Fimmtudagur, 9. október, 2025 @ 4:09
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Framsýnn Ford Aurora

Pétur R. Pétursson Höf: Pétur R. Pétursson
19/04/2023
Flokkar: Bílaheimurinn, Bílasagan
Lestími: 5 mín.
373 15
0
186
DEILINGAR
1.7k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Það verður eiginlega að segjast að ég varð smá hissa þegar ég rakst á þessa frumgerð Ford á bíl sem þeir vildu kalla Aurora. Þetta var á draumatímabilinu í Detroit í kringum 1965 þegar kúpubakar, sport- og blæjubílar flæddu út úr amerískum bílaverksmiðjum.

En Ford tók áhugaverðan pól í hæðina með þessum bíl árið 1964.

Aurora var kynntur á heimssýningunni í New York 1964, þar sem Mustang 1965 kom, sá og sigraði. Aurora var hannaður til að sýna neytendum hvernig skutbíll framtíðarinnar gæti orðið. Keyrandi „lúxus setustofa“, sagði Gene Bordinat yfirmaður hönnunardeildar Ford á þessum tíma.

Aurora var hlaðinn framsýnum hugmyndum og það var ný sýn á þægindi – alls voru þetta 23 hugmyndir í allt, samkvæmt því sem Ford kynnti.

Skutbílar voru í tísku

Á þessum tíma var Ford, sem var nokkurnveginn ókrýndur leiðtogi í flokki skutbíla að missa viðskipti yfir til General Motors og Chrysler. Og það var Aurora sem átti að takast á við þetta vandamál.

Ein athyglisverð hugmynd var afturhlerinn, með teppalögðum neðri hluta sem varð að innstigi fyrir krakkana þegar hann var opnaður.

Risahjólhaf (um 131 tomma)  gerði ráð fyrir miklu innanrými sem var þematískt skipt í þrjá hluta: aftasta svæði (með glerskilrúmi) fyrir börn og svo var hálfur sófi í annarri sætaröðinni en frammí var farþegastóllinn eins og hægindastóll. Og það var bara ein hliðarhurð, staðsett hægra megin.

Gler og aftur gler

Takið eftir toppnum á bílnum, mikið af gleri og grindin sem glerið er í kringum var hugsuð sem veltivörn. Og það voru ljós eftir endilöngu til að búa til stemningu og að bíllinn sæist betur í myrkri – er þetta ekki eitthvað sem við erum að sjá í nýjum bílum í dag?

Setustofa á hjólum

Þetta furðulega sætaskipulag er svo sem ekkert sérlega furðulegt í dag. Það eru fullt af ökutækjum með svona fídusum. Þó er kannski skemmst að minnast nýrrar Lanciu hugmyndar sem var að líta dagsins ljós fyrir nokkru og við skrifuðum um hér. Og sextíu árum síðar kynnir Lancia gegnsæistækni sem virkar mjög svipað og í Aurora, þú ýtir á takka og rúður verða ógegnsæjar.

Aftur í var það svo „búmerang lagaður“ sófinn sem vakti gríðarlega athygli en þar er eiginlega lítil setustofa, með borði og allskyns dóti.

Stýrishjólið var eins og í flugvél og svo var leiðsögukerfi með prentuðu korti sem snerist á tromlu eftir því hvert var ekið.

Þó að þessi dreki hafi aldrei komist á framleiðslustigið – kannski af augljósum öryggisástæðum kom önnur hugmynd frá Ford sem þeir kölluðu Aurora II.

Sú hugmynd kom fram árið 1969 og var aðeins hógværari en hún var byggð á standard LTD Country Squire grunni.

Það má þó sjá leifar af þessum hönnunarhugmyndum í 1964 árgerðinni af Ford Thunderbird því sófalaga aftursætið í þeim bíl minnir óneitanlega á Aurora.

Fyrri grein

Nýr Watt eCV1 rafknúinn sendibíll

Næsta grein

Smartur Smart #3 er mættur í Sjanghæ

Pétur R. Pétursson

Pétur R. Pétursson

Vefstjóri og blaðamaður

Svipaðar greinar

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

Höf: Jóhannes Reykdal
08/10/2025
0

Eftir meira en áratug á markaðnum er Kia Soul að hverfa á braut. Kia hefur staðfest að framleiðslu Soul lýkur...

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

Höf: Pétur R. Pétursson
08/10/2025
0

FSD stenur fyrir „full self driving” Útgáfa 14.1 er stærsta FSD uppfærsla í eitt ár FSD 14.1 hefur einnig nokkrar...

Hugmyndabíllinn Dacia Hipster

Hugmyndabíllinn Dacia Hipster

Höf: Jóhannes Reykdal
07/10/2025
0

Sagður endurskapa smárafbílinn þar sem ESB íhugar nýjar reglur um smábíla MEUDON, Frakkland — Dacia segir að Hipster hugmyndabíllinn þeirra,...

Kíkti í BL um helgina og sá lúxusbíl á lægra verði en keppinautanna

Höf: Pétur R. Pétursson
05/10/2025
0

Renault Rafale var frumsýndur á Íslandi hjá BL um helgina og á, án efa eftir að vekja athygli fyrir að...

Næsta grein
Smartur Smart #3 er mættur í Sjanghæ

Smartur Smart #3 er mættur í Sjanghæ

Segðu okkur hvað þér finnst! Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Bílaframleiðsla

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

08/10/2025
Bílaheimurinn

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

08/10/2025
Bílaframleiðsla

Hugmyndabíllinn Dacia Hipster

07/10/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.