Flottustu bílarnir og fallegt fólk
Á vorin þegar fer að birta, það hlýnar aðeins og ekki rignir birtast á kvöldin fallegustu menn og konur landsins á nýbónuðum spariköggum. Smábíltúr, stoppað og spjallað við Hörpu, tveggja metra reglan virt og svo farið heim eða í ísbúðina. Strákar verða alltaf strákar nema hvað sandkassinn breytist og stækkar, gaman að hitta vini sína.
Þriðjudaginn 5. maí var Mustang klúbburinn með reglulegan hópakstur og spjallstopp við Hörpu. Óvenjustuttur Mini og langir Kádiljákar í heimsókn.
Ragnar Th. Sigurðsson ljósmyndari hefur myndað mikið af fallegum bílum í áranna rás og hann leyfði Bílabloggi góðfúslega að birta nokkrar af þessum myndum sínum, bæði frá fyrsta hópakstri Mustang-klúbbsins á dögunum og eins frá öðrum samkomum þar sem þessir flottu bílar voru í aðalhlutverki.
Að skoða þessar myndir er eins og að horfa í flottasta konfektkassann og reyna að velja besta molann – en þetta eru allt flottustu molarnir í kassanum.
Ljósmyndir. Ragnar Th. ARCTIC IMAGES






























