Fimmtudagur, 9. október, 2025 @ 21:04
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Er þjónustan betri ef viðskiptavinur virðist ríkur?

Malín Brand Höf: Malín Brand
17/05/2022
Flokkar: Bílaheimurinn
Lestími: 7 mín.
276 8
0
136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Við höfum eflaust mörg heyrt sögur af einhverjum sem ætlaði að kaupa nokkra trukka en fékk ekki afgreiðslu hjá söluaðila því hann kom í vinnufötunum og leit út fyrir að eiga ekki aur. Er þetta svona? Fá þeir betri þjónustu sem eru vel til hafðir og virka „múraðir“?

Nógu fínn til að fá þjónustu? Ætli þessi fengi jafnvel að prófa? Ljósmynd/Unsplash

Það er vonandi ekki algengt en þó eru dæmin til. Sjálf man ég eftir einu dæmi frá því ég fékk bílpróf. Nú býst ég ekki við að 17 ára gemlingur á gömlum Fiat Uno hafi virkað sérlega fjáður. En þannig var að ég fór í bílaumboð nokkurt til að prófa geggjaðan túrbóbíl sem mig langaði virkilega að prófa og auðvitað eiga líka en hvað um það.

Þú en ekki þú

Það var nú lítið mál og bílasalinn lét mig hafa lykilinn að nýjum kagga sem var rúmlega 200 hestöflum kraftmeiri en litla Fiat-krílið mitt.

Tveimur dögum fyrr hafði ungur maður sem ég þekkti ætlað að prófa svona bíl. Þetta var í gamla daga sko (1998/1999) og þá voru stórir vasar á buxum og yfirhöfnum. Það hlýtur að vera því strákurinn (ungi maðurinn var 19 ára) var með allan peninginn í vasanum og ætlaði að kaupa bílinn nema eitthvað fáránlegt kæmi upp.

Það var einmitt það sem gerðist: Eitthvað fáránlegt kom upp.

Stráksi gekk inn í umboðið og óskaði eftir að fá að prófa bílinn. Bílasalinn horfði á stráksa (sem leit jafnvel út fyrir að vera yngri en hann í raun var), mældi hann út og sagði svo fremur hranalega: „Nei, þú mátt ekki prófa hann. Þið strákarnir komið hérna og akið eins og fífl, kaupið ekki neitt og skemmið jafnvel bílana.“

Þetta var auðvitað ekki í lagi en strákurinn gekk þaðan út og var ekki sáttur. Samt var hann ekki nógu sjálfsöruggur, litli karlinn, til að berja í borðið. Skemmst er frá því að segja að daginn eftir var hann kominn á svakalega græju sem hann keypti hjá öðru umboði og ég hugsa að hann hafi beint viðskiptum sínum annað næstu árin eða áratugina.

Sagan hans Sriram Sridhar

Litla sagan mín hér að ofan átti nú bara að vera örstutt en hún varð aðeins lengri en ætlað var í upphafi. Skítt með það. Hér nefnilega saga hugbúnaðarverkfræðings nokkurs að nafni Sriram Sridhar sem er álíka spes nafn og mitt nema bara með öðrum stöfum!

Sögunni deildi hann á Quora.com fyrir rúmum þremur árum. Eins og ég geri gjarnan í gjafmildi minni þá gef ég Sriram, eins og öðrum, orðið og líka íslenska þýðingu: 

Sriram greinir svo frá:

Á háskólaárunum ók ég átta ára gömlum Hyundai Sonata, sem ég keypti á 4.500 dollara.  Fínn bíll sem reyndist vel en það sást langar leiðir að þetta var gamall bíll.

Að námi loknu fékk ég frábæra vinnu og launin voru sko, já þau voru heldur betur góð. Eftir dálitla útreikninga sá ég að ég réði vel við að kaupa mér splunkunýjan BMW 328i, Infiniti G37 eða Mercedes C250.

Meðvitaður um verðlækkunina sem strax verður á nýjum bíl, viðhaldskostnað, tryggingar og allt það þá ákvað ég samt, 23 ára gamall gaurinn, að kaupa nýjan bíl. Mér fannst bara sturlað að vera kominn á þann stað í lífinu að geta keypt mér nýjan bíl! Svo réttlætti ég ákvörðunina með því að það var afsláttur af þessum gerðum í desember 2011. Þannig að ég fór í verslunarleiðangur.

Ég var viss um að þetta yrði nú lítið mál, en þar hafði ég heldur betur rangt fyrir mér!

Hinir viðskiptavinirnir „voru“ merkilegri

Klæddur eins og vanalega fór ég af stað á mínum Hyundai Sonata á fyrsta áfangastað og gekk inn í sýningarsal Infiniti. Hvort sem hægt var að skrifa það á bílinn sem ég ók eða hvernig ég leit út þá þurfti ég að bíða í góðar 20 mínútur þar til einhver hafði geð í sér að yrða á mig.

Meðan ég beið horfði ég á bílasalana nánast flaðra upp um aðra viðskiptavini sem komu. Þeir voru flestir eldri en ég og um leið og þeir stigu inn í salinn var einhver starfsmaðurinn búinn að bjóða þeim hressingu, færa þeim kaffi og vísa til sætis.

Loks gekk ég að móttökunni og kvartaði yfir biðinni. Svarið var: „Já, afsakið en það er bara frekar mikið að gera hjá okkur.“  Þegar sölumaðurinn kom loksins fór hann með mig beinustu leið í deild notaðra bíla og talaði fjálglega um á hve góðu verði einhver fimm ára skrjóður væri og að verðið væri líka sanngjarnt.

