Laugardagur, 9. ágúst, 2025 @ 9:39
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Fiat Chrysler er að koma aftur með nafnið „airflow“

Jóhannes Reykdal Höf: Jóhannes Reykdal
06/01/2020
Flokkar: Bílaheimurinn
Lestími: 4 mín.
282 3
0
136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Fiat Chrysler er að koma aftur með nafnið „airflow“ á hugmyndabíl á CES-sýningunni 2020

Árið 1934 frumkynnti Chrysler „Airflow“ (loftflæðið). Bíllinn var bylting að því leyti að hann færði prófanir í loftgöngum frá flugheiminum á bílamarkaðinn. Meira en 85 árum seinna er nafnið komið aftur á hugmyndabíl frá FCA sem verður frumsýndur á CES-sýningunni í Las Vegas í vikunni.

CES® er alþjóðlegt svið nýsköpunar

CES-sýningin er samkomustaður heimsins fyrir alla þá sem eru í viðskiptum á borð við neytendatækni. Sýningin hefur þjónað sem grundvöllur fyrir frumkvöðla og byltingarkennda tækni í 50 ár – sviðið þar sem nýjungar næstu kynslóðar eru kynntar á markaðinum.

Sýningin er í eigu og sett upp í Las Vegas af Consumer Technology Association (CTA) ® og laðar að viðskiptaleiðtoga víða að úr heiminum og brautryðjendur.

Upprunalegi „Airflow“ táknaði mikla breytingu ekki aðeins í því hvernig bíll var hannaður að utan heldur einnig hvernig farþegar höfðu samskipti við bílinn. Lág inngangshæð og staðsetning sætis að aftan fyrir framan afturásinn gaf tilfinningu um að aka í bílnum frekar en ofan á honum.

Svona sér Fiat Chrysler fyrir sér að Airflow Vision hugmyndabíllinn sem verður frumsýndur í næstu viku á CES-sýningunni 2020 í Las Vegas muni líta út.  Myndir: FCA

Airflow Vision hugmyndabíll

Nú kallar Chrysler aftur á loftflæðið með Airflow Vision hugtakinu 2020. Ekki er um að ræða beint sýnishorn af því hvers er að vænta frá Chrysler í framtíðinni, Airflow Vision er hannaður til að sýna fram á þá vinnu sem Fiat Chrysler er að setja í notendaupplifun ökumanna og farþega, sem er táknrænt fyrir CES, sýninguna þar sem bílaframleiðendur hafa löngum reynt að skilgreina samband þeirra við neytendur á sviði rafeindatækni.

Í þessu tilfelli er þeir hjá Fiat Crysler sérstaklega áhugasamir um að kanna hvernig farþegar farartækjanna hafa samskipti við fjölmiðla og upplýsingatækni sem ráða ríkjum í flestum bílum í dag:

Að innan gegnir UX eða „upplifun notandans“ áberandi hlutverki og er hannað til að vera grípandi upplifun með því að nota marglaga grafík með miklum birtuskilum og ígrunduðum smáatriðum sem veita hreint, fágað útlit. Byggt á meginreglum dýptar, stigveldis, samkvæmni og læsileika, mun notandinn geta séð og upplifað viðmótið á þann hátt sem er öruggur, auðveldur í notkun og skilst vel.

Notkun á skjám, sem byggir á valmyndum, er hægt að sérsníða skjámyndir, einfalda þær og flokka þær eftir þörfum og áhugamálum hvers og eins. Með því að bjóða upp á marga skjáskjái getur notandinn nálgast nauðsynlegar upplýsingar og ákvarðað hvernig þær birtist. Hægt er að deila upplýsingum um skjáina með öllum farþegum með því að strjúka og leyfa hverjum farþega að taka þátt í upplifuninni. Það að sérsníða og aðlaga að viðkomandi aðila eru lykilatriði, hvort sem þeir eru að aka eða eru með sem „aðstoðarflugmaður“.

Byggður á Pacifica PHEV

Undir niðri notar Airflow Vision drifrás og grunnplötu frá Pacifica PHEV og leggur áherslu á að hugmyndin um að þessi bíll sé meira virði en við gætum haldið.

