Miðvikudagur, 20. ágúst, 2025 @ 8:18
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Frænkurnar og bílauppboðið

Malín Brand Höf: Malín Brand
31/05/2022
Flokkar: Bílaheimurinn
Lestími: 6 mín.
269 17
0
137
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Nú fara bílauppboð á Íslandi og víðar öðruvísi fram en áður fyrr. Það eru hvorki hróp né köll innan úr mannþyrpingu og spennan á vefuppboði allt öðruvísi en í Vökuportinu fyrir 25 árum. Hér er spaugileg saga af frænkum sem buðu í bíl á uppboði og það uppboð fór sko ekki fram á vefnum.

Þetta er ekki íslensk saga heldur er hún frá Bandaríkjum Norður-Ameríku. Kona nokkur deildi sögunni á vefnum Quora.com og af sérstökum ástæðum kaus hún að halda nafni sínu leyndu. Undirrituð endursegir hér söguna og ímyndum okkur að amerísk bílakona segi frá:

Bílauppboðið

Þetta er frekar vandræðaleg saga og þess vegna kýs ég að nafnið mitt komi ekki fram. Svo er mál með vexti að ég hreint út sagt elska bíla. Það var því auðsótt mál fyrir frænku mína að fá mig með sér á bílauppboð til að finna einhvern góðan bíl fyrir hana. Ég hef lag á að finna góða bíla.

Það er samt ein regla sem ég hef reynt að fylgja og hún er sú að karlmaður skuli ekki fara með á slík bílauppboð nema viðkomandi sé bifvélavirki. Meira að segja maðurinn minn skilur þetta og ef hann er staddur á sama uppboði lætur hann bara eins og hann þekki mig ekki. Ég vil sjá um þetta sjálf.

Karlar reyna nefnilega að yfirbjóða hina karlana en flestir sýna tveimur konum mikla kurteisi og kunna varla við að koma með hærra boð í einhvern bíl sem þær langar greinilega að eignast.

Hver á hæsta boðið? Mynd: Wikipedia

Nema hvað! Frænka mín kom með kærastann með sér. Óttaleg hengilmæna, strákbjálfinn sá. Já, ég hristi bara höfuðið og sagði ekki orð um það að hún skyldi hafa tekið hann með, þótt það væri gegn mínum „reglum“. Við  röbbuðum svo aðeins um bíla og eftir smástund fann ég að hann virti mig og þá þekkingu sem ég hef á bílum. Auk þess var honum ljóst hvert planið var.

Ég fann mjög fínan bíl handa frænku; ekkert vélarljós og allt í sóma. Við buðum í bílinn og hrepptum hnossið. Kærastinn fylgdist furðu lostinn með gangi mála og frænka brosti allan hringinn. Svo spennt var hún að aka „nýja“ bílnum sínum.

Mynd/Unsplash.com

Jæja, við frænkurnar fórum og greiddum fyrir bílinn á meðan kærastinn beið fyrir utan. Ekki leið á löngu þar til kærastinn hringdi í frænku. „Ég er úti í bíl. Startaði fínt og rauk í gang. Hann malar bara og bíður eftir ykkur. Eruð þið ekki að koma?“

Jújú, við fundum kauða, settumst inn í bíl og fórum. Ég skal alveg viðurkenna að ég var dálítið pirruð. Ég vildi prófa bílinn og athuga hvort hann hitnaði eðlilega og allt það. En fjandinn hafi það! Þetta var bíll frænku minnar og hún réði þessu auðvitað.

Furðulegt símtal

Um mánuði síðar átti ég stórfurðulegt samtal við uppboðshaldarann sem hringdi í mig: „Sæl vertu. Bíllinn sem þú keyptir er enn hérna á stæðinu hjá okkur,“ sagði hann.

Er hann hvað? Nei, hvaða vitleysa! Hann var fyrir utan húsið. Ég opnaði meira að segja útidyrnar og horfði út á bílastæðið; þar var bíllinn. Á sínum stað.

Maðurinn gaf mér upp tegundina, árgerð, lit og jú, þetta passaði allt. Hann bað mig að koma á bílnum og hann skyldi sýna mér bílinn sem væri hjá honum. Þá gætum við athugað VIN númerin á bílunum.

Það beinlínis brakaði í höfðinu á mér á meðan maðurinn talaði. Hverjar væru líkurnar á að tveir nákvæmlega eins bílar væru boðnir upp á sama tíma? Þetta var jú hvorki algeng árgerð né tegund, ef út í það var farið.  

Þá mundi ég eftir honum! Kærastaómyndinni!

