Ford Bronco Raptor verður frumsýndur 24. janúar
Ford Bronco Raptor er næstum kominn! Svo segir á vef TorqueReport. Ford hefur tilkynnt að bíllinn verði frumsýndur mánudaginn 24. janúar.
Ford hefur sýnt nokkrar myndir af Bronco Raptor, en ekki er ljóst hvort bæði tveggja og fjögurra dyra útgáfur verði fáanlegar. Enn sem komið er hefur einungis fjögurra dyra Bronco Raptor sést á myndunum.
TorqueReport gerir ráð fyrir að Bronco Raptor verði knúinn V6 vél með tvöfaldri forþjöppu, en ekki hefur verið staðfest hvort það verður 3,0 eða 3,5 lítra vél. Vefurinn gerir ráð fyrir að hann verði um 400 hestöfl.

Bronco Raptor mun koma í sölu í sumar.
Við munum segja nánar frá þessari útgáfu á Ford Bronco að frumsýningunni lokinni.
(frétt á vef Torque Report)