Laugardagur, 10. maí, 2025 @ 18:17
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Hvaða bílar endast lengst?

Pétur R. Pétursson Höf: Pétur R. Pétursson
30/08/2022
Flokkar: Bílaheimurinn
Lestími: 8 mín.
306 20
0
156
DEILINGAR
1.4k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Hvaða bílar endast lengst?

Hversu margir miðaldra einstaklingar muna ekki eftir því að hafa átt sinn besta bíl eða þann sem bilaði minnst, ryðgaði minnst, bílinn með besta lakkinu eða þann sem komst allt, sama hvernig viðraði.

Oft hefur þetta leitt til tilfinningaþrunginna samræðna í afmælum, fermingarveislum og kaffistofuspjalli. Hver og einn hefur sína sögu að segja um „bestu” bílana og þá er ekki smuga að malda í móinn. Hjá sumum eru þetta eins og trúarbrögð.

Citroen þóttu öðruvísi. Það þurfti meira að segja öðruvísi tól til að gera við þá en aðra bíla.

Og nýjasta dæmið um hóp sem telja sig eiga yfirburðarbíla eru rafbílaeigendur – og þá sérstaklega Tesla eigendur sem gjörsamlega tapa sér ef einhver vogar sér að nefna eitthvað sem eigendum passar ekki að heyra. Þræði um þetta má finna á Facebook síðum eins og Rafbílaspjallið eða Rafbílar á Íslandi og sumir eru ansi hreint skemmtilegir.

Þeir sem eiga Tesla eru afar ánægðir bíleigendur.

Umræður grasrótarinnar eru af því góða og þær sýna skýrt hvað er að skora hæst hverju sinni. Í dag eru það rafbílar en árið 1966 voru það ef til vill þýskir sportbílar eða amerískir kaggar eða sænskir Volvoar?

Í gamla daga (ég er 55 ára) heyrði maður, Fiat er drusla, ryðgar um leið og þú sækir hann í umboðið, Peugeot, Citroen og Renault eru allt bílar sem allt snýr öfugt í enda franskir. Skoda er ýmist ódrepandi eða handónýtur, Moskvits og Lada voru búnir til úr afgöngum frá öðrum bílaframleiðendum og Ssangyoung Musso væri bara drusla sem dygði nú ekki lengi. Það fyndnasta er að það eru enn Mussoar á götunum úr fyrstu sendingu Benna af þeim bílum.

Citroen Braggi.

Talandi um árið 1966

Einn mest ekni bíll í heimi er einmitt frá árinu 1966. Goðsagnakenndur kaggi sem rataði í eiganasafn James Bond og Dýrðlingsins (e.The Saint). Það er hins vegar ansi venjulegur einstaklingur að nafni Irvin Gordon sem á einn mest ekna bíl í heimi, Volvo P1800, tveggja dyra og rauður en hann hefur ekið bílnum yfir 3 milljónir míla. Annað atriði varðandi þennan bíl – og það kannski pínu fáránlegt er að kúplingin entist 450 þúsund mílur. Flestar kúplingar eru steindauðar um 100 þúsund mílur eða fyrr – en allt eftir því hvernig hugsað er um bílinn.

Hér stillir Irvin sér upp við glæsilegan Volvoinn.

Irvin passar vel upp á olíu og skiptir reglulega eða um 3000 mílna frestir. Annars hefur ekkert þurft að gera fyrir þennan Volvo annað en hefðbundið viðhald á slithlutum.

Annar bíll frá sama ári er þýskur. Sá er Mercedes-Benz 250 og árið 2014 var hann skráður ekinn um 1,2 milljónir míla. Sá sem keypti bílinn nýjan var Bandaríkjamaður sem ók bílnum um 877 þúsund mílur. Eftir lát upprunalega eigandans tók fjölskyldan bílinn að sér og ók honum yfir milljón mílna markið. Reyndar þurfti bílinn aðeins meira viðhald en Volvoinn hér að ofan en ekur enn (þegar síðast var vitað).

