Föstudagur, 10. október, 2025 @ 22:29
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Dularfullt mótorhjólaslys Bobs Dylans

Malín Brand Höf: Malín Brand
05/09/2022
Flokkar: Bílasagan
Lestími: 6 mín.
268 17
0
136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Bob Dylan og dularfulla mótorhjólaslysið 1966

Tónlistarmaðurinn Bob Dylan lenti í mótorhjólaslysi sumarið 1966. Í meira en hálfa öld hefur slysið verið talið dularfullt en fátt er vitað um hvað gerðist í raun og veru. Hvorki lögregluskýrslur né læknaskýrslur virðast til um slysið og engin vitni sögð að því.

Dylan keypti sitt fyrsta mótorhjól, Harley 45, árið 1957 þegar hann var 16 ára gamall. Skólafélagi hans úr Hibbing greindi ævisöguritara Dylans, Anthony Scaduto, frá því á sínum tíma (1970) að Dylan hafi þótt æði mikill mótorhjólatöffari á námsárunum.  

Enginn leðurjakki í þetta skiptið en kornungur Dylan sést hér á mótorhjóli.

„Alltaf í svarta leðurjakkanum, með sígarettuna lafandi í munnvikinu og dálítið krimmalegur að sjá. Og Echo [Helstrom, kærasta hans á þeim tíma] með aflitað hár og tómlegt augnaráð. Þannig voru þau og þess vegna tók ég til að byrja með eftir Dylan; þeysandi um á mótorhjólinu með þessa líka stórfurðulegu stelpu hangandi aftan á. Hrokkið hvítt hárið á henni þyrlaðist upp í loft og svo var hún með gerviaugnhár. Þau stuðuðu mig. Ég reyndi að vera víðsýnn en mér fannst þau bara algjör viðundur. Þá voru mótorhjól eiginlega algjört tabú því mótorhjólatöffarar voru almennt taldir varmenni.“

Echo Helstom, kærasta Dylans á menntaskólaárunum.

Ofan á það bættist svo að Bob Dylan var af mörgum talinn lélegur ökumaður og skipti þá engu hvort hann ók bíl eða mótorhjóli. Stafaði það sennilega af því að hann þvertók fyrir að ganga með gleraugu sem hann hefði sannarlega þurft að gera. Í eitt skiptið á námsárunum munaði minnstu að hann æki í veg fyrir lest og í annað skipti ók hann á barn.

Mörgum árum síðar virtist mat margra enn vera á þá leið að Dylan væri slæmur ökumaður. Greindi Joan Baez, fyrrverandi kærasta Dylans, frá því í sjálfsævisögu sinni að hann hafi iðulega „hangið á mótorhjólinu eins og hveitipoki“ og að „hjólið hafi keyrt hann en ekki öfugt“. Baez skrifaði líka að það hafi ekki verið neitt annað en einskær heppni ef þau hölluðu sér í rétta átt í beygjum á mótorhjólinu. „Ef ekki, þá hefði nú farið illa fyrir okkur báðum.“

Slysið dularfulla

Af lýsingum fólks að dæma kemur kannski ekki á óvart að Dylan hafi lent í óhappi. Þó svo að fjölmargir lélegir ökumenn lendi samt ekki í neinu þá eru líkurnar vafalaust meiri en minni þegar viðkomandi sér illa og notar hvorki gleraugu né linsur.

Það var þann 29. júlí 1966, á föstudegi, sem Dylan lenti í slysi. Hann ók sínu Triumph Tiger 100 (500cc) árgerð 1964 (nánar um hjólið hér ) eftir vegi skammt frá Woodstock í New York (já, þar sem Woodstockhátíðin var haldin þremur árum síðar). Þá gerðist eitthvað, ekkert vitni er að því hvað nákvæmlega gerðist, en þó er vitni sem greindi frá því að hafa séð mótorhjólið hans í klessu. Kannki voru vitnin fleiri en oftast er aðeins minnst á eitt.

Triumph Tiger 100 frá árinu 1964

Burtséð frá því þá virðist Dylan hafa verið úr leik eftir slysið því hann frestaði öllu tónleikahaldi og hvarf af sjónarsviðinu í nokkurn tíma. Umfjöllun blaðanna um slysið var misvísandi og Dylan ýmist sagður á sjúkrahúsi, með heilaskaða, blindur og jafnvel látinn.

Frétt í Daily News frá 31. desember 1966, fimm mánuðum eftir slysið.

Karlinn er nú enn á lífi, blessaður, og ekki er hann blindur þannig að einhver atriði má útiloka.

