Er Tesla Model 3 að fá endurnýjun?
Tesla Model 3 hefur verið á markaði í meira en fimm ár, sem er langur tími fyrir flesta bílaframleiðendur.
Á þessum tíma hefur Model 3 fengið smá uppfærslur, en gerðin hefur ekki fengið mikla endurnýjun síðan hún kom á markað.
Í nýrri frétt er því haldið fram að Tesla sé að vinna að mikilvægum uppfærslum á Model 3.

Með vaxandi fjölda keppinauta er skynsamlegt að Tesla vinni að því að gefa Model 3 nokkrar uppfærslur til að halda bílnum samkeppnishæfum.
Reuters greinir frá því að Tesla sé að vinna að verkefni sem kallast Highland.
Markmið verkefnisins er að minnka flækjustig og fjölda íhluta í Model 3, auk nokkurra útlitsbreytinga.
Við höfum ekki mikið af smáatriðum ennþá, en heimildir sögðu Reuters að uppfærslurnar muni snúast um ytra útlit, breytingar á aflrásinni og uppfærslur á miðskjánum.
Ekki er vitað núna hvenær bíllinn muni koma á markað, segja þeir hjá TorqueReport, sem birtu þetta á sinni vefsíðu, en heimildir herma að framleiðsla á endurskoðaðri gerð Model 3 muni hefjast á þriðja ársfjórðungi 2023.
Ekki er vitað hvenær framleiðsla hefst í verksmiðju Tesla í Fremont, Kaliforníu.
(frétt á vef TorqueReport)