Ford stefnir að rafdrifinni útgáfu af F150 pallbílnum á markað „fyrir 2022“
Pallbíllinn Ford F-150 hefur verið söluhæsti pallbíllinn í Bandaríkjunum frá árinu 1977 og söluhæsti bíllinn í Bandaríkjunum frá 1986. Alls var búið að selja 33,9 milljónir F-150 samkvæmt þeim tölum sem við höfum þegar árið 2010.
Fyrsta kynslóðin kom á markað árið 1948 og í dag er það þrettánda kynslóðin af þessum vinsæla pallbíl sem heldur upp merkinu.

Rafbíll 2020?
Ford hefur þegar staðfest að þar á bæ sé loks verið að búa til rafmagnsútgáfu af F150 pallbílnum en ekki var ljóst hvenær hann yrði fáanlegur fyrr en nú. Bílaframleiðandinn segir að rafmagnsútgáfa af F150 muni koma á markaðinn „fyrir 2022“.
Á síðasta ári tilkynnti Ford áform um að „koma 16 ökutækjum sem ganga fyrir rafgeymum á markað“ og byrjaði á rafdrifnum „crossover“ með um 480 km akstursdrægni á rafgeymunum.
En framleiðandinn hélt áfram að einbeita sér frekar að öðrum lausnum, svo sem tengitvinnbílum en ökutækjum sem eingöngu nota rafgeyma.
Samkvæmt fyrri áætlun átti F150 pallbíllinn aðeins að verða tengitvinnbíll árið 2020, en landslagið hefur síðan breyst mikið.
Fyrr á þessu ári staðfesti Ford að lokum að þeir myndu koma með útgáfu af F150 á markað sem eingöngu notar rafgeyma.
Bílaframleiðandinn staðfesti ekki tímalínu en þeir vinna að frekari hönnun og í fyrsta skipti fyrr í sumar sýndi Ford opinberlega eina frumgerðum rafmagns F150. Við það tilefni dró rafdrifinn pallbíllinn meira en einnar milljón punda lestarvagn.
Á þeim tíma staðfesti Ford aðeins að rafmagns F150 væri ætlað að koma á markað „á næstu árum.“
Darren Palmer, yfirmaður Team Edison hjá Ford, hóps innan bifreiðaframleiðandans sem vinnur að rafknúnum ökutækjum, staðfesti í viðtali við Autocar að F150 sem gengur fyrir rafhlöðum eigi eftir að verða í hópi rafknúinna farartækja sem Ford ætlar að setja á markað „fyrir 2022“. Og framkvæmdastjórinn bætti við: „Við erum að byrja á vinsælustu bílunum fyrst [F150], en við höfum meira á prjónunum. Og við munum halda áfram að vinna í því“.
Sögusagnir hafa verið uppi um að Ford Ranger eða Bronco gætu komið aftur sem rafknúin farartæki. Palmer vildi ekki staðfesta eða neita þessum sögusögnum.
Keppnin um að gera pallbíla rafdrifna
Ford getur ekki beðið of lengi eftir því að koma rafmagnsvalkosti í F150 línuna, sem er að skila fyrirtækinu mestum hagnaði.
Nokkur önnur fyrirtæki stefna að því að trufla þennan mikilvæga hluta flutninga í Bandaríkjunum með rafdrifnum lausnum.
Tesla hefur skráð væntanlegan rafmagns pallbíl sinn sem forgangsverkefni eftir Model Y á næsta ári.
Bollinger er með pallbílsútgáfu af rafknúnu ökutæki sínu og stefna þeir að því að koma því í framleiðslu strax á næsta ári.
Rivian hyggst einnig koma með R1T rafmagns-pallbílinn sinn á næsta ári -en væntanlega finnur Ford fyrir minni þrýstingi á þeim vettvangi þar sem þeir eru stór hluthafi í þeirri framleiðslu.
?