Þriðjudagur, 19. ágúst, 2025 @ 17:04
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Foxconn, Apple og rafbílahugmyndir

Jóhannes Reykdal Höf: Jóhannes Reykdal
25/10/2021
Flokkar: Bílaheimurinn
Lestími: 4 mín.
270 14
0
136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Foxconn samstarfsaðili Apple iPhone kynnir rafbílahugmyndir

Fyrirtækið, sem er í Taívan, kynnti rafknúinn sportjeppa, fólksbifreið og fólksflutningabíl

Öðru hvoru hafa borist fréttir af því að Apple ætli sér inn á rafbílamarkaðinn. Á dögunum kom Reuters-fréttastofan með aðeins ítarlegri fréttir af þessu, og Automotive News Europe skrifar um þetta á sínum vef.

Foxconn Technology Group kynnti fyrstu rafbíla sína; hugsanlega tengjast bílarnir rafbílaverkefni Apple sem hefur sagt að rafbíll undir merki þess[Apple] komi á markað fyrir árið 2024. Hver mun framleiða bílinn þann, er enn óljóst, en þetta útspil Foxconn gæti verið fyrsta vísbendingin í þá átt.

Sporteppi og fólksbifreið sem Foxconn kynnti sl. mánudag eru hugmyndabílar sem framleiðandinn ætlar að smíða. Það er nokkuð fjarri því sem framleiðandinn hefur áður stundað og sérhæft sig í, þ.e. íhlutum fyrir iPhone og aðrar snjallsímagerðir.

Bílarnir – ásamt rútu – voru framleiddir af Foxtron, sem er samstarfsverkefni Foxconn og taívanska bílaframleiðandans Yulon Motor.

Fólksbíllinn, Model-E, sem var þróaður með ítalska hönnunarfyrirtækinu Pininfarina, verður seldur af ótilgreindum bílaframleiðanda utan Taívan á næstu árum en sportjeppinn verður seldur undir einu af vörumerkjum Yulon og er áætlað að hann komi á markað í Taívan árið 2023.
Yfirmenn, þar á meðal Young Liu-way, stjórnarformaður flaggskipseiningar Foxconn Hon Hai Precision Industry, sem er hér við Foxtron Model C, nýafhjúpuðu farartækinu á tækniviðburði fyrirtækisins í Taipei. Foxtron Model C „crossover“ eða sportjeppi, er fyrsta gerðin sem byggð er á opnum palli Hon Hai rafbíla. 4.64 metra langi rafbíllinn var sýndur á Foxconn viðburði í Taipei, Taívan þann 18. október. Mynd: REUTERS.

Er stærsti framleiðandi á iPhone farsímum

Foxconn er stærsti framleiðandi iPhone sem gefur því forskot sem hugsanlegur samstarfsaðili fyrir bílaframleiðendur þar sem bandaríska fyrirtækið er að vega það og meta að koma inn í bílaheiminn.

Samkvæmt fyrirætlunum um að fara í bílaframleiðslu, samþykkti Foxconn í lok september, að verja 280 milljónum dollara til kaupa á bílasmiðju í Ohio af sprotafyrirtækinu Lordstown Motors.

„Við erum ekki lengur nýi krakkinn í bænum,“ sagði Young Liu. „Við höfum smám saman byggt upp keðju rafíhluta og kynnt vélbúnaðinn okkar fyrir rafbíla.“

Yulon verður fyrsti viðskiptavinur rafbíla hjá Foxconn, sagði Lilian Chen, formaður Yulon, á viðburðinum í Taipei. Rafknúna fólksbifreiðin sem Foxconn smíðaði fyrir fyrirtækið mun kosta 35.700 dollara (um 4,8 milljónir króna), sagði Liu.

Foxconn sýndi einnig rafmagnsstrætóinn sinn, Model T, sem verður afhentur samgöngufyrirtæki á næsta ári.

Samningurinn í Ohio er „blessun fyrir Foxconn og veitir fyrirtækinu tækifæri og möguleika á að setja saman bíla og búnað,“ skrifaði sérfræðingur Citigroup, Carrie Liu, í nýlegri frétt. Fyrirtækið cinnur nú að því að ákveða staðsetningu bílverksmiðju í Evrópu, sagði Liu.