Ef svo væri í pottinn búið að tveir eins bílar hefðu verið á sama uppboðinu þá var það auðvitað HANN sem hafði tekið rangan bíl! Sem gerði okkur að bílþjófum!

Ég hefði veitt því athygli að akstursmælirinn væri óvirkur því það var jú ég sem hafði lesið stöðuna á honum þegar við skoðuðum gripinn fyrir uppboðið – en ég ók bílnum ekkert!

Mynd/Unsplash.com

Í ljós kom að það voru, ótrúlegt en satt, tveir nákvæmlega eins bílar á svæðinu. Eftir að ég hafði bombað spurningum á kærastaafstyrmið ullaði hann því út úr sér að hann hefði „sest inn í bíl sem leit út eins og sá sem við höfðum boðið í“ en ekki spurt kóng eða prest heldur bara tekið bílinn og gert okkur þrjú að glæpamönnum. Dásamlegt.

Héðan í frá eru kærastar stranglega bannaðir með í för á uppboð. B-A-N-N-A-Ð-I-R.

Þess má geta hér í lokin að síðar bætti „nafnlausa“ frænkan við söguna örlitlum bút því lesendur Quora.com vildu auðvitað fá að vita hvað hafi orðið um bílinn sem kærastinn tók. Hún bætti við mynd af bíl (myndin sem hér fylgir) og skrifaði:

Þetta er bíllinn sem hann tók. Afskaplega fallegur bíll fyrir þúsund dollara (130.000 krónur).

Mynd/Quora.com

Ég ók sem sagt bílnum til uppboðshaldarans og reyndi hvað ég gat til að líta út eins og saklaus móðir og bað í huganum um að lögreglan biði mín ekki. Starfsfólk uppboðsins staðfesti að um tvo nákvæmlega eins bíla hefði verið að ræða.

Þar sem við vorum búnar að skipta um olíu, kerti og fleira í þeim dúr vildi uppboðshaldarinn taka þessi mistök á sig. Sagði að þetta væri vafalaust þeim að kenna því skipulagið og bókhaldið væri í óreiðu. Þannig að ekki voru höfð um það fleiri orð og við fengum að halda bílnum.

Þannig var nú sagan! Skil ég þó ekki hvernig hún þorði að birta mynd af bílnum fyrst hún kaus að skrifa í skjóli nafnleyndar.  En það er nú býsna margt sem maður skilur ekki.

Fleiri mannlegar bílasögur eða sögulegar bílverur:

Varð afbrýðisöm út í bílinn

Martraðarkennd upplifun bílasala

Stal sögufrægum bíl en skilaði honum

?Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Fyrri grein

Einn af 475 eintökum

Næsta grein

Afsakið, það er víst bíllinn við hliðina

Malín Brand

Malín Brand

Akstursíþrótta- og blaðamaður

Svipaðar greinar

Nýr rafknúinn Nissan Micra

Nýr rafknúinn Nissan Micra

Höf: Jóhannes Reykdal
18/08/2025
0

Nissan mun miða „glæsilegri“ rafknúinn Micra að kvenkyns kaupendum PARÍS — Nissan gaf teyminu sem var að hanna nýja rafknúna...

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

Höf: Jóhannes Reykdal
05/08/2025
0

Skuggmynd minnir okkur á að Skoda stefnir að því að sigra markaðinn fyrir rafknúna stationbíla Skoda hefur verið að framleiða...

Honda Civic hefur fengið nýtt útlit

Honda Civic hefur fengið nýtt útlit

Höf: Jóhannes Reykdal
04/08/2025
0

Með nýrri uppfærslu á Honda Civic er kynnt nýtt útlit fyrir 11. kynslóð gerðarinnar Nýi Prelude fra Honda kemur fram...

Honda N-ONE e – Lítill rafbíll með mikinn persónuleika

Honda N-ONE e – Lítill rafbíll með mikinn persónuleika

Höf: Jóhannes Reykdal
02/08/2025
0

Það er stundum gaman að fylgjast með hvernig „smábílamarkaðurinn“ í Japan þróast.   Peter Johnson hjá electrek-vefnum var að fjalla um...

Næsta grein
Ineos staðfestir áætlanir um lítinn rafdrifinn 4×4

Ineos staðfestir áætlanir um lítinn rafdrifinn 4x4

Umræður um þessa grein

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Álit

Volkswagen ID.Buzz GTX – fortíðin mætir nútímanum

18/08/2025
Bílaframleiðsla

Nýr rafknúinn Nissan Micra

18/08/2025
Bílaframleiðsla

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

05/08/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.