Íslandsáskorun Top Gear og Bentley

136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR

Þvílík landkynning sem Ísland fær í nýjasta YouTube myndbandi Top Gear! Þetta brakandi ferska myndband á að fjalla um Bentley Flying Spur Hybrid en þáttarstjórnandi er gjörsamlega að tryllast yfir Íslandi og landslaginu þannig að Bentley-inn fer fyrir ofan garð og neðan.

Falleg er hún, íslenska náttúran! Skjáskot/YouTube/TopGear

Ollie Marriage er sennilega toppnáungi og er líka Top Gear karl. Hann kom hingað til lands ásamt tæplega þrjátíu milljón króna eðalvagni, Bentley, og áskorunin er fólgin í því að fara þvert yfir landið á þeim orkugjöfum sem hér á landi bjóðast af náttúrunnar hendi (með nokkrum milli-handtökum mannanna).

Ollie var virkilega á yfirsnúningi yfir allri þeirri fegurð er fyrir augu bar! Skjáskot/YouTube/TopGear

Satt best að segja er Ollie ekki alveg eins og hann á að sér að vera í meðfylgjandi myndbandi- Ísland ruglar hann með fegurð sinni. En ég kann vel við þennan Íslandselskandi Ollie. Og bíllinn virðist ágætur líka, fyrir utan litinn! Hver gerir svona? Jú, Bentley.

Áskorunin og rammíslensk orka. Skjáskot/YouTube/TopGear

Jæja, njótið myndbandsins lesendur góðir!

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Svipaðar greinar