Sala á að hefjast í júlí og viðskiptavinir sem kaupa sérstakan R Pass munu geta lagt inn pöntun einhverjum vikum á undan öðrum.
Pantanabækur fyrir hinn glænýja, endurhannaða Renault 4 verða opnaðar í júlí og verðið byrjar í kringum 26.995 pundum (um 4.660.000 kr.) – nokkrum þúsundum pundum minna en helstu keppinautar eins og Jeep Avenger, MINI Aceman og Ford Puma Gen-E.

Ef þú vilt fá þennan „retro” hannaða fjarka í hendurnar eins fljótt og auðið er, býður Renault upp á „R4 R Pass” fyrir 150 pund (26 þús. kr.) sem gerir viðskiptavinum kleift að leggja inn pöntun frá 1. júlí, á undan öllum öðrum. Ef þú ert tilbúinn að bíða mun Renault 4 fara í sölu til almennings 15. júlí.
Aðeins meira pláss en í nýja Renault 5
Renault 4 verður knúinn af 52 kWh rafhlöðu sem býður upp á allt að 400 km drægni, að sögn franska fyrirtækisins, en 148 hestafla rafmótor mun knýja framhjólin og gefur bílnum hröðun frá 0-100 km/klst. á 8,2 sekúndum.
Það ætti að taka aðeins 30 mínútur að fylla á rafhlöðuna úr 15 í 80 prósent, þökk sé 100 kW hámarkshleðsluhraða.

Við gerum ráð fyrir að tvímótors, fjórhjóladrifs uppsetningu verði bætt við á einhverjum tímapunkti, eftir að Renault afhjúpaði ævintýralega R4 Savane 4×4 hugmyndabílinn.
Auk þess staðfestu yfirmenn Fiat við Auto Express að nýr Panda 4×4 væri á leiðinni – þó hann verði tvinnbíll, ekki rafknúinn – þannig að 4WD Renault 4 væri áhugaverður keppinautur við þann bíl.
Nýjasti búnaður í boði
Í byrjun verður Renault 4 fáanlegur í þremur útfærslum: Evolution, Techno og Iconic. Allar gerðir fá 18 tommu álfelgur, 10,1 tommu snertiskjá, þráðlaust Apple CarPlay og Android Auto, bakkmyndavél, lyklalaust aðgengi, orkusparandi varmadælu og nokkur öryggiskerfi, þar á meðal umferðarskilta greiningu og athyglisviðvörun ökumanns.



Byrjunargerðir Evolution munu vera með sjö tommu skjá, en Techno útgáfan (fáanleg frá 28.995 pundum – um 5 milljónum kr.) bætir við stærri 10 tommu ökumannsskjá, auk innbyggðra Google forrita og þjónustu, þráðlauss hleðslupúða, aðlagandi hraðastilli með „stop and go” eiginleika, 100 prósent endurunnið denimefni í klæðningu og sætisáklæði og „one pedal drive” akstursstillingu – sem þú færð ekki í Renault 5 ennþá.

Þá mun Renault 4 í Iconic týpan byrja frá 30.995 pundum (5.3 milljónum kr.) og er með gráu áklæði (og flest í innréttingu með 100 prósent endurunnum efnum), hita í stýri, hita í framsætum, handfrjálsum afturhlera, virku ökumanns aðstoðarkerfi og upplýstum hleðsluvísi á vélarhlífinni, í Renault merkinu.

Sex einstakir litir verða fáanlegir í byrjun, þar á meðal Hauts-de-France Green sem á að heiðra Île-de-France Blue litinn sem boðið var upp á á upprunalega Renault 4 á sjöunda áratugnum.
Ef hann er ekki fyrir þig eru hinir valkostirnir Glacier White, Urban Grey, Diamond Black, Carmin Red og Cumulus Blue.
Kaupendur munu einnig geta bætt við andstæðu svörtu þaki, með eða án svartrar „vélarhlífar líka”.

Annað afturhvarf til gamla R4 bílsins er rafdrifið strigaþak sem opnast og verður valfrjáls aukabúnaður fyrir Techno og Iconic týpurnar, og Renault segir að þú getir opnað þakið með því að ýta á hnapp eða notað raddskipanir. Hins vegar verður það ekki fáanlegt strax.
Byggt á grein Autoexpress og á við Bretlandsmarkað
Umræður um þessa grein