Fiat veðjar á rafmagnsútgáfu Fiat 500

136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR

Fiat veðjar á rafmagnsútgáfu Fiat 500 nú þegar samruni við Renault virðist ekki vera á leiðinni

Fiat er greinilega að sækja fram að nýju eftir að samrunaviðræður við Renault runnu út í sandinn
Verksmiðjur Fiat eru margar vel tæknivæddar og mikil sjálfvirkni við smíði bílanna.

Fiat Chrysler Automobiles mun fjárfesta 700 milljónir evra til að byggja upp nýja framleiðslulínu fyrir nýja rafmagnsútgáfu af Fiat 500, núna þegar það virðist að sameiningarviðræður við Renault séu runnar út í sandinn.

Pietro Gorlier, aðalstjórnandi FCA í Evrópu tilkynnti um þessa fjárfestingu í Mirafiori-verksmiðju Fiat í Tórínó á fimmtudag. Reiknað er með að þessari línu muni koma um 80.000 rafbílar á ári, ný gerð rafdrifins Fiat 500.

„Áætlunin er staðfest“, sagði Gorlier við fréttamenn þegar hann var spurður hvort fjárfesting FCA í tækni rabíla myndi verða óbreytt eftir að áætlunin um 35 milljarða bandaríkjadala sameiningarviðræður við Renault gengu ekki eftir í síðasta mánuði.

Framleiðsla á nýrri hönnun á 500 EV mun hefjast á öðrum ársfjórðungi 2020, með möguleika á að auka getuna síðar, sagði Gorlier.

Fiat 500 er einn af frægustu gerðum Fiat, hleypt af stokkunum upp úr 1950 og varð fljótt tákn um ítalska hönnun bíla.

Sú gerð af Fiat 500 sem er hér hægra megin, var sá bíll sem gerði mörgum fjölskyldum á Ítalíu mögulegt að eignast sinn eigin bíl. Sá nýjasti, vinstra megin, þykir ákaflega vel heppnaður borgarbíll.

Fjárfestingin er hluti af áætlun sem tilkynnt var í fyrra að fjárfesta 5 milljarða evra á Ítalíu allt að 2021.

Þessi nýi 500 EV verður fyrsti bíllinn frá Fiat sem eingöngu notar rafhlöður og verður seldur í Evrópu. FCA fjallaði ekki um áætlanir um sölu á öðrum mörkuðum eins og Bandaríkjunum og Kína.

Eldri gerð rafdrifins Fiat 500 var seld í Bandaríkjunum til að uppfylla losunarreglum um núlllosunartæki. Á árinu 2014 bað fyrrverandi forstjóri FCA, Sergio Marchionne, viðskiptavinina um að kaupa ekki 500e vegna þess að fyrirtækið myndi tapa fjármunum á þeirri sölu.

Fiat stefnir að því að halda núverandi 500 (á myndinni) með bensínvél og einnig sem gerð sem aðeins notar rafhlöður.

Rafmagnsútgáfa Fiat 500 verður seld samhliða núverandi útgáfu 500 með bensínvél, sem verður áfram smíðuð í Tychy, Póllandi.

Gorlier sagði að það væri von Fiat að ná árlegum sölu á 80.000 eintökum af rafdrifnum 500 EV eftir um það bil tveggja ára aðlögunartíma. „Þetta mun byggjast mikið á því hversu hratt eftirspurn eftir rafknúnum ökutækjum þróast“, sagði hann.

Þessi nýi 500 EV varð til, hannaður og tæknilega fullkomnaðir í Mirafiori að sögn Gorlier.

FCA er að draga úr framboði á Fiat vörumerkinu í Evrópu í nokkrar gerðir sem byggjast á rafmagnsútgáfu 500 línunni og smábílnum Panda. Þessar tvær gerðireru ráðandi í þessum stærðarflokki á svæðinu.

Full rafmagnsútgáfa 500 mun að sögn Fiat-manna verða bíll sem mun höfða til kaupenda í borgum þar sem aðgengi bíla með hefðbundnum brunavélum er takmarkað.

(Byggt á Automotive News Europe)

?

Svipaðar greinar