Föstudagur, 10. október, 2025 @ 21:42
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Fiat Chrysler bætir 3 sportjeppum við í Evrópu

Jóhannes Reykdal Höf: Jóhannes Reykdal
08/01/2021
Flokkar: Bílaframleiðsla
Lestími: 4 mín.
281 3
0
136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Fiat Chrysler bætir 3 sportjeppum við í Evrópu, þar á meðal Fiat 500X blæjubíl

MÍLANÓ – Fiat Chrysler Automobiles munu setja á markað þrjár nýjar gerðir sportjeppa fyrir Fiat, Alfa Romeo og Maserati vörumerkin á þessu ári, þar sem bílaframleiðandinn mun auka framboð sitt í vaxandi flokki.

Alfa Romeo bætir við Tonale-sportjeppanum sem er fyrir neðan miðstærðarbílinn Stelvio; Maserati mun styðjast við grunn Stelvio fyrir meðalstóra Grecale sportjeppann sinn og gefa kost á bíl á lægra verði en Levante; og Fiat mun smíða blæjuútgáfu af litla 500X, eina sportjeppa fyrirtækisins í dag.

Alfa Romeo Tonale, sýndur hér sem hugmyndabíll, verður smíðaður í verksmiðju FCA í Pomigliano á Ítalíu.

500X Cabrio, eða blæjubíllinn, var kynntur birgjum seint í síðasta mánuði af framkvæmdastjóra FCA í Evrópu, Pietro Gorlier, samkvæmt ítölskum fréttum og talsmaður fyrirtækisins staðfesti á fimmtudag nýju gerðina við Automotive News Europe.

Blæjuútgáfa af Fiat 500X mun keppa við hinn eina annan blæjubíl Evrópu í þessum flokki, Volkswagen T-Roc Cabriolet, sem kynntur var í fyrra. Aðrar nýlegar tilraunir til að smíða blæjubíla byggða á sportjeppa eða crossover gerðum voru meðal annars Range Rover Evoque og Nissan Murano CrossCabriolet.

Búist er við að Fiat 500X Cabrio muni verða með örfáar breytingar frá fernra dyra grunngerðinni til að lágmarka kostnað. Samkvæmt heimildum birgja munu hliðar og hurðir á yfirbyggingu ekki breytast þar sem þaki og afturrúðu er skipt út fyrir samanbrjótanlegan mjúkan topp með glerglugga að aftan, en með hurðarumbúnaði áfram óbreyttum, svipað og blæjuútgáfan af 500 bílnum.

Verð á hefðbundnum 500X á Ítalíu byrjar í 21.000 evrum. Í Þýskalandi byrjar VW T-Roc Cabriolet í 27.545 evrum (næstum 3.000 evrum meira en venjulegur T-Roc með sama búnaðarstig) og er búinn fullsamanbrjótanlegu þaki úr dúk.

500X Cabrio verður settur saman í verksmiðju FCA í Melfi á Suður-Ítalíu, samhliða fimm dyra útgáfunni. Verksmiðjan smíðar einnig Jeep Renegade og Compass. Samkvæmt upplýsingum voru 52.287 500X-bílar framleiddir árið 2020, lækkun um 40 prósent frá árinu 2019. Tölur frá JATO Dynamics sýna að 52.786 bílar voru seldir í Evrópu út nóvember, sem er lækkun um 37 prósent frá sama tíma árið 2019. Sala á Ítalíu, aðalmarkaðinum, lækkaði um 25 prósent í 31.831, samkvæmt samtökum iðnaðarins UNRAE.

Samkvæmt FIM mun Fiat einnig setja á markað væga tvinnútgáfu af 500X á þessu ári.

Fiat 500X verður einnig til í blæjuútgáfu.

Framleiðsla á Tonale og Grecale hefst árið 2021

Einnig hefur verið staðfest að framleiðsla Alfa Romeo Tonale hefst í verksmiðjunni Pomigliano á Suður-Ítalíu seinni hluta þessa árs. Tonale er byggður á breyttri útgáfu af grunni og drifrás Jeep Compass. Bíllinn var sýndur sem hugmyndabíll á bílasýningunni í Genf 2019.

