Sunnudagur, 11. maí, 2025 @ 15:08
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Faðir Ayrton Senna látinn

Malín Brand Höf: Malín Brand
18/11/2021
Flokkar: Mótorsport
Lestími: 3 mín.
267 17
0
136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Milton Da Silva, faðir kappaksturshetjunnar Ayrton Senna, lést í gær, 94 ára gamall. Tuttugu og sjö ár eru liðin síðan sonur hans dó í hörmulegu slysi á Imola-brautinni á Ítalíu. Senna varð í þrígang heimsmeistari í Formúlu 1 og var þrjátíu og fjögurra ára gamall þegar hann lést þann 1. maí árið 1994

Milton Da Silva var kaupsýslumaður og byrjaði viðskiptaferil sinn á því að kaupa og selja bíla. Eftir nokkur ár í bílabransanum færði hann út kvíarnar og stofnaði málmvinnslufyrirtæki. Hann var víst býsna slyngur kaupsýslumaður og fjölskyldufyrirækið var stöndugt.

Þótti Milton liggja beinast við að sonurinn, Ayrton, ynni við hlið hans í fjölskyldufyrirtækinu en það leyndi sér ekki að áhugi sonarins lá annars staðar. Og átti Milton þar hlut að máli.

Maðurinn sem kom Senna af stað

Þegar Ayrton Senna var um fimm ára gamall smíðaði Milton go-kart bíl handa honum. Og tengingunum var kastað. Strákurinn var heillaður af bílnum sínum og hafði yndi af því að þeysast um. Í bílnum var lítill sláttuvélarmótor sem kom fimm ára guttanum þangað sem hann þurfti.

Ayrton Senna á bílnum, 007, sem faðir hans smíðaði.

Ayrton keppti fyrst í go-kart þrettán ára gamall, á öðrum bíl vissulega, og þá sá faðir hans að stráksi var bara virkilega góður ökumaður. Þarna var sko eitthvað! En hvað það var, átti eftir að koma í ljós svo um munaði.

Var stoð og stytta Senna

Það, að Ayrton hefði ekki áhuga á að vinna við hlið föður síns í fjölskyldufyrirtækinu, kom ekki illa við Milton. Það var jú hann sem kom drengnum af stað í mótorsportinu og hæfileikar hans leyndu sér ekki. Þess vegna hvatti hann son sinn alla tíð og var virkur þátttandi í öllu sem að kappakstursferli hans snéri.

Svo því sé haldið til haga þá er Senna komið úr móðurfjölskyldu Ayrton. Móðir hans og eftirlifandi eiginkona Milton Da Silva er Neyde Joanna Senna. Ástæða þess að Ayrton notað nafn móður sinnar mun hafa verið sú, samkvæmt Wikipediu, að það hentaði ferli hans betur því nafnið Da Silva mun vera eitt algengasta ættarnafnið í Brasílíu. Hið brasílíska Jónsson, ef svo má segja.

Charles Marzanasco Filho, vinur fjölskyldunnar og ráðgjafi Ayrton Senna skrifaði í Twitterfærslu að Milton hafi gegnt mikilvægu hlutverki allan keppnisferil Senna. Hann hafi hvatt hann og gefið sig allan í kappaksturinn og það sem honum fylgdi.

Filho skrifaði líka að Milton hafi haft miklar áhyggjur af syni sínum og verið afar hræddur um að eitthvað kæmi fyrir. Einkum og sér í lagi eftir að Ayrton Senna varð heimsmeistari í fyrsta sinn, árið 1988. Þá var Milton á því að þarna væri best að hætta. Hætta á toppnum. En ekki hætti sonurinn og átti hann glæstan feril uns yfir lauk.

Áfram lifir minningin um feðgana sem í sameiningu gáfu akstursíþróttaheiminum mikið og það mun ekki gleymast.

Fyrri grein

Bíltúr: Audi RS3 árgerð 2018

Næsta grein

Kevin Magnussen leysir frá skjóðunni

Malín Brand

Malín Brand

Akstursíþrótta- og blaðamaður

Svipaðar greinar

Ítalskur íhlutaframleiðandi bjargar Recaro Automotive

Ítalskur íhlutaframleiðandi bjargar Recaro Automotive

Höf: Jóhannes Reykdal
08/12/2024
0

Þýski bílstólaframleiðandinn fær fjárfestingu frá Proma Group, sem gerir framleiðslu kleift að hefjast að nýju Ítalski bílavarahlutaframleiðandinn Proma Group hefur...

Átján ára stúlka vann Porsche meistaratitil

Átján ára stúlka vann Porsche meistaratitil

Höf: Pétur R. Pétursson
23/09/2024
0

Isabell Rustad hefur átt nánast fullkomið tímabil í Porsche Sprint Challenge Scandinavia. Um helgina á lokakeppninni á Mantorp Park fékk...

Ford Mustang GTD verður frumsýndur í Evrópu á 24 stunda Le Mans

Ford Mustang GTD verður frumsýndur í Evrópu á 24 stunda Le Mans

Höf: Jóhannes Reykdal
27/05/2024
0

Ford hefur verið að undirbúa nýja Mustang GTD til að gera hann að fullkomnum bíl til að bera „hestanafnið“. Áætlað...

Audi Q8 e-tron breytt í öflugan rafdrifinn torfærubíl með nýrri Dakar útgáfu

Audi Q8 e-tron breytt í öflugan rafdrifinn torfærubíl með nýrri Dakar útgáfu

Höf: Jóhannes Reykdal
06/01/2024
0

Audi tók Q8 e-tron og breytti honum í alrafmagnaðan torfærubíl. Audi Q8 e-tron Dakar- útgáfan er sérgerð fyrir ævintýramenn sem...

Næsta grein
Kevin Magnussen leysir frá skjóðunni

Kevin Magnussen leysir frá skjóðunni

Umræður um þessa grein

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Álit

Audi Q6 e-tron S-line – punkturinn yfir i-ið hjá Audi

11/05/2025
Bílaframleiðsla

Nýr Mercedes GLC EV verður kynntur á bílasýningunni í München

10/05/2025
Bílaframleiðsla

Nýr Jeep Compass stækkar og bætir við valkostum í drifrásum

07/05/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.