2023 Ford Super Duty státar af auknu afli, dráttarhæfni og tækni

2023 Ford Super Duty mun koma með tvær nýjar vélar, þráðlausa uppfærslugetu og rafal um borð.

Bandaríkin eru land pallbílanna, og því stærri og öflugri – því betri – hið minnsta finnst mörgum þarna vestan hafs það vera. Hér á landi eru nokkrir svona bíla í umferð, frá flestum af helstu pallbílaframleiðendum í Bandaríkjunum, en í heildina eru þeir samt aðeins lítil hluti bílaflotans hér á landi gagnstætt því sem gerist þarna fyrir vestan. En við vitum að það eru nokkrir áhugamenn um þessa stóru pallbíla hér á landi og því kemur þetta hér.

Það vakti greinilega nokkra athygli á þriðjudagskvöldið þegar Ford upplýsti um nýjustu fréttirnar af pallbílaframboðinu sínu, og eftirfarandi mátti lesa á vef Automotive News í Bandaríkjunum:

Ford Motor Co. er að endurhanna Super Duty-línuna af pallbílum sínum í F-Series með nýrri tækni og nýjum vélamöguleikum í því skyni að viðhalda einu af arðbærustu merkjum sínum og koma betur til móts við viðskiptavinum.

2023 Super Duty línan, sem opinberuð var á þriðjudagskvöld og áætlað er að fari í sölu snemma á næsta ári, mun fá innbyggt 5G mótald með samhæfni við uppfærslur, rafal um borð og samþættingarkerfi búnaðar fyrir kaupendur. Ford bætir einnig við nýrri ökumannsaðstoðartækni fyrir drátt og flutninga, auk eiginleika eins og nýrrar varamyndavélar sem hægt er að nota þegar afturhlerinn er niðri.

2023 Ford Super Duty F-350 Lariat með F-250

Ford er einnig að bæta við tveimur nýjum vélarkostum: venjulegri 6,8 lítra V-8 sem kemur í stað núverandi 6,2 lítra V-8, og afkastamikilli 6,7 lítra PowerStroke V-8 dísilvél. Þessar vélar bætast í hóp 7,3 lítra V-8 og 6,7 lítra PowerStroke V-8 dísil til að gefa pallbílnum það sem Ford segir að verði bestu tölur yfir drátt, hleðslu, tog og hestöfl í sínum flokki.

„Þetta er þessi hugmynd um stöðugar umbætur, stöðuga nýsköpun“, sagði Todd Eckert, markaðsstjóri pallbílahóps Ford, við Automotive News. „Viðskiptavinurinn okkar krefst þess. Heimurinn sem þeir búa í stendur ekki í stað. Þörfin fyrir mikla getu, en meiri hagkvæmni og framleiðni með þeirri getu, er í raun kjarninn“.

Ford, sem vitnar í rannsókn Boston Consulting Group, segir að Super Duty línan ein og sér skili meiri tekjum en Southwest Airlines, Marriott International og Nordstrom greindu frá árið 2021. Hún stendur fyrir meira en helmingi markaðarins í atvinnuþáttum eins og veitum, námuvinnslu, byggingariðnaði og sem neyðarbílar, samkvæmt S&P Global Mobility.

Endurhönnun Super Duty kemur þegar Ford ætlar að fjármagna framtíðarfjárfestingar í rafvæðingu og hugbúnaðartækni á sama tíma og halda áfram að viðhalda arðbærri sölu bensínknúinna bíla í markhópum.

Þó að hagnaðarhlutfall Super Duty gæti hjálpað Ford að smíða rafbíla í framtíðinni, segja stjórnendur að engin áform séu um að rafvæða Super Duty.

„Í hreinskilni sagt er þessi tækni ekki fær um að koma til móts við þær þarfir frá sjónarhóli dráttar- og hleðslugetu sem þú þarft að hafa fyrir Super Duty viðskiptavini sem eru í efsta sæti í erfiðri vinnu og afþreyingu,“ sagði Eckert.

Ford Super Duty F350 Limited

Ný hönnun, tækni

Endurhönnunin felur í sér alvega nýja málmhluti í yfirbyggingu, þó að Ford muni halda áfram að nota ál á Super Duty og F-150 pallbílana.

Super Duty fær nýja grillhönnun sem var framlengd til að passa utan um aðalljósin fyrir það sem hönnuðir segja að sé „vítt útlit“ að framan. Ford bætti við hliðarþrepum fyrir framan afturhjólin til að auðvelda notendum aðgang að farmi á pallinum.

„Pro Power Onboard“ rafall Ford býður upp á allt að 2 kílóvött af rafmagni.
Að innan eru 8 og 12 tommu snertiskjár fáanlegir; minni stærðin er staðalbúnaður í XL búnaðarstigi á meðan 12 tommu skjárinn er staðalbúnaður í betur búnum gerðum. Ford bætti einnig við sæti sem hægt er að leggja alveg niður og að halla sér í, sem fyrst voru notuð á F-150. Sprettiskjár í sjónlínu ökumanns er fáanlegur.

Tæknin í vörubílunum felur í sér „kerruleiðsögukerfi“ sem tekur mið af hæð, breidd og þyngd eftirvagns og mun skipuleggja leið til að forðast lágar brýr og krappar beygjur. Ford bætti við aðstoð við festingu á tengivagni við dráttarkrókinn og 360 gráðu myndavélar veita yfirsýn að ofan á eftirvagninn.

Ný myndavél og bakkskynjarar efst á afturhleranum geta hjálpað ökumanni að bakka þegar afturhlerinn er niðri.
Super Duty verður í boði snemma árs 2023. Forframleiðslugerð er sýnd hér á myndinni að ofan með valkvæðum eiginleikum.

Engir „blindir blettir“

„Markmið okkar var að skilja ökumenn eftir með enga blinda bletti, jafnvel þegar þeir draga lengstu eftirvagna,“ sagði Andrew Kernahan, yfirverkfræðingur Super Duty, í yfirlýsingu. „Yfirsýn myndavélarinnar býður upp á hvert sjónarhorn, allt frá því að líkja eftir dróna til að tryggja að viðskiptavinir sjái á bak við vörubílinn, jafnvel þegar afturhlerinn er niðri. Það hefur aldrei verið auðveldara að festa á dráttarkrókinn og draga."

Bílaframleiðandinn sagði að hann muni veita upplýsingar um verðlagningu og afl þegar nær dregur því að koma bílnum á markað snemma á næsta ári. Ford smíðar Super Duty línuna í Kentucky vörubílaverksmiðjunni í Louisville, Ky., og Ohio Assembly verksmiðju nálægt Cleveland.

Heildarsala Ford F-Series, þar á meðal Super Duty, hefur dregist saman um næstum 11 prósent í 420.969 á þessu ári fram í ágúst, samkvæmt Ford.

Super Duty-tilkynningin kemur degi eftir að keppinauturinn Chevrolet sýndi uppfærslu á Silverado HD sem mun ná til umboða á fyrri hluta ársins 2023. Chevy er að gefa þungu pallbílunum sínum nýja innréttingu, öflugri dísilvél og nýja tækni fyrir eftirvagna.

(Automotive News USA)
Sett inn
28/9/2022
í flokknum:
Bílaframleiðsla

Fleiri fréttir úr flokknum:

Bílaframleiðsla

skoða allt

Skráðu þig á póstlistann okkar
Fáðu nýjustu greinarnar í pósthólfið þitt

Thank you! Your submission has been received!
Oops! Something went wrong while submitting the form.