Aðeins var mánuður liðinn frá útgáfu plötu hans, Blonde on Blonde, og ljóst að dagskráin framundan var þétt. Dylan var á heimleið frá umboðsmanni sínum, Albert Grossman, þegar þetta gerðist. Fátt annað er vitað með vissu en sögusagnirnar voru býsna margar:

„Hann blindaðist af sólinni. Hjólið rann á olíubletti. Hann flaug af hjólinu. Hann velti hjólinu. Hann bakbrotnaði. Hann fékk heilahristing. Hann slasaðist ekki alvarlega. Eða kannski var sagan bara hreinn og klár uppspuni,“ segir í grein sem birtist í The Seattle Times árið 2016, þegar 50 ár voru liðin frá atvikinu.

Hvað hefur Dylan sjálfur sagt?

Jú, hann hefur aðeins tjáð sig um slysið en ekki oft, þó að hann hafi eflaust fengið nokkur tækifæri til þess á rúmlega hálfri öld. Það sem hann hefur sagt er eitthvað á þessa leið: „Ég lenti í mótorhjólaslysi, ég slasaðist og ég náði mér.“

Fyrst engin opinber lögregluskýrsla er til þá er víst fátt hægt að fullyrða.  

En hann skrifaði þó í ævisögu sinni, Chronicles, sem kom út árið 2004, að hann hafi einfaldlega viljað „komast fjarri þessu lífsgæðakapphlaupi [rat race]“ og má kannski túlka þau orð á þann hátt að ekkert slys hafi orðið heldur hafi hann bara fengið nóg og farið í felur eða eitthvað álíka.  

Svo má nú alveg nefna að Dylan var ekkert á heilsufæði á þessum árum. Hann var dálítið að éta töflur og duft sem fer illa með menn. Eitthvað sem aldrei er gert í „hófi“ heldur er það eingöngu óhollt í öllum skilningi.

Þetta er kannski öruggari farkostur

Hvernig sem þetta nú var, þá er maðurinn búinn að afreka eitt og annað síðan þá. Hann  hafði hægt um sig frá því í lok júlí 1966 þar til í desember 1967 en þá kom platan John Wesley Harding út. Síðan þá hefur hann gefið út mjög margar plötur, fengið Nóbelsverðlaunin og skrifað bækur en ekki virðist hann spæna upp malbiki á mótorhjóli lengur. Hann er nú ekki nema 81 árs og hver veit hverju hann kann að taka upp á í framtíðinni!

Aðrir tónlistarmenn sem hafa verið óheppnir í umferðinni og bílamálum:

Mick Jagger var að flýta sér

John Lennon var afleitur bílstjóri

Led Zeppelin og bílslysið 4. ágúst ´75

ZZ Top: Tónleikaferðalag og trylltur vísundur

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Fyrri grein

HiPhi Z GT – enn einn nýr frá Kína

Næsta grein

Þróun vatnskassagrillanna hjá Mercedes

Malín Brand

Malín Brand

Akstursíþrótta- og blaðamaður

Svipaðar greinar

Flaggskipið Ranger Rover SV klætt í svart í tilefni afmælisins

Flaggskipið Ranger Rover SV klætt í svart í tilefni afmælisins

Höf: Pétur R. Pétursson
13/09/2025
0

Land Rover á Íslandi fær innan fárra vikna í sýningarsalinn við Hestháls glæsilega nýja útgáfu af flaggskipi merkisins, sem ber...

Bíll byggður á Hyundai Concept Three kemur á markað árið 2026

Bíll byggður á Hyundai Concept Three kemur á markað árið 2026

Höf: Jóhannes Reykdal
11/09/2025
0

Hyundai stefnir að markaði lítilla rafbíla í Evrópu með rafknúnum hlaðbak með Ioniq-merkinu MÜNCHEN — Hyundai stefnir að því að...

Algjör veisla fyrir rúntara

Höf: Pétur R. Pétursson
12/07/2025
0

Við tókum Guðfinn Eiríksson, stjórnarmann í Bílaklúbbnum Krúser, tali eftir þáttöku hans á Västerås Summermeet sem fram fór fyrir skömmu...

Af hverju er merkið á Audi fjórir hringir?

Af hverju er merkið á Audi fjórir hringir?

Höf: Jóhannes Reykdal
23/06/2025
0

Audi var stofnað árið 1909 en fékk ekki fjóra hringi fyrr en árið 1932. Við skoðum söguna… Ef einhver segði...

Næsta grein
Þróun vatnskassagrillanna hjá Mercedes

Þróun vatnskassagrillanna hjá Mercedes

Segðu okkur hvað þér finnst! Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Bílaframleiðsla

 LEAPMOTOR er ný tegund rafbíla á Íslandi

10/10/2025
Bílaframleiðsla

Nýr Kia PV5 mun keppa við VW ID Buzz

09/10/2025
Bílasýningar

Nýr og alrafmagnaður Kia EV4 frumsýndur um land allt

09/10/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.