Þriðjudagur, 19. ágúst, 2025 @ 15:38
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Flytjum 88 bíla úr landi í hverjum mánuði

Malín Brand Höf: Malín Brand
04/01/2022
Flokkar: Bílaheimurinn
Lestími: 5 mín.
285 3
0
138
DEILINGAR
1.3k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Árið 2021 voru 11.080 bílar afskráðir á Íslandi. Einhverjir fóru í endurvinnslu (eða til úrvinnslu), sumir „týndust“ eða var stolið og þeir mögulega fluttir úr landi. Svo  kemur það áhugaverða: 1.057 bílar voru fluttir úr landi. Það eru að meðaltali 88 bílar í mánuði, 22 stykki vikulega, já eða um 3 bílar á dag!

Þetta er á meðal þess sem skoða má á vef Samgöngustofu en þar má nálgast ýmsar bifreiðatölur sem oftar en ekki koma á óvart.

Týndu bílarnir

Það er erfitt að týna bíl, en hefur maður þó lent í því. Það var alveg grábölvað og ég vissi ekki mitt rjúkandi ráð þegar ég kom út úr Þjóðarbókhlöðunni á háskólaárum mínum, gjörsamlega úrvinda og vissi varla hvort ég væri að koma eða fara.

Ég var á bíl sem þáverandi kærasti minn átti og var svo ljúfur að lána mér. Bíllinn var af hinni stórgóðu gerð Mazda RX-8. Þess vegna var enn undarlegra að standa frammi fyrir því að vera búin að týna bílnum; bíl sem ég átti ekki einu sinni sjálf. En sportarinn var nú lægri en flestir aðrir bílar við bókhlöðuna og tókst honum því að hverfa gjörsamlega á milli tveggja meðalstórra fólksbíla.

Fann ég bílinn á 10 mínútum en trúið mér (þið sem aldrei hafið týnt bíl) að þetta er andstyggileg tilfinning.

Það er sannarlega andstyggilegt að týna bílnum. Þessi virðist hafa lent í einhverju álíka óheppilegu. Mynd/Unsplash

Þess vegna þótti mér áhugavert að sjá að af þeim 11.080 bílum sem afskráðir voru á Íslandi 2021 voru 130 bílar einfaldlega „týndir“. Ég er viss um að þeir eru ekki við Þjóðarbókhlöðuna og sennilega ekki heldur við önnur bóka- eða skjalasöfn.

Flokkun þeirra týndu 2021

Þarna eru til dæmis 2 vörubílar (N3) með leyfða heildarþyngd yfir 12.000 og 9 „vörubílar“ (N2) https://www.reglugerd.is/reglugerdir/allar/nr/822-2004 með leyfða heildarþyngd undir 12.000 (t.d. pallbílar).  

Á tíu ára tímabili höfum við samtals „týnt“ 1.370 bílum og þeir bara gjörsamlega gufað upp… Skjáskot/Hagstofa Íslands

Hvað verður um þessa bíla?

Fleiri en undirrituð hafa leyft þessum útflutningstölum að koma sér á óvart, enda hefur útflutningur á bílum ekki verið svo mikill síðan 2009. Hefur talan farið lækkandi síðan þá með einhverjum undantekningum.

Tölur yfir útflutning á bílum frá Íslandi síðustu tíu árin. Skjáskot/Hagstofa Íslands

Fyrir fáeinum vikum birtist í Morgunblaðinu frétt um vaxandi útflutning á bifreiðum og þar segir meðal annars: „Eft­ir hrunið voru sett lög í lok árs 2008, sem heim­iluðu að end­ur­greiða vöru­gjald af vél­knún­um öku­tækj­um sem voru af­skráð og flutt úr landi og giltu þau til árs­loka 2009. Ein­mitt það ár fór út­flutn­ing­ur bíla í hæstu hæðir. Þá voru flutt­ar út 2.253 bif­reiðar, en næst­mest var flutt út 2006 eða 1.133 bif­reiðar. Árið 2010 voru flutt­ar út 954 bif­reiðar, en síðan dróst þessi út­flutn­ing­ur sam­an með hverju ár­inu til árs­ins 2016.“

Frétt Morgunblaðsins má lesa hér .

