Laugardagur, 11. október, 2025 @ 7:16
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Ford mun ekki selja nýja Maverick pallbílinn í Evrópu

Jóhannes Reykdal Höf: Jóhannes Reykdal
10/06/2021
Flokkar: Bílaheimurinn
Lestími: 3 mín.
277 9
0
137
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Ford mun ekki selja nýja Maverick pallbílinn í Evrópu

Við sögðum nýlega frá því hér á vefnum að Nissan mun ekki koma með nýjan Navara til Evrópu vegna lítillar sölu á pallbílum á þeim markaði.

Núna kemur enn betur ljós að þetta er minnkandi markaður í Evrópu því Ford mun ekki bjóða upp á nýja Maverick pallbíl sinn í Evrópu þar sem eftirspurn eftir slíkum ökutækjum minnkar verulega.

Bílaframleiðandinn frumsýndi Maverick á þriðjudag sem grunngerð pallbíla frá fyrirtækinu í Bandaríkjunum. Byrjunarverðið verður 21.490 dollarar þegar hann kemur í sýningarsali með haustinu.

Talsmaður Ford of Europe sagði við Automotive News Europe að Maverick verði ekki fluttur út til sölu í Evrópu.

Ford Maverick Hybrid XLT. Mynd/FORD

Í Evrópu er Ford einn af fáum bílaframleiðendum sem enn bjóða pallbíla. Millistærðar Ranger frá Ford er sem stendur mest seldi pallbíllinn á svæðinu; með sölu upp á 44 prósent í 12.000 á fyrsta ársfjórðungi, að mati JATO Dynamics markaðsrannsakanda.

Ford mun setja á markað nýjan Ranger á næsta ári. Sem hluti af iðnaðarbandalagi við Volkswagen verður smíðuð útgáfa fyrir VW sem tekur við af Amarok.

Eftir endurvakningu fyrir fjórum árum hríðfellur eftirspurn í Evrópu eftir pallbílum þar sem viðskiptavinir kaupa í auknum mæli sportjeppa og „crossover“-bíla.

Renault og Mercedes-Benz hentu pallbílum sínum út á síðasta ári eftir að hafa ekki skilað nægri sölu á markaðnum. Nissan hefur ákveðið að hætta smíði og sölu Navara í Evrópu.

Innrétting Ford Maverick Lariat. Mynd FORD

Nýi Maverick verður fyrsti Ford sem kemur með tvinnvél sem staðalbúnað, sem búist er við að skili sparneytni sem verður um 5,8 lítrar á 100 km. Bíllinn getur dregið allt að 680 kg með tvinnvélinni, og hann getur dregið allt að 4.000 pund með EcoBoost bensínvélinni.

Búist er við að staðalgerð tvinnvélar verði 191 hestafl og togið 210 Nm. 2,0 lítra EcoBoost bensínvélin, sem er valkostur, er sögð vera 250 hestöfl og togið 375 Nm.

Þessi nýi pallbíll 279 mm styttri – og um 5.000 dollurum ódýrari en Ranger á Bandaríkjamarkaði.

Maverick situr á sama „unibody“ framhjóladrifna / fjórhjóladrifna C2 grunninum sem liggur til grundvallar Bronco Sport, Escape og Lincoln Corsair.

Að innan kemur bíllinn með 8 tommu snertiskjá. Hann mun hafa innbyggt mótald sem Ford er að setja í alla bíla sína, fyrir þráðlausar uppfærslur.

Að aftan er geymsla undir aftursætinu sem er nógu djúp til að rúma körfubolta. Hliðar hverrar hurðar eru með hólf í hurðarhandfanginu sem gæti til dæmis rúmað eins lítra vatnsflösku.

Fjórhjóladrifinn Ford Maverick með EcoBoost. Mynd: FORD

Hugsaður út frá grunnþörfum viðskiptavina

Í Bandaríkjunum sagði Ford að bíllinn beinist að kaupendum fólksbíla sem og kaupendum sem annars gætu valið meðalstóran pallbíl eða „crossover“. Maverick verður ætlaður yngri kaupendum, að sögn markaðsaðila.

Þessum pallbíll mun einkum vera ætlað að keppa við Santa Cruz, nýja litla pallbílinn frá Hyundai.

(Automotive News Europe)

Fyrri grein

Bylting í bæjarsnattið

Næsta grein

Nýr Nissan Z sportari á leiðinni

Jóhannes Reykdal

Jóhannes Reykdal

Ritstjóri og blaðamaður

Svipaðar greinar

 LEAPMOTOR er ný tegund rafbíla á Íslandi

 LEAPMOTOR er ný tegund rafbíla á Íslandi

Höf: Jóhannes Reykdal
10/10/2025
0

ÍSBAND hefur verið valið sem umboðsaðili Leapmotor á Íslandi. Þetta markar komu merkisins á íslenskan markað. Forsala er hafin og...

Nýr Kia PV5 mun keppa við VW ID Buzz

Nýr Kia PV5 mun keppa við VW ID Buzz

Höf: Jóhannes Reykdal
09/10/2025
0

Kia keppir við VW um forystu í markaðssetningu rafknúinna fólksflutningabíla SEÚL — Volkswagen ID Buzz, söluhæsti meðalstóri fólksflutningabíll Evrópu, mun...

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

Höf: Jóhannes Reykdal
08/10/2025
0

Eftir meira en áratug á markaðnum er Kia Soul að hverfa á braut. Kia hefur staðfest að framleiðslu Soul lýkur...

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

Höf: Pétur R. Pétursson
08/10/2025
0

FSD stenur fyrir „full self driving” Útgáfa 14.1 er stærsta FSD uppfærsla í eitt ár FSD 14.1 hefur einnig nokkrar...

Næsta grein
Nýr Nissan Z sportari á leiðinni

Nýr Nissan Z sportari á leiðinni

Segðu okkur hvað þér finnst! Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Bílaframleiðsla

 LEAPMOTOR er ný tegund rafbíla á Íslandi

10/10/2025
Bílaframleiðsla

Nýr Kia PV5 mun keppa við VW ID Buzz

09/10/2025
Bílasýningar

Nýr og alrafmagnaður Kia EV4 frumsýndur um land allt

09/10/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.