Föstudagur, 10. október, 2025 @ 21:58
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Forstjóri Volvo gerir ráð fyrir að hlutur sportjeppa þeirra vaxi í 75%

Jóhannes Reykdal Höf: Jóhannes Reykdal
08/12/2020
Flokkar: Bílaheimurinn
Lestími: 3 mín.
276 8
0
136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Forstjóri Volvo gerir ráð fyrir að hlutur sportjeppa þeirra vaxi í 75%

Volvo gerir ráð fyrir að sportjeppar verði enn hærra hlutfall af sölu bílaframleiðandans á heimsvísu eftir að fyrirtækið bætir við gerð fyrir neðan XC40.

„Að viðbættum minni sportjeppa verður hlutur þeirra líklega hærri,“ sagði Hakan Samuelsson forstjóri í viðtali við Automotive News Europe. „Kannski verða þetta þrír fjórðu hlutar sportjeppa í framtíðinni“.

Hann gaf ekki upp nánari tímaramma um það hvenær hlutur sportjeppa myndi ná 75 prósentum. Í 11 mánuði voru jeppar 71 prósent af sölu Volvo á heimsvísu en voru 63 prósent á sama tímabili í fyrra.

Söluhæsti bíll Volvo á heimsvísu eftir 11 mánuði var XC60 með alls 169.445 selda bíla.

Volvo staðfesti í október að það myndi smíða lítinn sportjeppa sem er að fullur rafknúinn og það mun vera mikilvægur liður í viðleitni fyrirtækisins til að ná helmingi af sölu sinni á heimsvísu með rafknúnum ökutækjum árið 2025 og hugsanlega verða aðeins rafmagns vörumerki árið 2030.

„Það er skýr þróun í átt að litlum úrvalssportjeppum. Þetta er mjög vel heppnaður hluti markaðarins, sagði Samuelsson.

Gerðin, sem Samuelsson sagði að myndi vera undir merkjum XC, mun nota sjálfbæran grunn (SEA) sem Volvo hjálpaði Zhejiang Geely Holding að þróa.

„Til að hafa raunverulega rétta kostnaðaruppbyggingu á því verðum við að deila grunninum“, sagði Samuelsson við ANE. „Við höfum möguleika á að vera með virkilega samkeppnishæfan bíl í þeirri stærð, líka þegar kemur að arðsemi.“

Volvo hefur ekki sagt hvenær það mun hefja sölu á litla sportjeppanum.

Lynk & CO, sameiginlegt verkefni Volvo og Geely Automotive, hefur sagt að SEA-smíðaður bíll þeirra, framleiðsluútgáfan af Zero Concept, verði settur á markað á næsta ári.

Volvo mun setja á markað einn rafbíl á hverju ári frá og með þessu ári með XC40 Recharge.

Bílaframleiðandinn hefur gefið nánar upp hraðann á þessum frumsýningum, þó að Samuelsson hafi sagt í fyrra að rafknúna útgáfan af nýja XC90 flaggskipsjeppanum eigi að koma árið 2022.

Rafknúna gerðin sem Volvo ætlar að frumsýna á næsta ári mun deila grunni með XC40 Recharge.

Straumlínulöguð yfirbygging

Samuelsson sagði að rafknúinn bíll Volvo fyrir árið 2021 sem aðeins notar rafhlöður muni byggjast á sömu undirstöðu CMA og XC40 Recharge „en með straumlínulagaðri yfirbyggingu.“

Hann neitaði að veita frekari upplýsingar, þó að hann staðfesti að nýja gerðin yrði ekki arftaki V40 sem fyrirtækið hætti með nýlega, sem keppti í verðflokki fyrir neðan það sem Volvo vill vera.

„Til að Volvo skili arði þurfum við að einbeita okkur að hærra verði, fleiri markaðsflokkum úrvals bíla“, sagði hann. „Fyrir viðskiptavini sem vilja bíla með lægra verð munum við mæla með því að þeir kíki á Lynk & CO. Þeir munu setja bíla sína aðeins undir okkur hvað varðar verð“.

Lynk & CO, sem er samstarfsverkefni Volvo og Geely Automotive, setti sína fyrstu gerð fyrir Evrópu, 01 litla sportjeppann, á markað í september. Vörumerkið hefur verið að selja ökutæki í Kína síðan 2017.

Aðspurður hvort Volvo íhugi einnig jeppa fyrir ofan XC90 sagði Samuelsson: „Ég myndi ekki útiloka aðeins stærri jeppa.“

Hann sagði þó að slík gerð þyrfti að taka nokkrum breytingum til að samræma hana rafvæðingu bíla frá Volvo.

„Ef við gerum það [bætum við stærri jeppa], verðum við að gera það á sjálfbæran hátt. Við verðum að sjá til þess að slíkt farartæki verði hagkvæmt til rafvæðingar. Ég held að það sem gerist í framtíðinni sé að jeppar þurfi að verða með minni loftmótsstöðu“.

(Automotive News Europe)

Fyrri grein

Fyrsti bíll nýrrar BZ-kynslóðar rafmagnsbíla Toyota verður sportjeppi

Næsta grein

Atvinnubílar frá Brimborg hrúga inn verðlaunum

Jóhannes Reykdal

Jóhannes Reykdal

Ritstjóri og blaðamaður

Svipaðar greinar

 LEAPMOTOR er ný tegund rafbíla á Íslandi

 LEAPMOTOR er ný tegund rafbíla á Íslandi

Höf: Jóhannes Reykdal
10/10/2025
0

ÍSBAND hefur verið valið sem umboðsaðili Leapmotor á Íslandi. Þetta markar komu merkisins á íslenskan markað. Forsala er hafin og...

Nýr Kia PV5 mun keppa við VW ID Buzz

Nýr Kia PV5 mun keppa við VW ID Buzz

Höf: Jóhannes Reykdal
09/10/2025
0

Kia keppir við VW um forystu í markaðssetningu rafknúinna fólksflutningabíla SEÚL — Volkswagen ID Buzz, söluhæsti meðalstóri fólksflutningabíll Evrópu, mun...

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

Höf: Jóhannes Reykdal
08/10/2025
0

Eftir meira en áratug á markaðnum er Kia Soul að hverfa á braut. Kia hefur staðfest að framleiðslu Soul lýkur...

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

Höf: Pétur R. Pétursson
08/10/2025
0

FSD stenur fyrir „full self driving” Útgáfa 14.1 er stærsta FSD uppfærsla í eitt ár FSD 14.1 hefur einnig nokkrar...

Næsta grein
Atvinnubílar frá Brimborg hrúga inn verðlaunum

Atvinnubílar frá Brimborg hrúga inn verðlaunum

Segðu okkur hvað þér finnst! Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Bílaframleiðsla

 LEAPMOTOR er ný tegund rafbíla á Íslandi

10/10/2025
Bílaframleiðsla

Nýr Kia PV5 mun keppa við VW ID Buzz

09/10/2025
Bílasýningar

Nýr og alrafmagnaður Kia EV4 frumsýndur um land allt

09/10/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.