Er Ford Ranger 2019 sparneytnasti pallbíllinn á markaðnum? Svo segja þeir hjá Ford.
Að sögn bílaframleiðandans Ford er pallbíllinn þeirra, Ford Ranger 2019 nú sparneytnasti pallbíllinn með bensínvél í millistærðarflokki. Hvað varðar fjórhjóladrif þá er Ranger 4 × 4 gefinn upp fyrir 11,8 lítra á 100 km í borgarakstri, 9,9 ltr/100 km í þjóðvegaakstri og 10,7 ltr/100 km í blönduðum akstri.

Í Bandaríkjunum horfa menn enn meira til bensínvéla í þessu tilfelli, en hér á landi hefur athyglin mun meira beinst að þessari gerð bíla með dísilvélum.
Þar vestra er mikill hluti svona pallbíla án fjórhjóladrifs, og þess vegna er 2019 Ranger 4 × 2 sá sparneytnasti, eyðslan er aðeins 11,7 ltr/100 km í bæjarakstri, 9,0 ltr/100 km á þjóðvegum og 10,2 ltr/100 km samanlagt, sem að sögn þeirra hjá Ford er betra en hjá öllum keppinautunum, amk hvað varðar bensínvélar.

„Viðskiptavinir okkar sem kaupa pallbíla í millistærðarflokki hafa verið að biðja okkur pallbíla sem byggja á helstu styrkleikum Ford“, segir Todd Eckert, markaðstjóri Ford á sviði vörubíla. „Og Ranger mun skila þessu vel með endingu, getu og eldsneytisnýtingu, en einnig veita sveigjanleika innanbæjar og frelsi sem margar kaupendur sækast eftir til að fara aðeins út fyrir þéttbýlið“.
Þótt að keppinautar Ford Ranger, eins og Chevy Colorado og Toyota Tacoma, bjóði upp á V6 vél, er 2019 Ford Ranger eingöngu knúin af EcoBoost 2.3L fjögurra strokka vél með forþjöppu sem skilar 270 hestöflum og 420 Nm af togi. Fjórhjóladrifið er parað við 10 hraða sjálfskiptingu.
Ford Ranger 2019 kemur opinberlega í sýningarsali í Bandaríkjunum í janúar 2019.
?