Fimm árum og 60 þúsund dollurum síðar

  • Byggt á frásögn núverandi eiganda með söluyfirliti bílsins

1967 Mercedes-Benz 250SE

Upprunalegur eigandi þessa bíls lést fyrir um ári síðan. Hann varð 91 árs. Sá sem keypti bílinn af honum er búinn að taka bílinn aðeins í gegn en hann er eins upprunalegur og bíll af þessari gerð getur orðið.

Eigandi bílsins var „stórgrosser“ í LA á sjöunda og áttunda áratugnum. Hann notaði þennan bíl til og frá vinnu öll þau ár sem hann átti hann.

Hætti að keyra

Að lokum var hann orðinn svo stirður að hann átti erfitt með að umgangast bílinn. Undirritaður er nú bara á sextugsaldri og á í erfiðleikum með að stíga út úr Tesla Model 3 í sýningarsalnum hjá þeim.

Tekinn í ræmur

Þegar svo var komið að hann gat ekki notað bílinn lengur lét sá gamli endurnýja bílinn, hann var allur tekinn í sundur og allt ryð sem fannst hreinsað burt og bíllinn var málaður aftur. Vélin er 6 sílindra, 2,5 lítra bensínvél sem gefur um 170 hestöfl.

Ætlun gamla mannsins var að barnabarn hans fengi bílinn eftir hans dag. Það gekk ekki upp einhverra hluta vegna. Innréttingin er algjörlega upprunaleg.  

„Ég er samt búinn að eyða í bílinn um fimm árum og 60 þúsund dollurum“ segir núverandi eigandi sem keypti bílinn af gamla manninum.

Keyptur eftir mynd

„Ég keypti bílinn eftir mynd, fékk ekki að sjá hann með eigin augum áður. Það var bara ekki í boði.“ Teningnum var kastað og það urðu náttla smá afleiðingar. Vélin þurfti lagfæringar við.

Hún var að mestu leyti endurbyggð og skiptingin líka. Auk þess sem allt var endurnýjað er sneri að eldsneytisbúnaði.

„Skoðið hálsinn á bensíntaknum upp í stútinn á bakvið númeraplötuna,“ allt tekið í nefið.

Það var allt tekið í gegn allt frá bensíntanki upp í innspýtingaspíssa – sumt tvisvar, annað þrisvar og þar á meðal hin tæknilega einstaka bensíndæla sem í þessum bíl er. Hún er sú þriðja sem ég hef keypt og sett í bílinn en nú virkar hún.

Allt upprunalegt

Bílnum fylgja öll skjöl. Eigendahandbók, útvarpshandbók, skráningarskírteini á stáltegund og þjónustubók.

Númeraplötuljósin virka vel og það eru bæði hliðar- og undir og ofan ljós á henni. Þannig að bíllinn fittar inn í Bandarísku löggjöfina og þá Evrópsku hvað númeraplötulýsingu varðar.

Vélin eins og ný

„Ég ók bílnum hingað uppeftir (Santa Barbara) á um 130 km hraða á um það bil 4300 rpm og vélin hummaði bara eins og spakur malandi köttur,“ segir núverandi eigandi.

Búið er að taka innréttinguna vel í gegn, þrífa, bóna og laga króm af Mercedes spesíalista sem sérhæfir sig í slíkri vinnu og veit flest um Mercedes.

„Þetta er svona náungi sem tekur eftir því að af fjórum skrúfum í dyraspjaldi er ein sem er ekki af sömu gerð og hinar“. Þetta kostaði um 3000 dollara.

Bíllinn er til afhendingar um leið og þú ert tilbúinn að taka við honum.

Verðmiðinn er 69.500 dollarar. Til sölu hjá Hemmings.

Sett inn
19/6/2021
í flokknum:
Fornbílar

Fleiri fréttir úr flokknum:

Fornbílar

skoð allt
Einn af 475 eintökum
Gleymdur gullmoli
Sjaldgæfur Plymouth

Skráðu þig á póstlistann okkar
Fáðu nýjustu greinarnar í pósthólfið þitt

Thank you! Your submission has been received!
Oops! Something went wrong while submitting the form.