Fimmtudagur, 9. október, 2025 @ 8:28
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Framtíðarorkugjafar í bílum?

Jón Helgi Þórisson Höf: Jón Helgi Þórisson
24/05/2022
Flokkar: Tækni
Lestími: 3 mín.
275 12
0
137
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Framtíðarorkugjafar í bílum?

Allt virðist vera að færast í áttina að hreinni orku sem er oft mishrein þegar grannt er skoðað.

En það virðast vera afar hreinir kostir í augsýn núna.

Fyrst er að nefna hugmynd sem hefur verið endurvakin um kjarnakljúf í bílum sem notar þóríum í afar litlu magni en það gefur mjög litla geislun. Hitinn er nýttur til að hita vatn sem knýr túrbínu til að framleiða rafmagn fyrir rafmótor til að knýja bílinn áfram. Það er hægt að lesa nánar um þetta hér.

Það næsta er að nú virðist kjarnasamruni loksins vera framkvæmanlegur kostur til að framleiða hreint rafmagn samkvæmt grein í tímaritinu Lifandi vísindi. Verði þetta veruleikinn þá er hægt að framleiða „hreina, örugga og ótæmandi kjarnorku“ í samrunaofni í orkuveri. Sem kæmi sér vel fyrir rafbílaeigendur. Fyrsti tilrauna samrunaofninn sem verður byggður og gangsettur er á stærð við tennisvöll en verkefnið er unnið hjá MIT háskólanum.

Kjarnasamruni ásamt solid state rafgeymum gætu þýtt að framtíð rafbíla sé mjög björt.

Ford Nucleon verkefnið frá 1958.

Að lokum nefni ég tækni sem er komin skammt á veg en það eru jónahreyflar sem er það sem ég vil kalla þá, á ensku heita þeir ion drive eða ion thruster. Þessir hreyflar eru notaðir í geimferðum en ekki til að koma geimförum eða geimflaugum út í geim, jónahreyflar eru ekki nothæfir í það því jónir fyrir utan hreyfilinn trufla virkni hans. En þegar út í geiminn er komið virka þeir þolanlega en þeir nota xenon og rafmagn til að hreyfa geimfarið áfram (gasið er jónað).

Áður en lengra er haldið þá er gaman að segja frá því að annað orð yfir jón (ion) er fareind sem er skemmtilegt í ljósi þess hvernig jónahreyfill virkar.

Fyrir rúmlega tveimur árum var gerð tilraun á vegum MIT með flugvél inni í íþróttasal sem knúin var með jónahreyfli. En það má sjá ágætar upplýsingar um það stutta flug í myndbandinu sem kemur hér á eftir. Frekari tilraunir innanhúss voru fyrirhugaðar 2020 en utanhúss mögulega áætlaðar á árinu 2021.

Það eru engir hreyfanlegir hlutir í jónahreyfli en sá sem MIT smíðaði er með tveim rafskautum þau fremri eru með jákvæðri hleðslu (+) og aftari neikvæðri hleðslu (-). Þegar köfnunarefni (nitrogen), sem er 75% af massa lofthjúps jarðar og 78% af rúmmáli hans, fer fram hjá fremri rafskautunum þá eru fjarlægðar rafeindir úr nálægum köfnunarefnisfrumeindunum en það veldur því að þær fara til neikvætt hlöðnu rafskautanna.  Á leiðinni rekast fareindirnar á frumeindir sem verða á leið þeirra og ýta þeim frá og til verður svokallaður jónavindur sem var nægilega mikil til að þessi einfalda og létta flugvél flaug í stutta stund.

Til að skapa jónavindinn þarf mikla raforku en skautin tvö voru hlaðin með 20.000 volta rafspennu hvort. Flugið hefði misheppnast ef þau hefðu ekki fundið upp nýjann spennubreyti sem náði að hækka spennu rafgeymisins í 40.000 volt. Spennubreytirinn var mikið léttari en allir sem höfðu verið framleiddir á undan honum.

Þetta virðist vera tækni sem kemur kannski aldrei í bíla en hver veit hvað gerist með betri hönnun og tækniframförum?

Flygildi þeirra Wright bræðra flaug bara í 12 sekúndur í fyrstu tilraun og svo 59 sekúndur í fjórðu tilraun. Mjór er mikils vísir og ef tilraunir á þessu sviði halda áfram þá gætu þær leitt til mjög skemmtilegrar niðurstöðu sem er alvöru hrein orka.

[Greinin birtist fyrst í febrúar 2021]
Fyrri grein

Óheyrilega óheppin hjón í Worcester

Næsta grein

Í upphafi voru þeir átta

Jón Helgi Þórisson

Jón Helgi Þórisson

Bifvélavirki og blaðamaður

Svipaðar greinar

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

Höf: Pétur R. Pétursson
08/10/2025
0

FSD stenur fyrir „full self driving” Útgáfa 14.1 er stærsta FSD uppfærsla í eitt ár FSD 14.1 hefur einnig nokkrar...

Hvaða bílaframleiðendur eru að koma aftur með gömlu góðu hnappana?

Hvaða bílaframleiðendur eru að koma aftur með gömlu góðu hnappana?

Höf: Pétur R. Pétursson
05/10/2025
0

Rannsóknir benda til þess að neytendur séu óánægðir með snertivirkni í stýri og snertiskjástýringar. En það er allt að breytast....

2026 Volvo EX90 fær hraðari hleðslu og snjallari öryggistækni

2026 Volvo EX90 fær hraðari hleðslu og snjallari öryggistækni

Höf: Pétur R. Pétursson
01/10/2025
0

Volvo hefur opnað pantanabækurnar fyrir 2026 árgerðina af EX90. Flaggskip rafjeppa vörumerkisins fær nokkrar lykiluppfærslur fyrir nýju árgerðina. Þökk sé...

Porsche afhjúpar 2026 Cayenne með fljótandi bogadreginn skjá

Porsche afhjúpar 2026 Cayenne með fljótandi bogadreginn skjá

Höf: Pétur R. Pétursson
01/10/2025
0

Porsche gefur okkur fyrstu innsýn í væntanlegan Cayenne Electric, sem verður formlega frumsýndur í lok þessa árs. Alrafknúni jeppinn mun...

Næsta grein
Í upphafi voru þeir átta

Í upphafi voru þeir átta

Segðu okkur hvað þér finnst! Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Bílaframleiðsla

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

08/10/2025
Bílaheimurinn

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

08/10/2025
Bílaframleiðsla

Hugmyndabíllinn Dacia Hipster

07/10/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.