Föstudagur, 10. október, 2025 @ 14:49
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Fiat X 1/9

Haukur Svavarsson Höf: Haukur Svavarsson
16/02/2023
Flokkar: Bílasagan
Lestími: 5 mín.
281 5
0
137
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Fiat X 1/9

Oft eru gerðarheiti bíla skrítin, en þetta er eitt af þeim skrítnustu. X-ið er svo sem í lagi og hefur sést víðar; en 1/9, hvað er það? Er þetta fyrsta útgáfa af fleirum, þá væntanlegum, af FIAT 9? Eða er bílinn aðeins lítið brot af einhverjum öðrum FIAT, og þá hverjum? Þetta gerðarheiti er alla vega einstakt.

Ég held ég geti fullyrt að enginn annar bíll í sögunni hefur skartað almennu broti í heiti sínu.

Sagan er einfaldlega sú, að um 1970 er Fiat að þróa línu bíla, sem á vinnslustigi var einfaldlega kölluð X.

Bíllin sem hér um ræðir var einfaldlega sá níundi í þeirri línu og var því vinnuheiti einfaldlega haldið þegar hann fór í framleiðslu.

Til dæmis má nefna að Lancia Monte Carlo, sem nánar verður vikið að síðar í þessari grein, hét á hönnunarstigi X 1/8. En hvað um það; hvað er X 1/9 fyrir bíl og hvað er merkilegt við hann?

Lítill og léttur

Þetta er lítill, tveggja sæta spotbíll, léttur og með lítilli vél. Sama uppskrift og breskir bílaframleiðendur voru þekktir fyrir að smíða öðrum fremur og höfðu er hér var komið sögu gert áratugum saman.

Sama uppskrift og allir sportbílar höfðu fylgt frá því sportbíllinn kom fyrst fram á sjónarsviðið.

Bílar, sem voru eiginlega meira hugsaðir sem leiktæki en praktísk farartæki. En X 1/9 vék í einu mikilvægu atriði frá hinni margnotuðu formúlu. Vélin var á röngum stað, eða réttum, svona eftir því hvernig á það er litið.

Hún var nefnilega ekki í nefi bílsins heldur í miðjunni, á milli afturhjólanna.

Byggingarlag keppnisbíls

Þetta byggingarlag hafði lengi verið notað í keppnisbílum. Fyrstur til þess var Benz Tropfenwagen árið 1923.

Síðar varð þetta einkenni alls lags kappakstursbíla en það er ekki fyr en 1962 sem fyrsti miðjuvélarbíllinn fyrir almenning kemur fram á sjónarsviðið; hinn franski Bonnet Djet, sem lítilli hylli náði og varð ekki langlífur.

Og þá fara hjólin að snúast. Ofursportbílar þessa tíma fara hver af öðrum að færa sig í þess átt en FIAT X 1/9 er eiginlega fyrstur til að bjóða miðjuvélarsportbíl á verði sem hentaði venjulegum almenningi. Fram að því höfðu sportbílar sem hentuðu þannig fólki allir verið með vélina í nefinu.

Að vísu framleiddi Porsche gerðina 914 frá 1969-1976 og honum var ætlað að höfða til efnaminni kaupenda en 911, svo það má kannski segja að X 1/9 hafi fylgt í kjölfar hans. FIATinn gekk bara lengra í að henta almenningsveskinu.

Vélin í miðjunni

Sú aðferð að staðsetja vélina í bílnum miðjum hefur bæði kosti og galla, svona eftir því hvernig meiningin er að nota bílinn.

Stærsti kosturinn er, að með því er þyngsti, einstaki hluti bílsins í honum miðjum sem jafnar mjög þyngdardreifinguna milli fram og afturenda, sem síðan stórbætir aksturseiginleika bílsins, samanborið við þá sem hafa vélina á öðrum hvorum endanum. Enda, eins og áður sagði, var þetta fyrirkomulag áratugum saman notað í keppnisbílum margskonar.

Megingallinn við fyrirkomulagið í götubíl er hins vegar sá, að vél og tilheyrandi tekur pláss, svo með þessari staðsetningu er ómögulegt að koma aftursæti í bílinn.

Allir miðjuvélarbílar eru því tveggja sæta. Sem leiðir af sér að þeir eru allir einhvers konar sportbílar.

Langt líf

En aftur að viðfangsefninu; FIAT X1/9. Hann var framleiddur frá 1972-1989 í um 150.000 eintökum. 380 cm langur og 160 cm breiður, fyrst með 72 hestafla vél og síðar 85 hestöfl, sem þykir kannski ekki mikið en han vóg aðeins um 900 kg.

Það tók hann 11 sekúndur að ná hundrað km/klst og hámarkshraði 180 km/klst.