Þessi hugmyndabíll kemur ekki löngu eftir að Fiat Chrysler fjárfesti umtalsverða fjármuni í aðstöðu í Brasilíu sem er hönnuð til þess að leyfa hönnuðum að prófa betur hvernig ökumenn hafa samskipti við ökutæki sín.

Ekki er ljóst hvort þessi bíll var þróaður þar en endurnýjuð áhersla á vinnuvistfræði væri velkomin í gerðum Fiat Chrysler, þar sem nýlegar tilraunir eins og Uconnect-kerfið hafa skilið eftir spurningar.

Athyglisvert er að þó að þessi bíll sé vörumerki loftflæðisins er hann ekki greinilega með vörumerki Chrysler líka (eða De Soto). Afturljósin hafa sérstakt Dodge útlit og mynda form út fyrir neðstu hornin eins og ljósin á núverandi Charger, en þar að auki er bíllinn laus við öll helstu einkenni Chrysler-línunnar.

Óljóst hvaða hlutverki Chrysler mun gegna í framtiðinni

Eftir því sem Fiat Chrysler er nær sameiningunni við PSA er enn óljóst hvaða hlutverki Chrysler vörumerkið mun gegna. Þessi hugmyndabíll virðist benda til þess að greinarmunur á Norður-Ameríku-gerðum af vörumerkjum FCA (fyrir utan Jeep) verði áfram óljós. Auðvitað, þetta er ekkert nýtt frá Chrysler, sem notaði tækifærið til að skella fimm horna stjörnu á hverja þá vöru sem þeir sendu frá sér.

Ásamt Airflow Vision er FCA að sýna okkur rafdrifna hugmyndabíla frá Jeep og hugmynd að Fiat smábíl á CES-sýningunni á þessu ári.

Áherslan á öll hugmyndabílunum er rafvæðing, sem kemur ekki á óvart, og notendaupplifun og við munum sjá meira um þetta þegar sýningin opnar.

(byggt á grein á bílavefnum Jalopnik)
Fyrri grein

Þegar þú vilt ekki fjölskyldujeppa

Næsta grein

Litlir og sérstakir hugmyndabílar frá Daihatsu á bílasýningu í Tókýó

Jóhannes Reykdal

Jóhannes Reykdal

Ritstjóri og blaðamaður

Svipaðar greinar

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

Höf: Jóhannes Reykdal
05/08/2025
0

Skuggmynd minnir okkur á að Skoda stefnir að því að sigra markaðinn fyrir rafknúna stationbíla Skoda hefur verið að framleiða...

Honda Civic hefur fengið nýtt útlit

Honda Civic hefur fengið nýtt útlit

Höf: Jóhannes Reykdal
04/08/2025
0

Með nýrri uppfærslu á Honda Civic er kynnt nýtt útlit fyrir 11. kynslóð gerðarinnar Nýi Prelude fra Honda kemur fram...

Honda N-ONE e – Lítill rafbíll með mikinn persónuleika

Honda N-ONE e – Lítill rafbíll með mikinn persónuleika

Höf: Jóhannes Reykdal
02/08/2025
0

Það er stundum gaman að fylgjast með hvernig „smábílamarkaðurinn“ í Japan þróast.   Peter Johnson hjá electrek-vefnum var að fjalla um...

Allt stefnir í að bílasýningin í Munchen í september verði enn stærri en áður

Allt stefnir í að bílasýningin í Munchen í september verði enn stærri en áður

Höf: Jóhannes Reykdal
01/08/2025
0

Núna eru franar að berast fleiri fréttir af bílsýningunni í Munchen sem stendur yfir frá 9. Til 14. September. IAA...

Næsta grein
Litlir og sérstakir hugmyndabílar frá Daihatsu á bílasýningu í Tókýó

Litlir og sérstakir hugmyndabílar frá Daihatsu á bílasýningu í Tókýó

Umræður um þessa grein

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Bílaframleiðsla

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

05/08/2025
Bílaframleiðsla

Honda Civic hefur fengið nýtt útlit

04/08/2025
Bílaframleiðsla

Honda N-ONE e – Lítill rafbíll með mikinn persónuleika

02/08/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.