Infiniti G37 2011

Þegar ég sagðist nú vera þangað kominn út af nýjum G37 og að hann þyrfti ekki að hafa áhyggjur af því að ég hefði ekki efni á slíkum bíl horfði hann á mig með vott af öfund í augnaráðinu og sýndi mér svo það sem var til af G37.

Samt sem áður leyfði hann mér ekki að reynsluaka bílnum og bar því við að það væri eitthvert vesen með númeraplöturnar. Ég bað þá að hringja í mig þegar ákveðin gerð af bílnum, í útfærslunni sem mig langaði í, kæmi í hús. Bíllinn var væntanlegur. Ég er viss um að nafnspjaldið sem ég skildi eftir hjá þeim hafi farið beinustu leið í ruslið eftir að ég fór þaðan.

Reynsluakstur – á bílastæði!

Næst fór ég í sýningarsal BMW. Þar gerðist nánast það sama og hjá Infiniti. Eini munurinn var sá að ég fékk að prófa bílinn, en bara á bílastæðinu fyrir framan bílasöluna. Ekki í umferðinni. Bílasalinn rétti mér svo nafnspjaldið hjá sölumanni Toyota en sölustaðirnir voru í eigu sama aðila.

BMW 328i 2011

Verulega hafði dregið úr áhuga mínum á þessum tveimur tegundum eftir heimsóknirnar, jafnvel þótt ég væri hrifnari af þeim en Mercedes.

Best að sleppa þessu bara

Ég var vonsvikinn, pirraður og mér var verulega misboðið. Já, ég var eiginlega hættur við allt saman þegar ég gekk að sýningarsal Mercedes-Benz. Ekki leið mér betur þegar ég áttaði mig á að út um risastóra gluggana blasti bílastæðið við og allir sölumennirnir gátu séð á hvernig bíl ég var.

Í þessu hugarástandi átti ég síst von á því sem næst gerðist. Um leið og ég gekk inn í sýningarsalinn kom ungur sölumaður til mín og sagði: „Þegar ég sá bílinn þinn vissi ég að þú þyrftir að fá þér Mercedes. Græjum það!“

Mercedes-Benz C250 árgerð 2011. Mynd/Wikimedia

Hann var kurteis og alúðlegur og hann meira að segja krafðist þess að færi á nýjum bíl og prófaði hann í nokkra klukkutíma. Öðruvísi gæti ég ekki verið viss um hvort mér líkaði bíllinn eða ekki.

Glaður í bragði beið ég eftir nýja bílnum sem ég fékk afhentan í byrjun janúar 2012. Ég á bílinn enn og gæti ekki verið ánægðari með kaupin.

Eftir á að hyggja

Þegar ég lít til baka þá er áhugavert hversu mikil áhrif upplifun viðskiptavinar af sölumanni hefur á það hvort maður kaupir 40.000 dollara bíl eða ekki. Viðmótið skiptir gríðarlega miklu máli, jafnvel meira máli en sjálf tegundin eða bíllinn sem slíkur.

Seinna sagði sölumaðurinn sem seldi mér bílinn að hann hefði lent í því sama einhvern tíma og hann legði því ríka áherslu á að dæma fólk ekki eftir útliti. Það væri ekki hans að ákvarða hver hefði efni á hinum eða þessum bílnum. Hlutverk hans væri að veita hverjum þeim sem kæmi til hans góða þjónustu því það væri til lengri tíma litið það sem viðskiptavinurinn myndi eftir.

Þetta var sagan sem Sriram Sridhar deildi og lokaorðin koma heim og saman við það sem ég skrifaði hér í inngangi: Ég hugsa að hann [strákurinn sem ég nefndi] hafi beint viðskiptum sínum annað næstu árin eða áratugina. Slík eru áhrifin!

Fleira um þjónustu, vonda siði og góða: 

Umhverfis jörðina 50 sinnum: Sama vél og sami gírkassi

Algjör skúrkur: Sagan af Darren og Dave

Martraðarkennd upplifun bílasala

?Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Fyrri grein

Tveir nýir frá Fisker

Næsta grein

Víraður bíll í sjónvarpssal 1968

Malín Brand

Malín Brand

Akstursíþrótta- og blaðamaður

Svipaðar greinar

Nýr Kia PV5 mun keppa við VW ID Buzz

Nýr Kia PV5 mun keppa við VW ID Buzz

Höf: Jóhannes Reykdal
09/10/2025
0

Kia keppir við VW um forystu í markaðssetningu rafknúinna fólksflutningabíla SEÚL — Volkswagen ID Buzz, söluhæsti meðalstóri fólksflutningabíll Evrópu, mun...

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

Höf: Jóhannes Reykdal
08/10/2025
0

Eftir meira en áratug á markaðnum er Kia Soul að hverfa á braut. Kia hefur staðfest að framleiðslu Soul lýkur...

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

Höf: Pétur R. Pétursson
08/10/2025
0

FSD stenur fyrir „full self driving” Útgáfa 14.1 er stærsta FSD uppfærsla í eitt ár FSD 14.1 hefur einnig nokkrar...

Hugmyndabíllinn Dacia Hipster

Hugmyndabíllinn Dacia Hipster

Höf: Jóhannes Reykdal
07/10/2025
0

Sagður endurskapa smárafbílinn þar sem ESB íhugar nýjar reglur um smábíla MEUDON, Frakkland — Dacia segir að Hipster hugmyndabíllinn þeirra,...

Næsta grein
Víraður bíll í sjónvarpssal 1968

Víraður bíll í sjónvarpssal 1968

Segðu okkur hvað þér finnst! Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Bílaframleiðsla

Nýr Kia PV5 mun keppa við VW ID Buzz

09/10/2025
Bílasýningar

Nýr og alrafmagnaður Kia EV4 frumsýndur um land allt

09/10/2025
Bílaframleiðsla

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

08/10/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.