Framleiðsla hefst á Fisker Ocean rafbílnum

137
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR

Framleiðsla hefst á Fisker Ocean rafbílnum

Fisker hefur tilkynnt að framleiðsla á Ocean rafjeppanum sé hafin í kolefnishlutlausri verksmiðju í Austurríki.

Við höfum öðru hvoru flutt fréttir af nýja rafjeppanum frá Fisker, en núna loksins er eitthvað að gerast og framleiðsla er komin í gang í Austurríki.

Fyrsti bíllinn kemur úr verksmiðjunni í Austurríki

Gert er ráð fyrir að framleiðslan aukist hægt, þar sem Fisker ætlar að smíða aðeins 800 bíla á fyrsta ársfjórðungi 2023.

Framleiðslan verður síðan aukin í yfir 8.000 bíla á 2. ársfjórðungi, meira en 15.000 bíla á 3. ársfjórðungi og fyrirtækið stefnir að því að loka árinu 2023 með samtals 42.000 bíla smíðaða.

Fisker segir að það hafi borist yfir 63.000 pantanir.

Fisker Ocean Extreme hefur drægni í allt að 560 km og er með fjórhjóladrifinni aflrás.

Hann er einnig með 17,1 tommu skjá sem staðalbúnað, SolarSky þaki, Kaliforníustillingu og stafrænu ratsjárkerfi.

Verðið mun samsvara um 9,6 milljónum króna.

Þá er líka Fisker Ocean One í takmörkuðu upplagi, en fyrstu 5.000 bílarnir sem smíðaðar verða eru af þeirri gerð. Fisker Ocean One er þegar uppseldur.

Fisker hefur þegar tilkynnt um næsta rafbíl, Pear. Það er áætlað að sá bíll komi árið 2024 og verðmiði hans byrjar undir 4,2 milljónum króna.

(frétt á vef TorqueReport)

Svipaðar greinar