Tölur sem ekki beinlínis heilla í dag, en voru algerlega á pari við ódýra sportbíla á þeim tíma. Enda var markmiðið ekki hraðakstur eða spyrnukeppnir. Það voru aksturseiginleikar bílsins sem voru öðru vísi en í öðrum bílum, sem venjulegur almenningur hafði efni á á þessum tíma. Þetta get ég sagt kinnroðalaust því ég átti sjálfur einu sinni einn svona.

Mig minnir að það hafi verið 1981 eða´82 sem þáverandi FIATumboðið á Íslandi flutti inn nokkra svona bíla. Ég man ekki hvað þeir kostuðu en man þó að þeir voru tiltölulega ódýrir.

Þetta konsept sló sem sagt í gegn ef svo má segja og má merkja að af langlífi FIAT X 1/9. Hann var sem áður sagði framleiddur í heil 17 ár.

Og ekki lét FIAT samsteypan sér hann nægja, því á sama tímabili sendu þeir einnig frá sér Lancia Monte Carlo frá 1975-1981 að ógleymdum Lancia Stratos (sem var að vísu fyrst og fremst keppnisbíll) frá 1973-1978. Á árinum milli 1980 og 1990 reyndu fleiri framleiðendur sig síðan við ódýran miðjuvélarsportbíl. Má þar meðal annars nefna  Pontiac Fiero 1984 og Toyota MR2 sama ár.

Pontiacinn varð ekki langlífur en Toyotan var framleidd allt fram til 2007. Einnig mætti nefna nokkra fleiri en ég læt þá liggja milli hluta. Í dag er miðjuvélarbyggingarlagið einungis í boði í rándýrum ofursportbílum, nema Porsche Boxster og Cayman, sem seint verða taldir til ódýrra sportbíla.

Afburðar aksturseiginleikar

Alla vega; það byggingarlag að staðsetja vélina í miðjum bílnum hefur alltaf í huga bíladellumanna þótt vera ávísun á afburða aksturseiginleika.

Það er eiginlega sind að enginn slíkur skuli lengur vera á markaði í verðflokki, sem hentar vekjum almennra bílakaupenda heldur vera alfarið handa þeim, sem (óþarflega) mikið hafa milli handanna.

Þó má kannski segja, að alls konar rafmagnsbílar hafi ekki svo ólíka eiginleika.

Véin sem slík er jú horfin og rafhlöðum er gjarna dreift undir bílnum svo þyngdardreyfingarvandamálið, sem staðsetning vélar réði svo miklu um er eiginlega leyst; staðsetning rafhlaða er hönnuðum eiginlega valfrjáls og því ætti að vera hægur vandi að jafna þyngdardreifingu milli enda bílsins með hverjum þeim hætti sem mönnum hentar.

Kannski, í framtíðinni, verður þessi pæling um hvar sé best að staðsetja vél í bíl bara einhver fortíðarumræða fyrir sögufróða.

Fyrri grein

2024 Mercedes-Benz eSprinter

Næsta grein

Rafbíladagar Opel

Haukur Svavarsson

Haukur Svavarsson

Íslenskufræðingur og blaðamaður

Svipaðar greinar

Flaggskipið Ranger Rover SV klætt í svart í tilefni afmælisins

Flaggskipið Ranger Rover SV klætt í svart í tilefni afmælisins

Höf: Pétur R. Pétursson
13/09/2025
0

Land Rover á Íslandi fær innan fárra vikna í sýningarsalinn við Hestháls glæsilega nýja útgáfu af flaggskipi merkisins, sem ber...

Bíll byggður á Hyundai Concept Three kemur á markað árið 2026

Bíll byggður á Hyundai Concept Three kemur á markað árið 2026

Höf: Jóhannes Reykdal
11/09/2025
0

Hyundai stefnir að markaði lítilla rafbíla í Evrópu með rafknúnum hlaðbak með Ioniq-merkinu MÜNCHEN — Hyundai stefnir að því að...

Algjör veisla fyrir rúntara

Höf: Pétur R. Pétursson
12/07/2025
0

Við tókum Guðfinn Eiríksson, stjórnarmann í Bílaklúbbnum Krúser, tali eftir þáttöku hans á Västerås Summermeet sem fram fór fyrir skömmu...

Af hverju er merkið á Audi fjórir hringir?

Af hverju er merkið á Audi fjórir hringir?

Höf: Jóhannes Reykdal
23/06/2025
0

Audi var stofnað árið 1909 en fékk ekki fjóra hringi fyrr en árið 1932. Við skoðum söguna… Ef einhver segði...

Næsta grein
Rafbíladagar Opel

Rafbíladagar Opel

Segðu okkur hvað þér finnst! Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Bílaframleiðsla

Nýr Kia PV5 mun keppa við VW ID Buzz

09/10/2025
Bílasýningar

Nýr og alrafmagnaður Kia EV4 frumsýndur um land allt

09/10/2025
Bílaframleiðsla

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

08/10/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.