Apple-bíll fullkominn vinningur

Apple bíllinn væri fullkominn vinningur fyrir upprennandi framleiðanda rafbíla. Núverandi samstarf er Foxconn í hag, því í dag er sterkt samband við bandaríska rafeindatækni risann. Áralangt samstarf hefur vaxið mjög eftir því sem Apple hefur bætt við vöruflokkum og vörur Apple standa nú fyrir um 50 prósent af árlegri sölu Foxconn.

Enn langt í Apple-bílinn

Það eru enn nokkur ár þar til Apple-bíllinn kemur á markað og fyrirtækið hefur orðið fyrir áföllum, þar á meðal þegar yfirmaður bílaverkefnisins fór til Ford nýlega.

Apple bíll hefur í mörg ár verið þversögn – hans hefur verið beðið með eftirvæntingu, en fyrirtækið hefur nánast ekkert sagt um hann opinberlega.

Í iðnaðinum hefur verið fylgst grannt með vísbendingum um hvaða fyrirtæki gætu smíðað rafbíl Apple. Þó heimildir hafi áður sagt að tæknirisinn vilji setja bíl á markað fyrir árið 2024, hefur Apple ekki gefið upp sérstakar áætlanir.

Foxconn ekki byrjaðir að selja rafbíla enn

Foxconn hefur ekki enn byrjað að selja neina bíla í kjölfar þess að rafbílagrunnur þeirra var kynntur í fyrra. Það ætlar að hefja fjöldaframleiðslu á Endurance rafpallbílnum frá Lordstown í Ohio í apríl, að sögn manns sem þekkir áætlun þeirra.

Til samanburðar eru bílaframleiðendur eins og Tesla, Volkswagen Group og Hyundai þegar komnir fram með sína rafbíla og eyða milljörðum dollara í vöruþróun og aukna afkastagetu.

Samt hefur Foxconn tekið einhverjum framförum. Það er með framleiðslusamning við Fisker og samstarf við samsteypu símafyrirtækja í ríkiseign í Taílandi. Það hefur einnig gert samninga við Stellantis og Zhejiang Geely Holding.

(Reuters og Automotive News Europe)

Fyrri grein

Nýr Renault Megane eVision kynntur

Næsta grein

Rafbílar tæplega fimmtungur sölu í ESB

Jóhannes Reykdal

Jóhannes Reykdal

Ritstjóri og blaðamaður

Svipaðar greinar

Nýr rafknúinn Nissan Micra

Nýr rafknúinn Nissan Micra

Höf: Jóhannes Reykdal
18/08/2025
0

Nissan mun miða „glæsilegri“ rafknúinn Micra að kvenkyns kaupendum PARÍS — Nissan gaf teyminu sem var að hanna nýja rafknúna...

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

Höf: Jóhannes Reykdal
05/08/2025
0

Skuggmynd minnir okkur á að Skoda stefnir að því að sigra markaðinn fyrir rafknúna stationbíla Skoda hefur verið að framleiða...

Honda Civic hefur fengið nýtt útlit

Honda Civic hefur fengið nýtt útlit

Höf: Jóhannes Reykdal
04/08/2025
0

Með nýrri uppfærslu á Honda Civic er kynnt nýtt útlit fyrir 11. kynslóð gerðarinnar Nýi Prelude fra Honda kemur fram...

Honda N-ONE e – Lítill rafbíll með mikinn persónuleika

Honda N-ONE e – Lítill rafbíll með mikinn persónuleika

Höf: Jóhannes Reykdal
02/08/2025
0

Það er stundum gaman að fylgjast með hvernig „smábílamarkaðurinn“ í Japan þróast.   Peter Johnson hjá electrek-vefnum var að fjalla um...

Næsta grein
Rafbílar tæplega fimmtungur sölu í ESB

Rafbílar tæplega fimmtungur sölu í ESB

Umræður um þessa grein

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Álit

Volkswagen ID.Buzz GTX – fortíðin mætir nútímanum

18/08/2025
Bílaframleiðsla

Nýr rafknúinn Nissan Micra

18/08/2025
Bílaframleiðsla

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

05/08/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.