Evrópufrumsýning á Ocean frá Fisker

136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR

Evrópufrumsýning á Ocean frá Fisker

Henrik Fisker notaði Mobile World Congress í Barcelona til að kynna bílinn sinn, Ocean, fyrir Evrópu. Verð eru komin og framleiðsla hefst í nóvember.
Vefurinn BilNorge greinir frá því að rafbíllinn frá Fisker, Ocean, hafi verið frumsýndur í Barcelona.

Eða eins og BilNorge segir: „Ef þú sættir þig við 275 hestöfl og framhjóladrif er byrjunarverðið 372.000 krónur (tæplega 5,5 milljónir ISK). Ef þú ferð í toppgerðina, Extreme, þarf að punga út með 625.000 krónur (rífega 9,1 milljón ISK) en þá færðu heil 550 hö, fjórhjóladrif og áætlaða drægni upp á 630 kílómetra.

Á milli þessara bíla er Ultra á 510.000 krónur (tæplega 7,5 milljón ISK), líka með fjórhjóladrifi. Munurinn á afköstum frá toppgerðinni er ekki mikill – aflið er 540 hö og drægnin er gefin upp 610 km.“

Sýningin Mobile World Congress í Barcelona er kjörinn staður fyrir Evrópufrumsýninguna þar sem bíllinn er stútfullur af háþróaðri tækni, þar á meðal þráðlausum uppfærslum (OTA) hugbúnaðarins, sagði Henrik Fisker í kynningu á mánudaginn.

Fyrstu frumgerðirnar eru nú þegar á færibandinu

Fisker sagðist í síðustu viku hafa séð fyrstu 47 frumgerðirnar á færibandinu í Magna Steyr í Austurríki þar sem bíllinn verður smíðaður.

Fyrirtækið er að byggja upp sína fyrstu þjónustumiðstöð í München og mun á endanum starfa á nokkrum mörkuðum í Evrópu, þar á meðal í Noregi, Svíþjóð og Danmörku.

Hvað þjónustu varðar býður Fisker Mobile Service upp á að sækja bílinn heim til viðskiptavina sem vilja sem einfaldast bílaviðhald.

Sjá má kynningu Fiskers hér:

Svipaðar greinar