Fiat 500X í tvílitaðri 120 ára afmælisútgáfu
Fiat er 120 ára á þessu ári, svo náttúrulega hafa þeir í Tórínó búið til sérútgáfubíl til að fagna þessum tímamótum.

Fiat 500X er kominn í 120 ára tvílita afmælisútgáfu. Hvert eintak mun vera með efri hlutann málaðan í svörtum lit sem andstæðu við þrjá af fjórum litum sem eru í boði.

Bíllinn verður boðinn í glanshvítu, perluhvítu, silfurlit og í svörtu. Sá síðasti af þeim er auðvitað sá af fjórum sem mun ekki vera andstæður þakinu.
Fyrir utan þakið fær þessi sérstaki 500X svarta hjólkoppa og svartar 18 tommu felgur. Það eru líka 120. Afmælismerki á bílnum að utan, auk þess að LED framljós og þokuljós verða staðalbúnaður. Innréttingin er með svartmáluðu mælaborði og einstakri bólstrun á sætum með röndóttu brúnu og svörtu áklæði sem er innfellt í sætin.
Ólíkt mörgum sérútgáfum, er 500X 120 ára afmælisútgáfan tiltölulega lítið dýrari en staðalgerð bílsins, og reiknað er með að bíllinn verði kominn til söluaðila í lok ársins.
?