Fallegur Benz 250 sem hefur yfir 1,2 milljónir míla á mælinum.

Árið 2004 hafði Gregorios Sachinidis nokkur ekið 1976 árgerð af Mercedes-Benz 240 yfir 2.850 þúsund mílur og var því í öðru sæti yfir þá sem ekið höfðu hvað mest.

Þessi Benz er ekinn um 4.600.000 kílómetra.

Hann var leigubílstjóri og notaði bílinn einng sem einkabíl. Að launum fékk Gergorios nýjan C-Class frá Mercedes í staðinn fyrir 30 ára gamla leigubílinn sinn sem nú hvílir lúið boddý á safni Mercedes í Þýskalandi.

Nokkrir Amerískir hafa líka staðið sig vel

Lincoln Town Car komst í fréttirnar árið 2009 á CNN. Ástæðan var að eigandinn hafði náð að aka bílnum 1.3 milljónir míla. Tekið skal fram að svona bíll er að eyða um 18-20 lítrum á hundraðið. Þessi bíll hafði ekki, á þessum tíma, þurft neinar stórar viðgerðir.

Sá lukkulegi (eigandinn) sagðist aðallega keyra sér til skemmtunar og hefði farið mörgum sinnum frá heimaslóðum sínum í Kansas vítt og breitt, þvers og kruss um öll Bandaríkin. Maður sem sannarlega elskar að keyra!

Samskonar Lincoln Town Car og var ekið yfir 1.300.000 mílur.

Kanadamaður einn, Joseph Vaillancourt átti 1963 árgerðina af Plymouth Fury. Joseph ók þessum Plymma nánast allan sinn feril sem leigubílstjóri í Montreal. Hann hafði náð að aka bílnum 1.620 þúsund mílur árið 1999. Upp á þessa tölu vantaði aðeins 264 kílómetra til að bíllinn yrði skráður í Heimsmetabók Guinnes.

1963 Plymouth Fury.

Því miður klikkaði það því Plymouthinn var keyrður í klessu af vörubíl sem ók á móti rauðu ljósi. Sem betur fer lifði Joseph þessi slysið af en bíllinn var ónýtur.

Bjalla sem fékk ekki að deyja

Albert Klein var maður sem bjó í Kaliforníu. Sá keypti sér forláta splunkunýja Bjöllu árið 1963. Á 24 árum ók Klein þessi Bjöllunni 1.620 þús. mílur.

Það gekk þó ekki andskotalaust fyrir sig því á þessum tíma var skipt sjö sinnum um vél, þrisvar um gírkassa og hann sleit um 150 hjólbörðum.

Ein gömul og góð.

Eigandinn sem líklega gæti hafa verið haldinn þráhyggjusjúkdómi skráði einnig niður viðhaldskostnað og eldsneytiseyðslu allan tímann. Það kostaði hann um 38 þúsund dollara að kaupa um 35.600 gallon af bensíni til að ná yfir milljón mílna markið.

Skoda Octavia 1959

Foreldrar mínir eignuðust einn svoleiðis fyrir mína tíð. Í fjölskyldunni glettist heimilisfólkið á því að bræður mínir tveir og mamma hefðu verið meira fyrir aftan bílinn en inni í honum – því alla jafna þurfti að ýta tíkinni í gang. Þessi bíll míglak einnig.

Verkstæðismenn hjá Skoda létu loka sig inni í skotti bílsins meðan sprautað var vatni yfir hann til að sjá hvar lekinn væri.

Samt ferðaðist fjölskyldan á þessu skrani vítt og breitt um landið (það hefur verið þegar allt lék í lyndi í vélarrúmi Skodans) – sérstaklega Vestfirði þar sem vegir voru afleitir og eru sennilega enn. Skodinn var síðan seldur upp á Akranes – en þá var búið að skipta um nánast allt í vél nema blokkina. Eigandinn á Akranesi átti bílinn um árabil og bilaði hann aldrei.

