Ford sagðir vera í viðræðum við VW að þróa annan rafmagnsbíl í Evrópu
Að því er fram kom á vef Automotive News Europe gæti Ford Motor smíðað fleiri en einn rafmagnsbíl sem byggist á rafbílagrunni Volkswagen Group, að því er fram kom í viðtali Stuart Rowley, stjórnarformanns Ford í Evrópu við þýska viðskiptablaðið Handelsblatt.
Það að smíða bara eina gerð væri ekkert vit fjárhagslega og ákvörðun um hvort byggja eigi aðra gerð gæti verið tekin fljótlega, sé vitnað í Rowley í viðtalinu við Handelsblatt.

„Já, við erum í viðræðum um þetta“, sagði Rowley við blaðið.
Ford sagði í júlí að þeir muni nota grunn rafbíla frá VW, þekkt sem MEB, til að hanna nýja rafmagnsbíla sem nota aðeins rafhlöður fyrir evrópska starfsemi sína. Bílaframleiðandinn kvaðst búast við að afhenda meira en 600.000 MEB-bíla í Evrópu á sex ára tímabili sem hefst árið 2023.
VW hefur fjárfest 7 milljarða dollara í MEB-tækni sinni frá árinu 2016. Það stefnir að því að nota MEB til að renna stoðum undir um það bil 15 milljónir bíla fyrir VW, Audi, Skoda og Seat vörumerkin, þar á meðal hlaðbaka, fólksbíla, „crossover“ og „minivan“ á næsta áratug.
?