Þriðjudagur, 19. ágúst, 2025 @ 16:45
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Fyrir 75 árum: Fyrsta bankabílalúgan opnaði

Malín Brand Höf: Malín Brand
14/11/2021
Flokkar: Bílasagan
Lestími: 3 mín.
285 3
0
138
DEILINGAR
1.3k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Við getum keypt pylsur, kókómjólk og annað snarl í gegnum bílalúgu hér á landi, og jú, apótekin maður! Nokkur apótek bjóða upp á afgreiðslu gegnum bílalúgu og það er algjör snilld! En banki með bílalúgu? Nei, ekki á Íslandi. Ekki í dag alla vega.

Það var á þessum degi, þann 12. nóvember, fyrir nákvæmlega 75 árum síðan, sem fyrsti bankinn í Bandaríkjum Norður-Ameríku bauð viðskiptavinum upp á afgreiðslu gegnum bílalúgu.

Skothelt gler milli gjaldkera og ökumanns

Á vefsíðu dagblaðsins The Mountain Eagle segir frá að þann 12. nóvember 1946 hafi Exchange National bankinn í Chicago, fyrstur allra banka, opnað bankabílalúgu.

Hvorki fleri né færri en tíu gjaldkerar stóðu vaktina í einu og afgreiddu viðskiptavini bankans með skothelt gler á milli þeirra. Pappírar og peningar fóru á milli gjaldkera og viðskiptavinar í skúffu sem rennt var eftir brautum. Renniskúffur mætti kannski kalla þessar skúffur.

Sem sjaldnast út úr bílnum

Þessari undursamlegu nýjung, bankabílalúgunni, var tekið fagnandi og varð hún fljótt að menningarfyrirbæri vestra sem breiddist út um öll Bandaríkin á undraverðum hraða.

„Þjóð á hjólum“ eða nation on wheels var nokkuð einkennandi fyrir bandarískt samfélag snemma á sjötta áratug síðustu aldar.

Ódýrt eldsneyti sem nóg virtist vera til af, fínir bílar og þægindaþankagangur fólks gerði það að verkum að best þótti að þurfa ekki að fara út úr bílnum til að sækja þjónustu og skemmtun.

Bílabíó, bankabílalúgur, beint í bílinn og allt það, hentaði býsna vel og í námunda við hraðbrautirnar var (og er) margt af þessu að finna.

Því sjaldnar út úr bílnum, því betra. Mynd/Unsplash

Fáeinum árum eftir að bankinn í Chicago tók af skarið árið 1946, opnuðu bankabílalúgur víða í Ástralíu og Bretlandi sömuleiðis. Vinsældir og eftirspurn eftir slíkum lúgum hefur ekki endilega dvínað með árunum, heldur breyst. Hraðbankar eru til víða sem hægt er að „eiga viðskipti við“ án þess að stíga út úr bílnum og án þess að tala þurfi við aðra manneskju.

Íslenskir bankar og bílalúgur

Sennilega eru dæmin tvö um bankaþjónustu gegnum bílalúgu hér á landi. HIð fyrra er Verslunarbankinn sem bauð upp á slíka þjónustu snemma á áttunda áratugnum í útibúinu að Laugavegi 172. Hitt dæmið er útibú Landsbankans að Fjallkonuvegi 1 í Grafarvogi og var sú þjónusta kynnt 1995 eins og lesa má um hér fyrir neðan:

Frétt Morgunblaðsins frá 30. september 1995.

Svo er það auðvitað þessi „nýjung“ þarna, hvað heitir þetta nú aftur? Já, heimabanki eða netbanki. Það fyrirbæri er sannarlega ógn við bankabílalúgurnar. En svei mér ef það er bara ekki í besta lagi!

Gátu menn jafnvel púað sína sígarettu meðan á afgreiðslu stóð, eins og sjá má í þessu stutta myndskeiði hér frá árinu 1957:

Fyrri grein

Einn af tólf Dodge Challenger, árgerð 1971

Næsta grein

Ný sérútgáfa Porsche Panamera frumsýnd í Los Angeles

Malín Brand

Malín Brand

Akstursíþrótta- og blaðamaður

Svipaðar greinar

Algjör veisla fyrir rúntara

Höf: Pétur R. Pétursson
12/07/2025
0

Við tókum Guðfinn Eiríksson, stjórnarmann í Bílaklúbbnum Krúser, tali eftir þáttöku hans á Västerås Summermeet sem fram fór fyrir skömmu...

Af hverju er merkið á Audi fjórir hringir?

Af hverju er merkið á Audi fjórir hringir?

Höf: Jóhannes Reykdal
23/06/2025
0

Audi var stofnað árið 1909 en fékk ekki fjóra hringi fyrr en árið 1932. Við skoðum söguna… Ef einhver segði...

Ford Pinto, elskaður og hataður

Ford Pinto, elskaður og hataður

Höf: Pétur R. Pétursson
08/04/2025
0

Ford Pinto var svar Ford Motor Company við vaxandi samkeppni frá japönskum og evrópskum smábílum á sjöunda áratugnum. Pinto var...

1969 BMW 2000CS – klassískur kúpubakur!

Höf: Pétur R. Pétursson
09/03/2025
0

BMW 2000CS er hluti af „Neue Klasse“ línunni frá BMW og var framleiddur frá árinu 1965 til 1969. Þetta var...

Næsta grein
Smá fróðleikur um hemlavökva

Smá fróðleikur um hemlavökva

Umræður um þessa grein

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Álit

Volkswagen ID.Buzz GTX – fortíðin mætir nútímanum

18/08/2025
Bílaframleiðsla

Nýr rafknúinn Nissan Micra

18/08/2025
Bílaframleiðsla

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

05/08/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.