Þennan Skoda Octavia árgerð 1959 fluttum ég og bróðir minn, Magnús Pétursson inn frá Tékklandi árið 2007. Hann var síðan seldur til uppgerðar.

Þeir áreiðanlegustu

Japönum hefur tekist að halda áreiðanleikaskorinu háu á þeim bifreiðum sem þeir framleiða. Til dæmis eru Toyota, Honda og Lexus í toppsætunum á síðustu tveimur áratugum síðustu aldar. Þá verma toppsætin merki eins og Mercedes, Volvo og Mitusbishi. Langoftast kemur þó vörumerki Toyota upp þegar leitað er að „most reliable cars” á veraldarvefnum.

1993 Crolla Liftback er án efa ein best heppnaðasta í gegnum tíðina.

Síðustu ár hafa merki eins og Kia og Hyundai komið inn á topp fimm listann yfir áreiðanlegustu bílamerkin. Volkswagen merkið hefur ávallt verið þekkt fyrir gæði og vermir sæti ofarlega á lista yfir áreiðanlega bíla.

Honda Civic er á lista yfir áreiðanlegustu bílana.

Það er næsta öruggt að kínverskir framleiðendur fara að sjást á listum yfir áreiðanlegustu bíla í heimi.

Endilega deilið reynslu ykkar með okkur hjá Bílablogg.is yfir einstaka og ofurekna bíla sem þið þekkið til á netfangið bilablogg@bilablogg.is

[Birtist fyrst snemma árs 2022]
Fyrri grein

Mótorhjóla…strætó?

Næsta grein

Sprenghlægilegur kappakstur aftur á bak

Pétur R. Pétursson

Pétur R. Pétursson

Vefstjóri og blaðamaður

Svipaðar greinar

Nýr Jeep Compass stækkar og bætir við valkostum í drifrásum

Nýr Jeep Compass stækkar og bætir við valkostum í drifrásum

Höf: Jóhannes Reykdal
07/05/2025
0

FIESOLE, Ítalíu — Jeep vonast til að nýja kynslóð Compass jeppans muni stækka viðskiptavinahóp forvera síns, bæta við rafknúinni útgáfu...

Volkswagen vakti mikla athygli í Kína

Volkswagen vakti mikla athygli í Kína

Höf: Jóhannes Reykdal
02/05/2025
0

Volkswagen leggur mikið kapp á að vera áberandi fyrir kínverska bílakaupendur. Á bílasýningunni í Sjanghæ sýndi framleiðandinn þrjá nýja hugmyndabíla....

VW gæti hleypt af stokkunum rafbílum með lengri drægni í Evrópu, segja stjórnendur

VW gæti hleypt af stokkunum rafbílum með lengri drægni í Evrópu, segja stjórnendur

Höf: Jóhannes Reykdal
29/04/2025
0

SHANGHAI — Volkswagen Group hyggst kynna tækni með lengri drægni fyrir evrópskan markað (sem nefnd er EREV) , sagði Martin...

Nýr Mercedes Vision V Concept forsýnir framtíð lúxus fjölnotabíla

Nýr Mercedes Vision V Concept forsýnir framtíð lúxus fjölnotabíla

Höf: Jóhannes Reykdal
28/04/2025
0

Mercedes Vision V Concept forsýnir úrval af ofurlúxus fólksflutningabílum sem líta út fyrir að vera tilbúnir í framleiðslu, en sá...

Næsta grein
Sprenghlægilegur kappakstur aftur á bak

Sprenghlægilegur kappakstur aftur á bak

Umræður um þessa grein

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Bílaframleiðsla

Nýr Jeep Compass stækkar og bætir við valkostum í drifrásum

07/05/2025
Álit

Peugeot E-5008 GT – sjö sæta bíll með nægu plássi!

07/05/2025
Bílaframleiðsla

Volkswagen vakti mikla athygli í Kína

02/05/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.