BMW hættir framleiðslu á sportbílnum i8

I8 var fyrsti bíllinn frá BMW með tengitvinnbúnaði.
Automotive News Europe segir okkur að BMW er að hætta framleiðslu á i8 sportbílnum, sex árum eftir að hann var kynntur.

I8 var fyrsti bíllinn frá BMW með tengitvinnbúnaði. Framleiðsluútgáfan af i8 var kynnt á bílasýningunni í Frankfurt árið 2013 og bíllinn fór í sölu árið 2014.

BMW frískaði upp á útlitið á i8 Coupé og kynnti Roadster útgáfu árið 2018.

Salan á i8 í Evrópu lækkaði um 32 prósent í 1.013 selda bíla í fyrra, samkvæmt gögnum frá JATO Dynamics.

Aðrir rafbílar koma í staðinn

Þegar BMW lokar kaflanum um i8, er bílaframleiðandinn að undirbúa að senda frá sér nokkrar rafgeymisknúnar gerðir sem hluta af metnaðarfullum áætlunum um að markaðssetja 25 rafmagnaðir gerðir fyrir árið 2023.

Framleiðsla á iNext crossover hefst um mitt ár 2021. Því verður fylgt eftir með framleiðslu á i4 fólksbílnum undir árslok 2021.

I4 og iNext eru með yfir 595 km akstursvið á rafgeymunum byggt á evrópskum prófunaraðferðum.
Sett inn
16/3/2020
í flokknum:
Bílaframleiðsla

Fleiri fréttir úr flokknum:

Bílaframleiðsla

skoð allt

Skráðu þig á póstlistann okkar
Fáðu nýjustu greinarnar í pósthólfið þitt

Thank you! Your submission has been received!
Oops! Something went wrong while submitting the form.