Framleiðandi Alfa er tilbúinn að bæta við þriðja jeppanum seint á árinu 2022 þegar framleiðsla á litlum jeppa byggðum á Common Modular Platform (CMP) frá samrunaaðilanum PSA Group mun hefjast í Tychy verksmiðjunni í Póllandi. Ítalskar fréttir segja að hann gæti fengið nafnið Brennero, sem eins og Stelvio og Tonale, er nafn á ítölsku fjallaskarði.

Búist er við að framleiðsla á Maserati Grecale hefjist snemma í nóvember í Cassino verksmiðjunni á Mið-Ítalíu. Sportjeppinn verður byggður á Giorgio pallinum sem liggur til grundvallar Alfa Romeo Giulia fólksbílnum og Stelvio jeppanum. Þessar tvær gerðir eru smíðaðar hjá Cassino.

Stéttarfélag málmiðnaðarmanna, FIM, staðfesti einnig að framleiðslu á hinum hægselda Alfa Romeo Giulietta lauk í Cassino í desember.

Fréttir af niðurfellingu Giulietta höfðu lekið út í apríl. Rúmlega 9.500 eintök voru seld út nóvember í fyrra, samkvæmt tölum JATO.

Mynd af Maserati Grecale jeppanum sem smíðaður verður á Giorgio grunninum sem notaður er fyrir Alfa Romeo Stelvio.

Framleiðsla dregst saman á Ítalíu

Ítalskar verksmiðjur FCA settu saman 717.636 ökutæki á síðasta ári, sem er 12 prósent samdráttur frá 2019 og lægsta stig síðan 2014, sagði FIM.

Framleiðsla FCA fólksbíla á Ítalíu dróst saman um 12 prósent og er 460.610 bílar. Framleiðsla sendibifreiða í Sevelsud verksmiðjunni, sameiginlegu verkefni FCA og PSA, dróst einnig saman um 12 prósent í 257.026 bíla.

Framleiðslu var hætt 16. mars í öllum ítölskum verksmiðjum þar sem ítalska ríkisstjórnin kynnti harða lokun til að berjast gegn Coronavirus heimsfaraldri. Framleiðsla hófst að nýju 27. apríl í sendibifreiðarverksmiðjunni og stóð fram til júní í Pomigliano. Framleiðslustigið lækkaði um 35 prósent á fyrri hluta ársins, bætti FIM við.

(frétt á Automotive News Europe)

Fyrri grein

Litli indíáninn

Næsta grein

Fjórhjóladrifinn laugardagur hjá Toyota

Jóhannes Reykdal

Jóhannes Reykdal

Ritstjóri og blaðamaður

Svipaðar greinar

 LEAPMOTOR er ný tegund rafbíla á Íslandi

 LEAPMOTOR er ný tegund rafbíla á Íslandi

Höf: Jóhannes Reykdal
10/10/2025
0

ÍSBAND hefur verið valið sem umboðsaðili Leapmotor á Íslandi. Þetta markar komu merkisins á íslenskan markað. Forsala er hafin og...

Nýr Kia PV5 mun keppa við VW ID Buzz

Nýr Kia PV5 mun keppa við VW ID Buzz

Höf: Jóhannes Reykdal
09/10/2025
0

Kia keppir við VW um forystu í markaðssetningu rafknúinna fólksflutningabíla SEÚL — Volkswagen ID Buzz, söluhæsti meðalstóri fólksflutningabíll Evrópu, mun...

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

Höf: Jóhannes Reykdal
08/10/2025
0

Eftir meira en áratug á markaðnum er Kia Soul að hverfa á braut. Kia hefur staðfest að framleiðslu Soul lýkur...

Hugmyndabíllinn Dacia Hipster

Hugmyndabíllinn Dacia Hipster

Höf: Jóhannes Reykdal
07/10/2025
0

Sagður endurskapa smárafbílinn þar sem ESB íhugar nýjar reglur um smábíla MEUDON, Frakkland — Dacia segir að Hipster hugmyndabíllinn þeirra,...

Næsta grein
Fjórhjóladrifinn laugardagur hjá Toyota

Fjórhjóladrifinn laugardagur hjá Toyota

Segðu okkur hvað þér finnst! Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Bílaframleiðsla

 LEAPMOTOR er ný tegund rafbíla á Íslandi

10/10/2025
Bílaframleiðsla

Nýr Kia PV5 mun keppa við VW ID Buzz

09/10/2025
Bílasýningar

Nýr og alrafmagnaður Kia EV4 frumsýndur um land allt

09/10/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.