Þriðjudagur, 19. ágúst, 2025 @ 15:36
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Er lækkun hámarkshraða í Reykjavík raunhæfur kostur?

Jóhannes Reykdal Höf: Jóhannes Reykdal
29/12/2021
Flokkar: Umferð
Lestími: 4 mín.
277 9
0
137
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Er lækkun hámarkshraða í Reykjavík raunhæfur kostur?

  • Góð og þörf umræða um þetta mál á vef FÍB

Miklar umræður hafa skapast á samfélagsmiðlum um fyrirhugaðar lækkanir á umferðarhraða í Reykjavík, á þeim götum sem borgin hefur yfir að segja.

Margar stóru stofnæðarnar eru á forræði Vegagerðarinnar, og þar getur borgin ekki lækkað hámarkshraðann.

En mati þess sem þetta skrifar er þetta óraunhæft sjónarmið, að lækka umferðarhraðann einhliða, og samhliða því hefur formaður skipulagsráðs komið fram með sitt álit að fækka eigi akreinum og torvelda þannig borgurunum einnig á þann hátt að komast leiðar sinnar.

Á vef Félags Íslenskra bifreiðaeigenda er ítarlega fjallað um þetta undir eftirfarandi fyrirsögn:

Lækkun hámarkshraða óraunhæf rómantík

En á vef FÍB segir: „Í vikulegu fréttabréfi borgarstjórans í Reykjavík kemur fram að lækkun hraða innan borgarmarkanna geti skapað allt að 40% samdrátt í magni svifryks ef keyrt yrði á 30 km hraða í stað 50 km.

Fram kemur í fréttabréfi borgarstjórans að þetta séu mikilvægar upplýsingar og eiga að leggja grunn að frekari hraðalækkunum innan borgarinnar eins og aðrar borgir sem við berum okkur saman við eru að gera“.

„Borgarstjóri vitnar m.a. í rannsókn Þrastar Þorsteinssonar, prófessors í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands, um áhrif hraða á mengun vegna umferðar, sem kynnt var í síðustu viku.

Í rannsókn Þrastar kemur fram að lækkun hámarkshraða yfir leyfilegt nagladekkjatímabil í Reykjavík, 1. nóvember til 15. apríl, gæti dregið verulega úr tilurð svifryks og um leið sliti gatna“.

Hvaða áhrif hefur þetta á almenna borgara?

Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, gerir alvarlegar athugasemdir við þessar einhliða hugmyndir um hraðalækkun í borgarlandinu í viðtali við morgunblaðið á mbl.is. Hann telur að það vanti inn í þessar hugmyndir borgarstjóra hvaða áhrif þetta hefði á daglegt líf borgara.

Það þarf að rannska áhrif á kostnað við aðföng fyrirtækja og þar með vöruverð. Aukinn tími fer í skutl með börn á leikskóla, í íþróttir eða listiðkunar. Aukinn tími fer í ferðir til og frá vinnu og við að sækja þjónustu.  

Samverustundir fjölskyldna skerðast og aðdrættir verðar erfiðari ef það á að draga allan umferðarhraða í borginni niður í 30 kílómetra á klukkustund.

Í samtalinu við mbl.is segir Runólfur enn fremur að þrífa þurfi götur borgarinnar mikið betur og sparað hafi verið í götuþrifum þrátt fyrir mildan vetur.

„Frágangur vinnusvæða í borgarlandinu er til háborinnar skammar miðað við framkvæmdir í miðju borgarumhverfi. Þar er mikill malarburður sem berst upp á götur í borgarlandinu,“ segir Runólfur.

Hann segir hvorki áhuga né vilja til staðar hjá borginni til að grípa til viðeigandi ráðstafana eins og gert er í nágrannalöndum okkar þar sem dregið er úr svifryki sem myndar eins konar setlög á götum borgarinnar.

