Ford Mustang Mach 1 gæti komið í stað Bullitt árið 2021
-hugsanlega Bullitt með fleiri litavalkostum og merkjum, kannski eitthvað meira
Autoblog segir frá því á sínum vef að það hafi verið um tveggja vikna skeið freyðandi orðrómur um endurvakningu Ford Mustang Mach 1. Þetta mun hafa byrjað á myndbandi sem Mustang hlutasalinn CJ Pony Parts birti á YouTube og fjarlægði síðan. Í myndbandinu kom fram að það væru ekki mörg smáatriði sem vitað væri um, en þó sem vitað var fram að þessu að Mustang Bullitt myndi fara úr framleiðslu eftir árgerð 2020 og Mustang Mach 1 komi í staðinn árið 2021.

Síðan þá hefur Torque News sagt: „Heimildir hafa staðfest að þetta sé ekki orðrómur, heldur staðreynd.“ Við vitum að Ford er að fjárfesta 250 milljónir dollara í Flat Rock Assembly Plant sem smíðar Mustang.
Næsta kynslóð Mustang kemur árið 2021 á nýja grunninum sínum, Detroit Free Press sem skrifar um að það væru „nokkrar afleiður, líklega þar á meðal sérgerðir eins og Bullitt og Shelby Cobra.“
Ef Torque News er á réttri með staðreyndir sínar, erum við að horfa fram á veginn til þriðju komu Mach 1 gerðarinnar. Upprunalega gerðin, smíðuð frá 1968 til 1978, og síðan hélt þetta áfram með fjórðu kynslóð Mustang 2003 og 2004 (bíllinn á myndinni hér að ofan).
CJ Pony Varahlutir og TN segja að Mach 1 muni fá smá kraftaukningu umfram Mustang GT, sem væri skynsamlegt ef nýja Coupé-gerðin komi í stað Bullitt. Núna framleiðir 5,0 lítra V8 í GT-bílnum 460 hestöfl, sama vél í Bullitt er 480 hestöfl með aðstoð endurstilltrar vélartölvu, stærri blöndungum og soggrein frá Mustang GT350. Ólíklegt að slíkur bíll fari fram úr 526 hestöflubyn í GT350.
Orðrómur er einnig á lofti um einnig að Mach 1 muni líklega koma með „Performance Pack 2“, sem nær yfir uppfærslur eins og segulmagnaða akstursfjöðrun sem Bullitt notar.
Það sem líkt gæti verið með því að Mach 1 tekur við sem endurvakinn Bullitt með fleiri litavalkostum og merkingum. Talið er að eina valið á gírkassa verði sex gíra handskipting.
Þar sem upprunalega Mach 1 er þekktur fyrir svart loftinntak, svartar hliðarrendur, svartan vindkljúf að aftan og Magnum 500 felgum, má búast við nútíma útfærsdlu á þessum áherslum ef 2021 Mustang Mach 1 kemur. Og með nýjum grunninum frá Mustang er mögulegt að slíkur bíll gæti verið fyrsti Mach 1 sem býður upp á fjórhjóladrif.