Miklir ofurhugar komu hingað til lands sumarið 1981 og sýndu Íslendingum ótrúlegustu aksturslistir. Einn stökk á mótorhjóli yfir fimm bíla í einu og annar ók bíl á tveimur hjólum um allan Melavöllinn, en þar fór þessi merka sýning einmitt fram.

„Aðsókn að sýningunni var mjög góð og næst munu ökuþórarnir sýna listir sínar á Akureyri,“ sagði í umfjöllun Morgunblaðsins þann 16. júní árið 1981. Myndirnar tók Gunnlaugur Ragnarsson en textahöfundar er ekki getið.

Kannast einhver við að hafa verið á sýningunni? Gaman væri að fá nánari lýsingu á þessum „góðaksturslistum“ eins og þær voru nefndar í Morgunblaðinu.
„Hann munaði ekki um það þennan að stökkva á vélhjóli yfir sex bíla [voru reyndar fimm] og lenti heilu og höldnu eftir heljarstökkið, rétt eins og hann hefði ekki gert annað um ævina,“ stóð undir þessari mynd. Eru þetta ensk bílnúmer? Kannski lesendur viti eitthvað um það.
„Trúðurinn „Booboo“ tók einnig þátt í sýningunni og ók í gegnum eld og brennistein á vélhjólinu sínu án þess að láta sér bregða.“
„Það vafðist ekki fyrir snillingunum að aka bifreiðum sínum á tveimur hjólum um allan völlinn og leika jafnframt alls konar kúnstir. Hér gerði ein stúlkan úr sýningarflokknum sér lítið fyrir og stóð á hlið bílsins a meðan honum var ekið á tveimur hjólum um völlinn.“
„Það er líklega ekki á hvers manns færi að láta draga sig á afturendanum í gegnum svona eldhaf, enda vöruðu forráðamenn sýningarinnar áhorfendur við því að reyna að leika þessar listir eftir.“
„Meðal atriða á sýningunni var heljarmikill árekstur og í þessu tilfelli fór bifreiðin kollhnís og stöðvaðist síðan á hjólunum aftur.“
„Einn ökuþóranna áritar veggspjöld sem seld voru á sýningunum fyrir unga áhugamenn,“ sagði í myndatextanum. Kannast einhver við krakkana á myndinni?

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Sett inn
12/1/2022
í flokknum:
Bílasagan

Fleiri fréttir úr flokknum:

Bílasagan

skoða allt

Skráðu þig á póstlistann okkar
Fáðu nýjustu greinarnar í pósthólfið þitt

Thank you! Your submission has been received!
Oops! Something went wrong while submitting the form.