Evrópumarkaður spenntur fyrir nýjum Kia XCeed

136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR

Evrópumarkaður spenntur fyrir nýjum Kia XCeed

Kia á Íslandi hefur aðeins verið að kitla væntanlega kaupendur hérlendis með því að segja lítillega frá þessum nýja bíl, Kia XCeed „crossover“ sem er væntanlegur á markað á Íslandi mjög fljótlega.

Erlendir vefmiðlar hafa líka verið spenntir fyrir bílnum, sem kemur til leiks á einum samkeppnismesta hluta markaðarins í Evrópu.

Reikna með góðu gengi

Þrátt fyrir vaxandi fjölda svipaðra bíla í þessum stærðarflokki býst Kia við því að XCeed muni „standa sig vel innan Ceed-sviðs bíla frá Kia,“ hvað varðar sölu, sagði Ioannis Roussis, framkvæmdastjóri Kia.

XCeed deilir K2-grunni Kia með systkinum sínum í hlaðbaksgerð en þessi nýi „crossover“ í coupe-gerð er 48mm hærri og 85mm lengri.

„Crossover“-bílar og sportjeppar eru sífellt meira ráðandi í hlut minni bíla á markaðnum eru 48 prósent af allri sölu á þessum stærðarflokki í Evrópu árið 2018, sagði hann.

Roussis sagði að hönnun bíls að utan væri lang mikilvægasti þátturinn sem viðskiptavinir leita eftir í „crossover“-bílum þar sem 64 prósent þeirra nefna það sem þátt í kaupunaum.

Hærri og lengri

XCeed er smíðaður á sama K2-grunni og hlaðbaksútgáfan og hann er með sléttu, coupe-líku útliti. Hann er 48mm hærri og 85 mm lengri en hlaðbakurinn, en systurbílarnir eru með sama hjólhaf og sömu framhurðir. Mest af aukinni hæð kemur frá upphækkaðri akstursstöðu (+20 mm) og stærri dekkjum (+17mm).

Kia vonast til að selja 45.000 til 50.000 einingar af XCeed í Evrópu á heilt ári, sagði Pablo Martinez Masip, sem er framkvæmdastjóri Kia Evrópu í vörustjórnun og verðlagningu.

XCeed verður aðeins seldur í Evrópu.

Sala í Evrópu á núverandi þremur útgáfum af Ceed jókst um 39 prósent í 63.307 fyrstu sjö mánuðina, samkvæmt JATO Dynamics.

XCeed, sem er í stærð aðeins fyrir ofan Kia Stonic, litla „crossover“ og undir Kia Sportage millistærðarsportjeppanum, en mun keppa við keppinauta eins og Ford Focus Active, Toyota C-HR og Nissan Qashqai.

Emilio Herrera, yfirverkstjóri Kia Europe, sagði að sportleg hönnun XCeed geri hann eftirsóknarverðari en marga hærri og stærri sportjeppa án þess að skerða fjölhæfni vegna „skynvæddra umbúða“ sem „sameina styrk bæði hlaðbak og sportjeppa“.

XCeed býður 426 lítra af farangursrými, sem Kia segir að sé næst Nissan Qashqai en slái á keppendur eins og Mercedes-Benz GLA, Toyota C-HR og Ford Focus Active.

Valkostir í innanrými fela í sér 12,3 tommu fulla stafræna mælaþyrpingu og 10,25 tommu leiðsögukerfi. Leiðsögukerfið inniheldur sjö ára Kia-tengda þjónustu.

Grunnatriði:

Dagsetning kynningar: september 2019

Grunnverð: 21.390 evrur (Þýskaland)

Smíðaður í Zilina, Slóvakíu

Helstu keppinautar: Nissan Qashqai, Toyota C-HR, Mercedes-Benz GLA, Ford Focus Active

Drifrás: Bíllinn er boðinn í upphafi með fjögurra strokka bensínvélum sem bjóða upp á úrval af afli: 1,6 lítra með 201 hestafl; 1,4 lítra með 138 hestöfl; og 1,0 lítra með 118 hestöfl. 1,6 lítra dísel kemur með annað hvort 113 hestöfl eða 134 hestöfl. 1,0 lítra vélin er aðeins fáanleg með sex þrepa beinskiptingu. Hægt er að tengja aðrar vélar annaðhvort við sex gíra handskiptingu eða með sjö gíra tvískiptri kúplingu.

Blendingar: Tvær gerðir blendingsdrifrása verða fáanlegir snemma árs 2020. Rafknúin tengitvinngerð með heildarafköst 139 hestöfl. 48 volta mild blendingsgerð byggð á 1,6 lítra dísilvélinni mun bjóða upp á afköst 113 hestöfl og 134 hestöfl.

Öryggi: XCeed býður upp á fjölda staðlaðra öryggisþátta, svo sem akreinaaðstoð, vörn gegn árekstri að framan og viðvörun ökumanns. Snjallskriðstillir, blindviðvörun og viðvörun að aftan varðandi árekstur eru valkvæðir aukahlutir.

(byggt á Automotive News Europe)

?

Svipaðar greinar