9.620 bílgarmar fóru til úrvinnslu á síðasta ári. Hér sést yfir starfsstöð Hringrásar og sýna skemmtiferðaskipin að þetta er tekið „fyrir Covid“. Mynd/M. Brand

Ekki erum við að flytja út tjónabíla?

Í nýlegri frétt á vef FÍB (Félags íslenskra bifreiðaeigenda) er fjallað um ófullnægjandi regluverk í kringum tjónabíla. Í fréttinni er haft eftir framkvæmdastjóra þjónustusviðs BL að töluvert sé „um útflutning á tjónabifreiðum og að gert sé við þá ytra eða þeir fari í partasölu en sömuleiðis að íslenskir aðilar taki það í sínar hendur. [Hann] segir jafnframt tíðkast að bílar fái skráningu frá aðilum með burðarvirkisvottorð til að geta skráð bílinn aftur á götuna þar sem liggja þarf fyrir að bíllinn hafi farið í viðgerð,“ segir m.a. í fréttinni sem lesa má hér.

Árið 2020 fluttust rúmlega 2.160 Íslendingar af landi brott og gera má ráð fyrir ekki svo ólíkri tölu fyrir árið 2021, eða í kringum 2000 manns miðað við hversu dregið hefur úr brottflutningi Íslendinga síðustu fimm árin.

Rúmlega þúsund bílar voru fluttir út árið 2021 og á það svo sem ekkert skylt við hversu margir Íslendingar flytja af landi brott. Skjáskot/Hagstofa Íslands.

Það kunna eflaust að vera ótal skýringar á því hversu margir bílar voru fluttir úr landi árið 2021. En sennilega hafa brottfluttir Íslendingar ekki tekið þessa bíla með sér. Þó svo að Íslendingar eigi ýmis met í hinu og þessu.

Í frétt FÍB sem vísað er í hér að ofan kemur einnig fram að félagið muni funda með stjórnvöldum, Samgöngustofu og Neytendastofu sem fyrst til að finna flöt á regluverkinu í kringum tjónabíla og munum við fylgjast með framvindu mála.

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Fyrri grein

Dakar rallið 2022 fer skrautlega af stað

Næsta grein

Fimmti besti BMW sögunnar?

Malín Brand

Malín Brand

Akstursíþrótta- og blaðamaður

Svipaðar greinar

Nýr rafknúinn Nissan Micra

Nýr rafknúinn Nissan Micra

Höf: Jóhannes Reykdal
18/08/2025
0

Nissan mun miða „glæsilegri“ rafknúinn Micra að kvenkyns kaupendum PARÍS — Nissan gaf teyminu sem var að hanna nýja rafknúna...

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

Höf: Jóhannes Reykdal
05/08/2025
0

Skuggmynd minnir okkur á að Skoda stefnir að því að sigra markaðinn fyrir rafknúna stationbíla Skoda hefur verið að framleiða...

Honda Civic hefur fengið nýtt útlit

Honda Civic hefur fengið nýtt útlit

Höf: Jóhannes Reykdal
04/08/2025
0

Með nýrri uppfærslu á Honda Civic er kynnt nýtt útlit fyrir 11. kynslóð gerðarinnar Nýi Prelude fra Honda kemur fram...

Honda N-ONE e – Lítill rafbíll með mikinn persónuleika

Honda N-ONE e – Lítill rafbíll með mikinn persónuleika

Höf: Jóhannes Reykdal
02/08/2025
0

Það er stundum gaman að fylgjast með hvernig „smábílamarkaðurinn“ í Japan þróast.   Peter Johnson hjá electrek-vefnum var að fjalla um...

Næsta grein
Bronco prófaður fyrir King of the Hammers

Bronco prófaður fyrir King of the Hammers

Umræður um þessa grein

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Álit

Volkswagen ID.Buzz GTX – fortíðin mætir nútímanum

18/08/2025
Bílaframleiðsla

Nýr rafknúinn Nissan Micra

18/08/2025
Bílaframleiðsla

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

05/08/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.