„Auðvitað þyrla sérstaklega stóru bílarnir þessu ryki upp. Það sest síðan bara aftur á göturnar og svo tekur bara næsti bíll við,“ segir Runólfur

Hann segir hugmyndirnar sem nú eru viðraðar um lækkun umferðarhraða vera óraunsæja rómantík. ,,Enda hef­ur þetta aldrei verið borið undir borgarana. Það væri eðli­legt að bera þetta undir kosningar svo fólk hefði val.“

Hraði og mengun

Í greininni á vef FÍB kemur eftirfarandi einnig fram:

Í skýrslu Þrastar Þorsteinssonar prófessors um áhrif hraða á mengun vegna umferðar kemur fram að fyrir bíl á ónegldum dekkjum er samdrátturinn í magni svifryks (PM10) við að draga úr hraða úr 90 í 70 km/klst, 70 í 50 km/klst og 50 í 30 km/klst 22%, 24% og 27%.

Fyrir bíl á nagladekkjum er samdrátturinn 31%, 37% og 47%, fyrir sambærileg stökk úr 90 km/klst í 30 km/klst. Því mætti búast við um 40% samdrætti í magni svifryks ef helmingur bílaflotans er á nagladekkjum og hraðinn færður úr 50 í 30 km/klst.

Útblástur, bremsuslit og vegslit vegna ónegldra dekkja er á bilinu 5 – 10 mg/km/veh af svifryki (PM10) við 50 km/klst, en nagladekk slíta vegum 20-30 falt hraðar en ónegld dekk, því yfirgnæfa nagladekk framleiðslu svifryks vegna umferðar.

Með því að reikna tilurð svifryks fyrir nýlegan bíl er hægt að sjá hlutfallslegt mikilvægi þeirra ferla sem þar leggja til. Ef á ónegldum dekkjum þá er útblástur (7%) og slit á bremsum (33%), dekkjum (21%) og vegum (39%). Fyrir bíl á nagladekkjum er mikill meirihluti svifryksframleiðslunnar vegna vegslits (92%).

Svo mörg voru þau orð á vef FÍB og ég get tekið undir hvert og eitt þeirra.

Fyrri grein

Rannsókn sýnir: rafbílar kosta meira í þjónustu en hefðbundnir bílar

Næsta grein

Bíllinn úr kassanum varð að gulli

Jóhannes Reykdal

Jóhannes Reykdal

Ritstjóri og blaðamaður

Svipaðar greinar

Auðvitað eru bíleigendur hundfúlir með kílómetragjaldið

Auðvitað eru bíleigendur hundfúlir með kílómetragjaldið

Höf: Pétur R. Pétursson
27/03/2025
0

Við settum í gang könnun um kílómetragjaldið. Þetta gjald hefur verið mikið í umræðunni frá því það var innleitt um...

Hvað gerist í árekstri á 100 km. hraða?

Hvað gerist í árekstri á 100 km. hraða?

Höf: Pétur R. Pétursson
17/04/2024
0

Miðað við fjölda ökumanna, umferðarþunga og ástands vega mætti ætla að hér ættu að vera fleiri umferðarslys en raun ber...

Hversu öruggur er bíllinn þinn?

Hversu öruggur er bíllinn þinn?

Höf: Pétur R. Pétursson
08/01/2024
0

Spáum við í það hversu öruggur eða ekki bíllinn er sem við ætlum að festa kaup á? Nú á tímum...

Tesla innkallar meira en 2 milljónir bíla í Bandaríkjunum vegna öryggisgalla sjálfstýringar

Tesla innkallar meira en 2 milljónir bíla í Bandaríkjunum vegna öryggisgalla sjálfstýringar

Höf: Jóhannes Reykdal
16/12/2023
0

Innköllunin er afleiðing margra ára langrar gallarannsóknar NHTSA í Bandaríkjunumsem verður áfram opin þar sem stofnunin fylgist með virkni lagfæringa...

Næsta grein
Íslenskar „bílagrúppur“: Lærðu að leggja

Íslenskar „bílagrúppur“: Lærðu að leggja

Umræður um þessa grein

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Álit

Volkswagen ID.Buzz GTX – fortíðin mætir nútímanum

18/08/2025
Bílaframleiðsla

Nýr rafknúinn Nissan Micra

18/08/2025
Bílaframleiðsla

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

05/08/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.