Fjögur þúsund klukkustundir í að gera uppp Lancia Aurelia árgerð 1951

Eflaust eru ekkert margir sem leggja við hlustir þegar minnst er á Lancia.  Lancia er hins vegar gamalkunnugt vörumerki og hefur framleitt marga ofurfagra bíla.  Lancia Aurelia er hins vegar fyrsti bíllinn sem fjölda framleiddur var með V6 vél.

Svona leit bíllinn út árið 1951 þegar hann keppti fyrst.
Lancia Aurelia hefur verið einn eftirstóttasti bíllinn í geira bílasafnara sem framleiddir eru eftir seinni heimsstyrjöld.  

Aurelia var kynntur árið 1950 og bílasafnarar eru tilbúnir að greiða háar upphæðir fyrir svona bíl – sérstaklega ef hann á sér sögu, keppnissögu í kappakstri.

Thornley Kelham sem rekur bílastúdíó sem sérhæfir sig í uppgerð gamalla bíla, sagði að vellauðugur Ítali sem keppti í kappakstri hefði keypt bílinn nýjan í heimalandi sínu árið 1951. Sá hét Giovanni Bracco og byrjaði nánst strax eftir kaupin að keppa í kappakstri á bílnum.  Þetta er sagan af eintakinu sem Giovanni keypti.

Einhver hafði smíðað afturenda á Lanciuna sem líktist upphaflegu útgáfunni lítið.

Keppti í Le Mans

Giovanni varð í öðru sæti í Mille Miglia keppninni 1951, fyrsta sæti í Caracalla Night Race og varð einnig fyrstur í sínum flokki í Le Mans (12.sæti í keppninni).  Aurelia vakti þarna verðskuldaða athygli bílaheimsins og ekki síst fyrir að vera fyrsti fjöldaframleiddi bíllinn með V6 vél en Lancia hafði skorað hátt í kappakstursheiminum áður.

Endurgerðin tók alls 3 ár og um 4000 klukkustundir. Afturendinn var þrívíddarprentaður í fíber til að ná upphaflegum línum bílsins.
En saga þessa bíls tók óvænta stefnu þegar bíllinn kom til keppni í Carrera Panamericana árið 1951 en þá var búið að lækka þaklínu bílsins með því að skera ofan af bílnum. Giovanni þekkti vel til Lancia fjölskyldunnar og samdi við framleiðendurna að klippa aðeins ofan af bílnum til að minnka loftmótstöðu.

Ítalinn klessti bílinn illa á fjórða degi keppninnar, seldi hann Mexíkóskum arkitekti og fór síðan heim til Ítalíu.  Ekki er meira frá þessum Giovanni sagt í þessari sögu. Árið eftir kom bíllinn aftur til keppni í Carrera Panamerica og hafnaði í 9. sæti í keppninni. Eftir keppnina hvarf þetta eintak Lancia Aurelia sjónum manna.  Meðal áhugamanna í geiranum var talað um að annaðhvort væri bíllinn vel falinn í einhverju skúmaskoti í henni Ameríku eða hann hefði lent í pressunni og verið kraminn.

Týndur í Ameríku

Fyrri tilgátan var rétt en að sanna hana var hægara sagt en gert.  Settur hafði verið heimasmíðaður afturendi á bílinn sem var eins og á Bjöllu eftir aftanákeryslu.  Upphaflegir hlutar bílsins höfðu margir verið fjarlægðir og voru ekki til staðar þegar endurbygging bílsins hófst.  Uppgerð bílsins varð því margfalt erfiðari þar sem marga hluti þurfti hreinlega að smíða.

Thornley Kelham endurbyggði afturenda bílsins með því að þrívíddarprenta hann úr fíber efni.  Bíllinn var síðan málaður í upphaflega svarta litnum áður en hann var málaður rauður eins og hann var þegar hann keppti í Le Mans.  Að lokum var Aurelian máluð með svartri málningu en þannig var bíllinn þegar hann keppti í Carrera Panamerica.

Sætin í Aurelia voru úr grunnútgáfu Lancia Ardea með V4 vél í keppnum svo Thornley Kelham reddaði sér slíkum sætum og gerði þau upp. Að lokum var bíllinn merktur með nákvæmlega eins merkingu og þegar honum var ekið í keppnunum.

V6 vélin og fjögurra gíra gírkassinn voru algjörlega endurbyggð.  Alls tók endurgerð Lanciunnar 3 ár og 4000 klukkustundir.

„Þetta var ein erfiðasta endurbygging á bíl sem ég hef komið að”, sagði Simon Thornley meðeigandi  Thornley Kelham bílastúdíósins. Áratuga ill meðferð, breytingar og misnotkun.  Um þessar mundir eru þeir félagar hjá Thornley Kelham að endurbyggja ansi þreyttan og illa farinn bíl.  Árgerð 1930 af Alfa Romeo 6C 1750 sem keyptur var nýr af einræðisherranum Benito Mussolini en hann var akstursíþróttamaður með meiru.

Sett inn
21/4/2020
í flokknum:
Fornbílar

Fleiri fréttir úr flokknum:

Fornbílar

skoð allt

Skráðu þig á póstlistann okkar
Fáðu nýjustu greinarnar í pósthólfið þitt

Thank you! Your submission has been received!
Oops! Something went wrong while submitting the form.