Er „hálfbíll“ næsta stórborgartrompið?

136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR

Þetta litla kvikindi kemst upp í 130 km/klst og hefur verið líkt við Teslu hvað tækni snertir en verðlagningin þykir nær Ford Fiesta. Útlitslega er hann þó í líkingu við eitthvað löngu grafið og gleymt.

Electra Meccanica Solo EV er smíðaður í Arizona í Bandaríkjunum og hann er afturhjólsdrifinn. Já, afturhjóls en ekki hjóla því hjólið er bara eitt!

Fyrstu bílarnir voru afhentir í Bandaríkjunum í síðasta mánuði og reka margir upp stór augu þegar þeir sjá bílinn, því það er jú eins og eitthvað vanti. Eins og til dæmis hinn helminginn!

Eftir sem áður vekur rafbíllinn, að sögn manns sem reynsluók þessu apparati, kátínu hjá flestum sem hann sjá. Verðið er um 2.700.000 kr eða 18.000 dollarar.

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Svipaðar greinar