitið vissulega innblásið frá Bjöllunni

Nýju myndirnar sýna mjög, mjög klassískt Beetle innblásið útlit, með stuðarahlífum sem spegla lögun þeirra sem notaðar voru frá fimmta áratugnum til 1967, ótrúlega svipað lúkk á framenda og mikið rétt - þetta er Bjalla.

Framljósin eru greinilega eftir fyrirmynd frægu Hella tvöföldu glereiningunum sem notaðar voru (í Bandaríkjunum) til ársins 1966 og einnig virðist sem Ora hafa verið að skoða sjaldgæf afturljósin 50/50 sem voru notuð á Ítalíu og í Ástralíu sem innblástur fyrir Punk Cat.

Sett inn
19/4/2021
í flokknum:
Bílasýningar

Fleiri fréttir úr flokknum:

Bílasýningar

skoða allt

Skráðu þig á póstlistann okkar
Fáðu nýjustu greinarnar í pósthólfið þitt

Thank you! Your submission has been received!
Oops! Something went wrong while submitting the form.